Orkumál hafa verið í brennidepli undanfarið. Í síðustu viku sagði forstjóri Landsvirkjunar í blaðagrein að tilefni væri til að hafa áhyggjur af þeirri stöðu sem blasti við á árunum 2024–2026, ef ekki yrði brugðist við með lagasetningu sem tryggði raforkuöryggi almennings.
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri hefur verið í hringiðu umræðunnar og haldið þeim sjónarmiðum á lofti að tryggja þurfi að almenningur og almenn atvinnustarfsemi fái notið raforkuöryggis. Staða þeirra við borðið sé afar ólík stórnotendum í orkufrekum iðnaði. Á dögunum fékk hún bágt fyrir frá framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, sem sagði hana draga fyrirtæki landsins í dilka með ábendingum í þessa veru.
Í samtali við Heimildina segir Halla Hrund að svartasta sviðsmyndin sem íslenskur almenningur og almenn atvinnustarfsemi í landinu geti staðið frammi fyrir væri sú að þurfa að keppa um raforku við stórnotendur. Hún segir frumvarp um forgangsraforku sem bíður lokaafgreiðslu á Alþingi feli ekki í sér að verið sé …
Athugasemdir (4)