Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mánaðarlöng þögn ráðuneytisins og Sjúkratrygginga

Heil­brigð­is­ráðu­neyti Will­ums Þórs Þórs­son­ar og Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hafa lát­ið ógert að svara spurn­ing­um um einka­væð­ingu lið­skipta­að­gerða í einn mán­uð. Nú stend­ur fyr­ir dyr­um að fram­lengja samn­ing­inn um lið­skipta­að­gerð­irn­ar fyr­ir lok þessa árs og fá sér­staka fjár­veit­ingu til þess.

Mánaðarlöng þögn ráðuneytisins og Sjúkratrygginga
Engin svör í einn mánuð Heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar og Sjúkratryggingar Íslands, sem Sigurður Þór Helgason stýrir, hafa ekki svarað spurningum Heimildarinnar um einkavæðingu liðskiptaaðgerða og tengd mál í einn mánuð.

Heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar og ríkisstofnunin Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki svarað spurningum um einkavæðingu liðskiptaaðgerða með greiðsluþátttöku ríkisins, og önnur tengd mál, í einn mánuð. Heimildin sendi spurningar til þessara ríkisstofnana þann 17. nóvember og 23. desember síðastliðinn og hafa þessir aðilar ekki svarað þeim ennþá þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um. Spurningarnar voru sendar vegna umfjöllunar  um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu sem birst hefur í Heimildinni en hún snýst meðal annars um einkarekna heilbrigðisfyrirtækið Klíníkina. 

„Sjúkratryggingar hafa í skoðun hvort mögulegt sé að framlengja núgildandi samninga um framkvæmda liðskiptaaðgerða á grundvelli fjárveitingar í fjárlögum ársins 2024.“
Úr bréfi Sjúkratrygginga Íslands

Sjúkratryggingar Íslands gerðu í lok mars samning við Klíníkina og fyrirtækið Cosan, sem er í eigu bæklunarskurðlækna á Landspítalanum, um að þau fengju að gera 700 liðskiptaaðgerðir með kostnaðarþátttöku Sjúkratrygginga Íslands og þar með íslenska ríkisins. Um var að ræða fyrsta slíka samninginn sem gerður hefur verið á Íslandi þar sem liðskiptaaðgerðir fara í útboð til einkaaðila. Þessi samningur var umdeildur, meðal annars hjá forsvarsmönnum Cosan sem höfðu takmarkaðan tíma til að undirbúa til boð fyrir útboðið þar sem það var ekki vel kynnt opinberlega. 

Umræða fer nú fram í ríkisrekna heilbrigðiskerfinu að verið sé að stýra aðgerðum í auknum mæli til Klíníkurinnar. 

Framlenging á  bak við tjöldin

Nú stendur til að framlengja þennan samning við Klíníkina og Cosan, eins og Heimildin hefur greint frá, og stendur til að miða við að hvort fyrirtæki fái að gera hlutfallslega eins margar liðskiptaaðgerðir með greiðsluþátttöku ríkisins á fyrstu fjórum mánuðum næsta árs og þær gerðu á þessu ári. Sjúkratryggingar hafa sent erindi um þetta til fyrirtækjanna, samkvæmt heimildum.

Í erindinu sagði: „Sjúkratryggingar hafa í skoðun hvort mögulegt sé að framlengja núgildandi samninga um framkvæmda liðskiptaaðgerða á grundvelli fjárveitingar í fjárlögum  ársins 2024, þar til hægt er að ljúka nýju innkaupaferli. Með þessu væru núgildandi samningar framlengdir til allt að 31. mars 2024, með tilteknum breytingum. Fjöldi umsaminna aðgerða myndi taka mið af framleiðslu og framleiðslugetu verksala hingað til, þó þannig að umsaminn fjöldi aðgerða yrði að jafnaði lægri á mánuði en hefur verið á árinu 2023.“

Til að af þessu verði þarf að samþykkja fjárveitingu þess efnis á fjárlögum næsta árs. 

Heimildin birtir hér fyrir neðan spurningarnar sem blaðið hefur sent til heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands.  

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Klíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkratryggingar Íslands svara ekki hvort opnuð hafi verið eftirlitsmál gegn Klíníkinni
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands svara ekki hvort opn­uð hafi ver­ið eft­ir­lits­mál gegn Klíník­inni

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hef­ur ekki svar­að spurn­ing­um sem Heim­ild­in sendi henni fyr­ir tveim­ur mán­uð­um síð­an. Eng­in svör hafa borist um af hverju spurn­ing­un­um hef­ur ekki ver­ið svar­að. Með­al spurn­inga er hvort Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hafi opn­að eft­ir­lits­mál gegn einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­inu Klíník­inni líkt og Heim­ild­ir herma.
Willum opnar á meiri einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu: „Þannig aukum við skilvirkni“
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Will­um opn­ar á meiri einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu: „Þannig auk­um við skil­virkni“

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra svar­ar spurn­ing­um um einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu með kostn­að­ar­þátt­töku rík­is­ins. Einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in hef­ur í aukn­um mæli feng­ið til sín að­gerð­ir sem áð­ur voru bara fram­kvæmd­ar á rík­is­rekn­um sjúkra­hús­um. Skrið­ur hef­ur kom­ist á þessa einka­rekstr­ar­væð­ingu eft­ir að Will­um Þór tók við embætti heil­brigð­is­ráð­herra.
Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Framlengja umdeildan samning við Klíníkina á grundvelli aðgerðareynslu
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu: Fram­lengja um­deild­an samn­ing við Klíník­ina á grund­velli að­gerðareynslu

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands ætla að fram­lengja samn­ing um lið­skipta­að­gerð­ir sem gerð­ur var í mars við Klíník­ina og Cos­an. Samn­ing­ur­inn mun byggja á því hversu marg­ar að­gerð­ir þessi fyr­ir­tæki náðu að gera á þessu ári. Klíník­in gerði lang­stærst­an hluta þeirra 700 að­gerða sem gerð­ar voru með kostn­að­ar­þátt­töku Sjúkra­trygg­inga Ís­lands og munu því fá stærst­an hluta af þess­um að­gerð­um.
Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu og tengsl rikisstjórnarinnar og Klíníkurinnar
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Ný­sköp­un í heil­brigðis­kerf­inu og tengsl rikis­stjórn­ar­inn­ar og Klíník­ur­inn­ar

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir ný­sköp­un­ar­ráð­herra tala með sam­bæri­leg­um hætti um mik­il­vægi ný­sköp­un­ar fyr­ir heil­brigðis­kerf­ið. Á sama tíma ligg­ur fyr­ir að fram­kvæmda­stjóri Klíník­ur­inn­ar, Sig­urð­ur Ingi­berg­ur Björns­son, er að taka við rekstri dótt­ur­fé­lags hjá Klíník­inni sem mun sér­hæfa sig í ný­sköp­un í heil­brigð­is­þjón­ustu.

Mest lesið

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár