Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Gaman að vera í blóði og slabbi“

Berg­ur Þór Ing­ólfs­son tek­ur því al­veg sem hrósi að vera líkt við Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóra Hvals hf. Þeir eiga samt lít­ið sam­eig­in­legt nema að vera með skegg og hár sem er erfitt að eiga við. Berg­ur get­ur vel hugs­að sé að syngja al­vöru dú­ett með Kristjáni.

„Gaman að vera í blóði og slabbi“
Hvalveiðar Bergur Þór Ingólfsson með augnaráð Kristjáns Loftssonar.

„Það var bara gaman, mjög gaman. Ég hef alltaf gaman af svona „splatter“ og svona. Það var gaman að vera í blóði og slabbi og svona,“ segir Bergur Þór Ingólfsson leikari, sem brá sér í hlutverk Kristjáns Loftssonar í upphafsatriði áramótaskaupsins. Hann horfði á skaupið í faðmi fjölskyldunnar. „Það virtust allir skemmta sér. Svo stóð ég upp og hneigði mig þegar atriðið var búið.“

Atriðið þótti nokkuð beitt. „Við drepum langreyðar, við drepum börn þeirra“ söng Bergur í gervi Kristjáns og hvatti alla til að koma með. Bergur segir að líklega sé það heiður að vera líkt við Kristján. „Hann er mikið sjarmatröll, það segja það allir sem hafa hitt hann og talað við hann, þannig jú, líklega er það heiður að einhverjir segja að ég sé líkur honum,“ segir hann og hlær. „Við erum kannski ekki líkir nema við erum báðir með skegg og kannski erfitt hár að eiga við en annars erum við ekkert líkir, en jú, jú, ég tek því alveg sem hrósi.“

Nokkuð var um að þekktir Íslendingar léku sjálfa sig í skaupinu í ár, ýmist í eigin persónu eða með aðstoð gervigreindar, og sumir héldu jafnvel að þarna væri sjálfur Kristján Loftsson mættur, svo sannfærandi var augnaráðið. „Þetta gerist innan í manni. Ég er svolítið að píra augun þannig allt sé svolítið í móðu… ég er nú bara úti að labba og reyna að setja mig í karakter,“ segir Bergur, sem var á leiðinni í vinnuna í Borgarleikhúsinu vopnaður norskum mannbroddum í hálkunni þegar Heimildin náði af honum tali. 

Bergur hefur áður farið með hlutverk Kristjáns í áramótaskaupinu, þegar Samband ungra sjálfstæðismanna veitti Hval hf. Frelsisverðlaun. En Bergur gaf ekkert eftir í undirbúningi fyrir hlutverkið. „Ég tók „method acting“ á þetta og það er alveg greinilega stundum erfitt að vera Kristján.“ Bergur fór þó ekki á hvalveiðar en hluti atriðisins var tekinn upp við hvalbátana í Reykjavíkurhöfn. Starfsmenn Hvals hf. voru á svæðinu og Bergur segir þá hafa verið vara um sig á meðan upptökum stóð. 

Í atriðinu var lagt upp með að hafa Kristján í stuði og brosmildan. Hann var jú að taka lagið og dansa. „Ég er nú alveg lýrískur tenór,“ bendir Bergur á. Kristján hefur ekki mikið verið að bresta í söng, ekki opinberlega að minnsta kosti, en Bergur segir að það væri áhugavert að skella í dúett. „Ég veit ekki hvort hann sé lýrískur tenór en við gætum kannski bara gert eitthvað saman.“

„Ég er nú alveg lýrískur tenór“

Bergur segir afstöðu sína til hvalveiða ekki hafa haft áhrif á túlkun hans á Kristjáni. „En opinber birtingarmynd Kristjáns Loftssonar er þannig að það er verið að elta hann, einhver hefur náð í hann einhvers staðar þar sem allt er upp í háalofti og hann þarf að svara fyrir sig og tala við fólk sem hefur, að hans mati, afstöðu vitleysinga. Þannig setur leikarinn sig inn í hlutverkið.“

En aðspurður hver afstaða leikarans sé til hvalveiða segir Bergur að hún hafi tekið breytingum með tíð og tíma. „Ég er frá Grindavík, sjávarþorpi, og hafði lengi vel jákvæða afstöðu, sérstaklega fyrir tvítugt, gagnvart hvalveiðum og nýtingu náttúruauðlinda. En mér finnst þær óþægilegar.“

Hvenær breyttist viðhorfið?

„Bara, þegar ég fór að taka mína eigin samvisku og heimsmynd inn í þetta. Þetta eru fallegar skepnur og pólitískt er þetta óskynsamlegt, að manni finnst. Það er mjög óþægilegt að vera hluti af þessu sem Íslendingur, að það sé okkar pólitík að elta þessi dýr uppi og búta þau niður í hundamat, mér finnst það óþægilegt og vont. Eiginlega ljótt bara.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár