Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hvetja ríkisstjórnina til að taka undir málsókn Suður-Afríku

Mót­mæl­end­ur kröfð­ust frek­ari að­gerða í mál­efn­um Palestínu fyr­ir ut­an ráð­herra­bú­stað­inn í morg­un. For­sæt­is­ráð­herra var af­hend kæra Suð­ur-Afr­íku gegn Ísra­els­ríki fyr­ir Al­þjóða­dóm­stóln­um í Haag. Rík­is­stjórn­in var auk þess hvött til að taka und­ir kær­una.

Krefjast aðgerða Hjálmtýr Heiðdal, formaður FÍP, afhendir forsætisráðherra kæru Suður-Afríku á hendur Ísrael.

Hópur mótmælanda safnaðist saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu á meðan ríkisstjórnarfundi stóð í morgun. Vilja þeir frekari aðgerðir til stuðnings Palestínu. Heimildin var á staðnum og ræddi við fólk sem þar var statt.

Hjálmtýr Heiðdal, formaður Félagsins Ísland–Palestína, og Lea María Lemarquis afhentu Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra málsókn Suður-Afríku, ásamt Palestínumanninum Naji Asar. Suður-Afríka kærði nýlega Ísraelsríki fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag fyrir þjóðarmorð í Palestínu. Ríkisstjórn Íslands var auk þess afhent hvatning að sinna skyldum sínum í að bregðast við mannúðarástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs.

Hér að ofan má sjá Hjálmtý Heiðdal ræða við forsætisráðherra í ráðherrabústaðnum. Fyrir utan má heyra köll mótmælendanna. „Það er búið að drepa tólf þúsund börn í Gasa. Það er drepið um 110 á dag að meðaltali. Það eru 110 í dag og 110 á morgun. Það verður að reyna að stöðva þetta,“ segir Hjálmtýr.

„Við sjáum ekki í augnablikinu betri aðgerð af hálfu íslensku ríkisstjórnarinnar …
Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Ekki gagnrýndi Týri húmanistann og vinstri jafnaðarmanninn Pol Pot né Maó Tse Tung fyrir þjóðarmorð meðan á þeirra valdatíma stóð í Kamputsèu og Alþýðu lýðveldinu Kína. Hreint hið gagnstæða. Hann studdi ódæði rauðu khmeranna og rauðliða Maó. Tugir milljóna var brytjað niður með steinum og heykvíslum. Hann bara kann ekki að unna mannkyni sínu né bera minnstu virðingu fyrir því. Siðblinda er ekki val neins og ég óska þessum stuðningsmanni illverka alls góðs. Ekki veitir honum af.
    0
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Ekki gagnrýndi Týri húmanistann og vinstri jafnaðarmanninn Pol Pot né Maó Tse Tung fyrir þjóðarmorð meðan á þeirra valdatíma stóð í Kamputsèu og Alþýðu lýðveldinu Kína. Hreint hið gagnstæða. Hann studdi ódæði rauðu khmeranna og rauðliða Maó. Tugir milljóna var brytjað niður með steinum og heykvíslum. Hann bara kann ekki að unna mannkyni sínu né bera minnstu virðingu fyrir því. Siðblinda er ekki val neins og ég óska þessum stuðningsmanni illverka alls góðs. Ekki veitir honum af.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár