Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Gaman að vera í blóði og slabbi“

Berg­ur Þór Ing­ólfs­son tek­ur því al­veg sem hrósi að vera líkt við Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóra Hvals hf. Þeir eiga samt lít­ið sam­eig­in­legt nema að vera með skegg og hár sem er erfitt að eiga við. Berg­ur get­ur vel hugs­að sé að syngja al­vöru dú­ett með Kristjáni.

„Gaman að vera í blóði og slabbi“
Hvalveiðar Bergur Þór Ingólfsson með augnaráð Kristjáns Loftssonar.

„Það var bara gaman, mjög gaman. Ég hef alltaf gaman af svona „splatter“ og svona. Það var gaman að vera í blóði og slabbi og svona,“ segir Bergur Þór Ingólfsson leikari, sem brá sér í hlutverk Kristjáns Loftssonar í upphafsatriði áramótaskaupsins. Hann horfði á skaupið í faðmi fjölskyldunnar. „Það virtust allir skemmta sér. Svo stóð ég upp og hneigði mig þegar atriðið var búið.“

Atriðið þótti nokkuð beitt. „Við drepum langreyðar, við drepum börn þeirra“ söng Bergur í gervi Kristjáns og hvatti alla til að koma með. Bergur segir að líklega sé það heiður að vera líkt við Kristján. „Hann er mikið sjarmatröll, það segja það allir sem hafa hitt hann og talað við hann, þannig jú, líklega er það heiður að einhverjir segja að ég sé líkur honum,“ segir hann og hlær. „Við erum kannski ekki líkir nema við erum báðir með skegg og kannski erfitt hár að eiga við en annars erum við ekkert líkir, en jú, jú, ég tek því alveg sem hrósi.“

Nokkuð var um að þekktir Íslendingar léku sjálfa sig í skaupinu í ár, ýmist í eigin persónu eða með aðstoð gervigreindar, og sumir héldu jafnvel að þarna væri sjálfur Kristján Loftsson mættur, svo sannfærandi var augnaráðið. „Þetta gerist innan í manni. Ég er svolítið að píra augun þannig allt sé svolítið í móðu… ég er nú bara úti að labba og reyna að setja mig í karakter,“ segir Bergur, sem var á leiðinni í vinnuna í Borgarleikhúsinu vopnaður norskum mannbroddum í hálkunni þegar Heimildin náði af honum tali. 

Bergur hefur áður farið með hlutverk Kristjáns í áramótaskaupinu, þegar Samband ungra sjálfstæðismanna veitti Hval hf. Frelsisverðlaun. En Bergur gaf ekkert eftir í undirbúningi fyrir hlutverkið. „Ég tók „method acting“ á þetta og það er alveg greinilega stundum erfitt að vera Kristján.“ Bergur fór þó ekki á hvalveiðar en hluti atriðisins var tekinn upp við hvalbátana í Reykjavíkurhöfn. Starfsmenn Hvals hf. voru á svæðinu og Bergur segir þá hafa verið vara um sig á meðan upptökum stóð. 

Í atriðinu var lagt upp með að hafa Kristján í stuði og brosmildan. Hann var jú að taka lagið og dansa. „Ég er nú alveg lýrískur tenór,“ bendir Bergur á. Kristján hefur ekki mikið verið að bresta í söng, ekki opinberlega að minnsta kosti, en Bergur segir að það væri áhugavert að skella í dúett. „Ég veit ekki hvort hann sé lýrískur tenór en við gætum kannski bara gert eitthvað saman.“

„Ég er nú alveg lýrískur tenór“

Bergur segir afstöðu sína til hvalveiða ekki hafa haft áhrif á túlkun hans á Kristjáni. „En opinber birtingarmynd Kristjáns Loftssonar er þannig að það er verið að elta hann, einhver hefur náð í hann einhvers staðar þar sem allt er upp í háalofti og hann þarf að svara fyrir sig og tala við fólk sem hefur, að hans mati, afstöðu vitleysinga. Þannig setur leikarinn sig inn í hlutverkið.“

En aðspurður hver afstaða leikarans sé til hvalveiða segir Bergur að hún hafi tekið breytingum með tíð og tíma. „Ég er frá Grindavík, sjávarþorpi, og hafði lengi vel jákvæða afstöðu, sérstaklega fyrir tvítugt, gagnvart hvalveiðum og nýtingu náttúruauðlinda. En mér finnst þær óþægilegar.“

Hvenær breyttist viðhorfið?

„Bara, þegar ég fór að taka mína eigin samvisku og heimsmynd inn í þetta. Þetta eru fallegar skepnur og pólitískt er þetta óskynsamlegt, að manni finnst. Það er mjög óþægilegt að vera hluti af þessu sem Íslendingur, að það sé okkar pólitík að elta þessi dýr uppi og búta þau niður í hundamat, mér finnst það óþægilegt og vont. Eiginlega ljótt bara.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
3
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár