Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Fer beint frá heilbrigðisráðherra til Klíníkurinnar: „Þetta á að vera bannað“

Tals­verð undir­alda er með­al stjórn­enda á sjúkra­hús­um lands­ins vegna stór­auk­inna um­svifa einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­is­ins Klíník­ur­inn­ar. Mitt í þessu and­rúms­lofti fer Guð­rún Ása Björns­dótt­ir, að­stoð­ar­mað­ur Will­ums Þórs Þórs­son­ar heil­brigð­is­ráð­herra, í stjórn­end­astarf hjá Klíník­inni. Lög um snún­ings­dyra­vand­ann ná ekki yf­ir að­stoð­ar­menn ráð­herra.

Fer beint frá heilbrigðisráðherra til Klíníkurinnar: „Þetta á að vera bannað“
Var hjá Willum í eitt og hálft ár Guðrún Ása Björnsdóttir, aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, var að ráða sig til einkarekna heilbrigðisfyrirtækisins Klíníkurinnar eftir að hafa verið hægri hönd hans í eitt og hálft ár. Mynd: Bára Huld Beck

Guðrún Ása Björnsdóttir, aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, fer beint frá því að starfa sem hægri hönd hans í ráðuneytinu og yfir til einkarekna heilbrigðisfyrirtækisins Klíníkurinnar. Hún var aðstoðarkona ráðherrans í eitt og hálft ár. 

Þetta gerist á sama tíma og mikil undiralda er meðal stjórnenda sjúkrahúsa landsins vegna aukinna umsvifa Klíníkurinnar, sem fyrr á þessu ári gerði samning við Sjúkratryggingar Íslands um að gera 300 liðskiptaaðgerðir með kostnaðarþátttöku ríkisins. Samtals útvistaði íslenska ríkið 700 liðskiptagerðum til einkaaðila. 

Eins og einn stjórnandi í heilbrigðiskerfinu, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir við Heimildina um stöðuna sem komin er upp: „Það er bara verið að koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi á Íslandi.“ Annar starfandi læknir á sjúkrahúsi segir við blaðið: „Það er bara verið að veikja sjúkrahúsin og hola heilbrigðiskerfið að innan.

Samningurinn var til þess gerður að stytta biðlista eftir liðskiptaaðgerðum og gildir bara út þetta ár. …

Kjósa
66
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Alltaf sama fjósalyktin af framsókn á miðjunni að sögn en glæpast bæði til hægri og vinstri hvernig á svo fótboltadómari að hafa svo mikið sem hundsvit á heilbrigðismálum
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Þessi auma ríkisstjórn VG gerir ekkert fyrir íslenskt samfélag , Ekkert !
    Það er talað mikið og reynt að brosa til að villa fólki sýn á persónur eins og Willum !

    Munið hvaða persónur þetta eru í raun í framsóknarflokknum ?
    Það koma kosningar fljótlega .
    0
  • GG
    Guðmundur Guðmundsson skrifaði
    Mér sýnist fyrrverandi aðstoðarmaður heildbrigðisráðherra vera siðblindur en hvað er heilbrigðisráðherrann? Er hann sofandi? Einfeldningur? Skít sama?

    Mig grunar að það sem fylgdi með af gögnum með nýja forstjóranum muni einfalda alla tilboðsgerð Klíkunnar þegar boðið verður í verk innan heilbrigðiskerfisins í framtíðinni. En hver skyldi bera ábyrgð á hvaða tilboð eru samþykkt? Gamli yfirmaður forstjórans...
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Landspítalinn, lesist ríkið, hefur kerfisbundið haldið fólki á biðlistum árum saman öllum til tjóns. Síðan, þegar losa á um stfluna, ganga einokunarsinnar af göflunum. Ríkiseinokun sem og önnur einokun og fáokun leiðir jafnan til spillingar. Vistaskipti aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra er svo annað mál.
    0
    • SSS
      Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
      „Landspítalinn, lesist ríkið, hefur kerfisbundið haldið fólki á biðlistum árum saman öllum til tjóns.“

      Og hverrs vegna heldur þú að þetta sé svona Páll Bragason ?
      Gæti það verið að ríkiÓstjórnir undafarina áratuga hafa markvisst og kerfisbundið svelt Landspítalann, lesist (okkur folkið í landinu), ríkið með því markmiði að koma hér á OKUR einkavæddu heilbrigðiskerfi a la B.N.A. okkur öllum til tjóns og ama ?
      Nema auðvita auðrónunum og græðgisgörkunum.
      6
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Af hverju tekur ríkið ekki sjálft að sér þessar liðskiptaaðgerðir? Ríkið þarf hvort sem er að greiða fyrir þær.
    Sjálfstæðisflokkurinn hefur svelt opinbera kerfið þannig að ríkið getur ekki sinnt þessum aðgerðum svo að langir biðlistar myndast. Þannig er markvisst verið að einkavæða heilbrigðiskerfið.
    Erlendar rannsóknir hafa sýnt að opinbert heilbrigðiskerfi er ódýrara og veitir beti þjónustu en einkarekið kerfi.
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Klíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkratryggingar Íslands svara ekki hvort opnuð hafi verið eftirlitsmál gegn Klíníkinni
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands svara ekki hvort opn­uð hafi ver­ið eft­ir­lits­mál gegn Klíník­inni

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hef­ur ekki svar­að spurn­ing­um sem Heim­ild­in sendi henni fyr­ir tveim­ur mán­uð­um síð­an. Eng­in svör hafa borist um af hverju spurn­ing­un­um hef­ur ekki ver­ið svar­að. Með­al spurn­inga er hvort Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hafi opn­að eft­ir­lits­mál gegn einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­inu Klíník­inni líkt og Heim­ild­ir herma.
Willum opnar á meiri einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu: „Þannig aukum við skilvirkni“
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Will­um opn­ar á meiri einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu: „Þannig auk­um við skil­virkni“

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra svar­ar spurn­ing­um um einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu með kostn­að­ar­þátt­töku rík­is­ins. Einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in hef­ur í aukn­um mæli feng­ið til sín að­gerð­ir sem áð­ur voru bara fram­kvæmd­ar á rík­is­rekn­um sjúkra­hús­um. Skrið­ur hef­ur kom­ist á þessa einka­rekstr­ar­væð­ingu eft­ir að Will­um Þór tók við embætti heil­brigð­is­ráð­herra.
Mánaðarlöng þögn ráðuneytisins og Sjúkratrygginga
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Mán­að­ar­löng þögn ráðu­neyt­is­ins og Sjúkra­trygg­inga

Heil­brigð­is­ráðu­neyti Will­ums Þórs Þórs­son­ar og Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hafa lát­ið ógert að svara spurn­ing­um um einka­væð­ingu lið­skipta­að­gerða í einn mán­uð. Nú stend­ur fyr­ir dyr­um að fram­lengja samn­ing­inn um lið­skipta­að­gerð­irn­ar fyr­ir lok þessa árs og fá sér­staka fjár­veit­ingu til þess.
Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Framlengja umdeildan samning við Klíníkina á grundvelli aðgerðareynslu
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu: Fram­lengja um­deild­an samn­ing við Klíník­ina á grund­velli að­gerðareynslu

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands ætla að fram­lengja samn­ing um lið­skipta­að­gerð­ir sem gerð­ur var í mars við Klíník­ina og Cos­an. Samn­ing­ur­inn mun byggja á því hversu marg­ar að­gerð­ir þessi fyr­ir­tæki náðu að gera á þessu ári. Klíník­in gerði lang­stærst­an hluta þeirra 700 að­gerða sem gerð­ar voru með kostn­að­ar­þátt­töku Sjúkra­trygg­inga Ís­lands og munu því fá stærst­an hluta af þess­um að­gerð­um.
Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu og tengsl rikisstjórnarinnar og Klíníkurinnar
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Ný­sköp­un í heil­brigðis­kerf­inu og tengsl rikis­stjórn­ar­inn­ar og Klíník­ur­inn­ar

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir ný­sköp­un­ar­ráð­herra tala með sam­bæri­leg­um hætti um mik­il­vægi ný­sköp­un­ar fyr­ir heil­brigðis­kerf­ið. Á sama tíma ligg­ur fyr­ir að fram­kvæmda­stjóri Klíník­ur­inn­ar, Sig­urð­ur Ingi­berg­ur Björns­son, er að taka við rekstri dótt­ur­fé­lags hjá Klíník­inni sem mun sér­hæfa sig í ný­sköp­un í heil­brigð­is­þjón­ustu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár