Valdís Ósk Sigríðardóttir bíður eftir eiginmanni sínum, með fullhlaðinn bíl og kerru. Með í för eru þrjú börn í aftursætinu, amma í framsætinu, sex hundar og fjórar hænur. Maðurinn er slökkviliðsmaður og er sem stendur að rýma bæinn. „Þeir eru niðri á elliheimili,“ útskýrir Valdís. Hann má ekki yfirgefa svæðið fyrr en rýming er afstaðin. Þá fara þau saman.
Ógnvekjandi aðstæður
Valdís Ósk er Grindvíkingur í húð og hár. Amma hennar, Þórunn Sigurðardóttir, fædd 1947, flutti hins vegar átján ára til Grindavíkur. Hún á tvær dætur, önnur er í Noregi og hin er búsett í Grindavík, rétt ókomin til hennar.
„Ég hef verið hræddari í dag en áður“
Dagurinn hefur tekið á. Skjálftarnir hafa verið margir og þeir hafa verið svo öflugir að hrunið hefur úr hillum og börnin finna fyrir óöryggi. Þegar þær urðu þess áskynja að Óskar litli væri orðinn dálítið hræddur reyndu …
Athugasemdir