Enn linnir ekki hörmungum palestínsku þjóðarinnar á Gasa. Ég hef í undanförnum blöðum rakið forsögu þessa svæðis og var þar komið sögu að Filistear svonefndir höfðu sest þar að, sennilega ein af „sæþjóðunum“ sem Egiftum tókst að hrinda af höndum sér eftir miklar erjur og stríð um það árið 1100 FT (fyrir upphaf tímatals okkar, það er að segja „fyrir Krist“ eins og áður var sagt).
Filistear settust að í Gasa og nágrenni þar sem Kanaansmenn voru fyrir. Þeir nýkomnu voru ef til vill afkomendur Krítverja Knossos-menningarinnar og urðu þvílíkt veldi fyrir Miðjarðarhafsbotni um þær mundir að eftir þeim heitir svæðið Palestína. Samkvæmt frásögnum Gamla testamentisins öttu hinir fornu Ísraelsmenn mjög kappi við Filistea næstu aldirnar og höfðu að lokum betur og unnu Gasa en fornleifauppgröftur styður reyndar ekki þær stríðssögur.
Og raunar óvíst að ástæða sé til að tala um Gyðinga svo snemma. Því sú þjóð varð líklega fyrst …
Athugasemdir (1)