Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Framlengja umdeildan samning við Klíníkina á grundvelli aðgerðareynslu

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands ætla að fram­lengja samn­ing um lið­skipta­að­gerð­ir sem gerð­ur var í mars við Klíník­ina og Cos­an. Samn­ing­ur­inn mun byggja á því hversu marg­ar að­gerð­ir þessi fyr­ir­tæki náðu að gera á þessu ári. Klíník­in gerði lang­stærst­an hluta þeirra 700 að­gerða sem gerð­ar voru með kostn­að­ar­þátt­töku Sjúkra­trygg­inga Ís­lands og munu því fá stærst­an hluta af þess­um að­gerð­um.

Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Framlengja umdeildan samning við Klíníkina á grundvelli aðgerðareynslu
Umdeildur samningur framlengdur Sjúkratryggingar Íslands ætla að framlengja umdeildan samning um liðskiptaðgerðir við Kliníkina og Cosan. Sigurður Þór Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga, sést hér með Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra.

Sjúkratryggingar Íslands ætla að framlengja samninginn við einkareknu heilbrigðisfyrirtækin Klíníkina og Cosan um liðskiptaaðgerðir með kostnaðarþátttöku íslenska ríkisins. Framlengingin verður byggð á því hversu margar liðskiptaaðgerðir þessi fyrirtæki hafa gert á þessu ári með greiðsluþátttöku íslenska ríkisins á þessu ári. Þar af leiðandi má segja að  byggt sé á aðgerðareynslu þessara fyrirtækja þegar næsti kvóti af liðskiptaaðgerðum verður gerður með greiðslum frá ríkinu. Fyrirtækjunum var tilkynnt um þetta í síðustu viku samkvæmt heimildum blaðsins. 

Um er að ræða framlengingu á umdeildum samningi sem Sjúkratryggingar Íslands gerðu við fyrirtækin í mars á þessu ári þar sem þær fengu leyfi til að gera 700 liðskiptaaðgerðir með kostnaðarþátttöku ríkisins. Þetta er í fyrsta skipti í Íslandssögunni sem íslenska ríkið útvistar slíkum aðgerðum til einkafyrirtækja með fjárveitingu frá ríkinu í gegnum útboð.

Klíníkin fékk úthlutað 300 aðgerðum en Cosan, sem er einkarekið fyrirtæki í eigu bæklunarskurðlækna á Landspítalanum fékk 400 aðgerðir. Svo fór að Klíníkin náði að gera allar þessar aðgerðir og fleiri til en Cosan náði ekki að klára þær aðgerðir sem fyrirtækið gerði samninginn. Klíníkin gerði því miklu fleiri aðgerðir á þessu ári og fá því fleiri aðgerðir með framlengingunni á samningnum. 

Fjöldinn sem fyrirtækið fær byggir því á aðgerðareynslu með sams konar hætti og kvótinn sem einstaka sjávarútvegsfyrirtæki fengu á sínum tíma, eða þegar nýjar einstaka fisktegundir eins og makríll eru kvótasettar, byggði á veiðireynslu fyrri ára. 

„Sjúkratryggingar hafa í skoðun hvort mögulegt sé að framlengja núgildandi samninga um framkvæmda liðskiptaaðgerða á grundvelli fjárveitingar í fjárlögum ársins 2024.“
Úr erindi Sjúktratrygginga Íslands um framlenginguna

Stefnt að því samþykkja fjárveitingu á fjárlögum 2024

Í erindi Sjúkratrygginga Íslands þar sem framlengingin á samningnum er kynnt segir: „Sjúkratryggingar hafa í skoðun hvort mögulegt sé að framlengja núgildandi samninga um framkvæmda liðskiptaaðgerða á grundvelli fjárveitingar í fjárlögum  ársins 2024, þar til hægt er að ljúka nýju innkaupaferli. Með þessu væru núgildandi samningar framlengdir til allt að 31. mars 2024, með tilteknum breytingum. Fjöldi umsaminna aðgerða myndi taka mið af framleiðslu og framleiðslugetu verksala hingað til, þó þannig að umsaminn fjöldi aðgerða yrði að jafnaði lægri á mánuði en hefur verið á árinu 2023.

Í erindinu segir að forsenda fyrir þessu sé sú að fjárveitingar til verkefnisins verði samþykktar á fjárlögum árið 2024. Nú í mars voru 700 aðgerðir boðnar út og var fjárframlagið sem var eyrnamert verkefninu 700 milljónir. 

Heimildin sendi spurningar til Sjúkratrygginga Íslands og heilbrigðisráðuneytisins um liðskiptaaðgerðirnar og fleiri mál fyrir mánuði síðan en hefur ekki enn fengið svör við þeim. 

Aðgerðunum beint til Klíníkurinnar

Eins og Heimildin hefur fjallað um þá eru uppi áhyggjur hjá stjórnendum í opinbera heilbrigðiskerfinu að heilbrigðisyfirvöld séu að ýta verkefnum í auknum mæli til Klíníkurinnar. Eins og einn stjórnandi í heilbrigðiskerfinu, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði við Heimildina: „Það er bara verið að koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi á Íslandi.“ Annar starfandi læknir á sjúkrahúsi sagði: „Það er bara verið að veikja sjúkrahúsin og hola heilbrigðiskerfið að innan.“

Eitt af því sem rennir stoðum undir tilgátur um að stjórnvöld séu að ýta verkefnum til Klíníkurinnar er að útboðið á liðskiptaðgerðum í mars var ekki vel kynnt og leit út fyrir að eina tilboðið sem bærist í aðgerðirnar kæmi frá Klíníkinnii. Forsvarsmenn Cosan settu hins vegar fram tilboð með nokkrum hraði, líkt og fjallað hefur verið um í blaðinu, eftir að þeim varð ljóst að verið væri að bjóða þessar liðskiptaðgerðir út og fengu aðgerðir. Þeirra fyrirtæki hafði hins vegar ekki sömu forsendur til að gera aðgerðirnar og Klíníkin hafði. 

Þetta sést svo meðal annars á þeirri staðreynd að Klíníkin kláraði sínar liðskiptaaðgerðir sem íslenska ríkið greiddi fyrir en Cosan ekki. Nú á umbuna Klíníkinni fyrir þetta með því að úthluta fleiri aðgerðum til þeirra og færri til Cosan. 

Annað sem hefur ýtt undir umræðu einkennileg tengsl heilbrigðisráðuneytisins og Klíníkurinnar er að fyrrverandi aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, Guðrún Ása Björnsdóttir, tekur við framkvæmdastjórastarfi Klíníkurinnar um áramótin. 

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Það er ömurlegt að sjá svona spillingu í heilbrigðiskerfinu. Hryllingur.
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Framsóknarflokkurinn er orðinn eins og Sjálfstæðisflokkurinn spilltur og vinnur bara fyrir einkavini. Aumt er að sjá !
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Klíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkratryggingar Íslands svara ekki hvort opnuð hafi verið eftirlitsmál gegn Klíníkinni
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands svara ekki hvort opn­uð hafi ver­ið eft­ir­lits­mál gegn Klíník­inni

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hef­ur ekki svar­að spurn­ing­um sem Heim­ild­in sendi henni fyr­ir tveim­ur mán­uð­um síð­an. Eng­in svör hafa borist um af hverju spurn­ing­un­um hef­ur ekki ver­ið svar­að. Með­al spurn­inga er hvort Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hafi opn­að eft­ir­lits­mál gegn einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­inu Klíník­inni líkt og Heim­ild­ir herma.
Willum opnar á meiri einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu: „Þannig aukum við skilvirkni“
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Will­um opn­ar á meiri einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu: „Þannig auk­um við skil­virkni“

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra svar­ar spurn­ing­um um einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu með kostn­að­ar­þátt­töku rík­is­ins. Einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in hef­ur í aukn­um mæli feng­ið til sín að­gerð­ir sem áð­ur voru bara fram­kvæmd­ar á rík­is­rekn­um sjúkra­hús­um. Skrið­ur hef­ur kom­ist á þessa einka­rekstr­ar­væð­ingu eft­ir að Will­um Þór tók við embætti heil­brigð­is­ráð­herra.
Mánaðarlöng þögn ráðuneytisins og Sjúkratrygginga
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Mán­að­ar­löng þögn ráðu­neyt­is­ins og Sjúkra­trygg­inga

Heil­brigð­is­ráðu­neyti Will­ums Þórs Þórs­son­ar og Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hafa lát­ið ógert að svara spurn­ing­um um einka­væð­ingu lið­skipta­að­gerða í einn mán­uð. Nú stend­ur fyr­ir dyr­um að fram­lengja samn­ing­inn um lið­skipta­að­gerð­irn­ar fyr­ir lok þessa árs og fá sér­staka fjár­veit­ingu til þess.
Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu og tengsl rikisstjórnarinnar og Klíníkurinnar
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Ný­sköp­un í heil­brigðis­kerf­inu og tengsl rikis­stjórn­ar­inn­ar og Klíník­ur­inn­ar

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir ný­sköp­un­ar­ráð­herra tala með sam­bæri­leg­um hætti um mik­il­vægi ný­sköp­un­ar fyr­ir heil­brigðis­kerf­ið. Á sama tíma ligg­ur fyr­ir að fram­kvæmda­stjóri Klíník­ur­inn­ar, Sig­urð­ur Ingi­berg­ur Björns­son, er að taka við rekstri dótt­ur­fé­lags hjá Klíník­inni sem mun sér­hæfa sig í ný­sköp­un í heil­brigð­is­þjón­ustu.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.
Harvard tekur afstöðu gegn Trump – milljarða fjármögnun skólans fryst
6
Erlent

Har­vard tek­ur af­stöðu gegn Trump – millj­arða fjár­mögn­un skól­ans fryst

Virt­asti há­skóli Banda­ríkj­anna, Har­vard, tefldi millj­örð­um dala í rík­is­stuðn­ingi í tví­sýnu þeg­ar hann hafn­aði víð­tæk­um kröf­um rík­is­stjórn­ar Don­alds Trump. Kröf­urn­ar voru sagð­ar gerð­ar til þess að sporna við gyð­inga­h­atri á há­skóla­svæð­um. Kröf­urn­ar snúa að stjórn­ar­hátt­um, ráðn­ing­um og inn­töku­ferli skól­ans.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár