Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kallar boð lánastofnana til Grindvíkinga „samfélagslega siðfirrt“

Sig­ríð­ur María Ey­þórs­dótt­ir, íbúi í Grinda­vík, gagn­rýn­ir lána­stofn­an­ir harð­lega fyr­ir að bjóða Grind­vík­ing­um upp á fryst­ingu lána, sem fel­ur í sér að vext­ir og verð­bæt­ur falla á höf­uð­stól. „Þetta eru ekki kald­ar kveðj­ur til okk­ar sem horf­um inn í óviss­una, þetta er sví­virða,“ skrif­ar Sig­ríð­ur í blaða­grein um upp­lif­un sína af við­brögð­um banka við krísu Grind­vík­inga.

Kallar boð lánastofnana til Grindvíkinga „samfélagslega siðfirrt“
Hamfarir Þetta hús í Grindavík er auðsjáanlega illa farið vegna jarðsigs.

Grindvíkingurinn Sigríður María Eyþórsdóttir gagnrýnir lánastofnanir harðlega fyrir þau úrræði sem bankar og lífeyrissjóðir hafa boðið Grindvíkingum upp á varðandi húsnæðislán sín. Í aðsendri grein á Vísi segir hún að tilboð um frystingu húsnæðislána Grindvíkinga séu „falsörlætistilboð“ og „samfélagslega siðfirrt“, þar sem vextir og verðbætur safnist upp á meðan.

Kallar hún eftir því í greininni að Alþingi og samfélagið allt beiti sé fyrir því að lán Grindvíkinga verði fryst tafarlaust, án vaxta og verðbótasöfnunar. Í greininni segir hún frá því að hún sjálf borgi 420 þúsund á mánuði af húsi sínu í vexti og ef frysta þyrfti lánið í eitt ár myndi eign hennar rýrna um allt að fimm milljónir, sem síðan þyrfti að greiða vexti af í framhaldinu.

„Ég skora á stjórnaraðstöðuna, ég skora á alþingismenn alla, ég skora á kirkjuna, ég skora á verkalýðshreyfinguna, ég skora á félagasamtök, ég skora á almenning, ég skora á alla sem telja sig hafa sóma sem manneskjur að stöðva þetta ferli með öllu móti, hvort sem heldur er með mótmælum eða lagasetningum,“ segir Sigríður María í grein sinni, sem birtist á Vísi í morgun.

Hún segir að það sé „sár stund að átta sig á því að það væri skárri kostur að sjá eftir heimili sínu undir hraun eða ofan í gjótu, en að sjá það standa heilt“ en segir að hvernig sem fari virðist vera að Grindvíkingar muni missa heimili sín og lífsviðurværi, „annað hvort í gegnum forgarð helvítis“ eða þá að þau verði „gleypt af hinum skrímslunum í mynd bankastofnana“.

„Hér erum við Grindvíkingar, heimilislaus, í framtíðarótta. Sum hver, jafnvel mörg okkar, sjá fram á atvinnumissi, fjárhagslegt hrun og þurfa á sama tíma að framfleyta fjölskyldum á óöruggum og hagnaðardrifnum húsaleigumarkaði um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta eru ekki kaldar kveðju til okkar sem horfum inn í óvissuna, þetta er svívirða. Við húseigendur sem höfum varla haft bolmagn til að greiða af lánum okkar í þeim aðstæðum og vaxtahækkunum sem við höfum staðið frammi fyrir undanfarið, sjáum nú fram á það að í miðjum hörmungum verðum við endanlega slegin af,“ segir Sigríður María í greininni.

Þingmaður Flokks fólksins ræddi um samfélagsábyrgð bankanna

Heimildin sagði frá því í gær að fyrstu viðbrögð banka og nokkurra lífeyrissjóða við þeirri stöðu sem uppi er væri að bjóða Grindvíkingum upp á frystingu lána, sem felur í sér að ekki er greitt af lánum, en vextir og verðbætur bætast við höfuðstól.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins tók málið upp á þingi í gær og spurði þar meðal annars hvort engir af stjórnendum bankanna byggju yfir nokkurri sómakennd og hvort þeir fyndu aldrei fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni.

ÞingmaðurÁsthildur Lóa Þórsdóttir gagnrýndi banka landsins fyrir viðbrögð sín við vanda Grindvíkinga á þingi í gær.

„Frysting sem felur í sér að ekki er greitt af lánum en vextir og verðbætur bætast við höfuðstól, er verra en ekki neitt. Fólk stendur mikið verr að vígi að þessari frystingu lokinni en það gerir nú þegar, með skuld sem hefur hækkað og, í atburðum eins og þessum, jafnvel með óíbúðarhæfa eign sem hefur safnað á sig skuldum í vikur eða mánuði. Þetta var ein af „lausnunum“ sem fólki í vanda var beint í eftir hrun og það fór alltaf illa. Ef þetta tilboð bankanna sýnir fram á og staðfestir eitthvað, er það það að samkennd, sómakennd og samfélagsleg ábyrgð er ekki til hjá stjórnendum þeirra. Við sem samfélag eigum meira inni hjá bönkunum en þetta. Þeir verða einfaldlega að fella niður greiðslur á þessum lánum þar til mál taka að skýrast. Það væri smá bragur á því og í raun það minnsta sem þeir geta gert fyrir fólk í gríðarlega erfiðum aðstæðum,“ sagði þingmaðurinn í ræðu sinni, í umræðum um almannavarnaástandið á Reykjanesskaga.

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnúsdóttir skrifaði
    Hvílíkt og annað eins
    0
  • Ásta Jensen skrifaði
    Bankarnir eru alltaf að verja sig. Eru þið ekki búnir að græða nóg af íbúðareigendum. Þið hljótið að synda í peningum. Sleppið Grinvíkingum við afborganir í ár án frystingar. Þau þurfa að finna nýja vinnu. Hver getur borgað 450 þús krónur á mánuði á atvinnuleysisbótum
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    ÞETTA ERU BANKARNIR Í SINNI LJÓSUSTU MYND !!!!
    1
  • BK
    Breki Karlsson skrifaði
    Var sérstaklega hrifinn af greiningunni á tjónamynd Grindvíkinga.
    ."„annað hvort í gegnum forgarð helvítis“ eða þá að þau verði „gleypt af hinum skrímslunum í mynd bankastofnana“.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár