Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Greinilegt að almenningi ofbýður

Reiði al­menn­ings gagn­vart átök­un­um á Gaza og við­brögð­um ís­lenskra stjórn­valda fer vax­andi að mati for­manns Ís­lands-Palestínu.

Greinilegt að almenningi ofbýður
Ísland-Palestína Hjálmtýr Heiðdal, formaður Íslands-Palestínu, á mótmælum fyrir utan ráðherrabústaðinn ásamt Sveini Rúnari Haukssyni, fyrrverandi formanni félagsins. Mynd: Alma Mjöll Ólafsdóttir

„Marga hryllir svo við þessu og fólk sem hefur kannski ekki tekið mikla afstöðu til þess áður tjáir sig við okkur. Það er greinilegt að almenningi ofbýður, sérstaklega eftir að Ísland sat hjá í þessari atkvæðagreiðslu og þær skýringar sem fólk gefur ekki mikið fyrir,“ segir Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Íslands-Palestínu.  

Vika er síðan fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum sat hjá við afgreiðslu allsherjarþingsins á ályktun þess efnis að koma á mannúðarvopnahléi á Gaza tafarlaust. Tillagan var lögð fram af Jórdönum. Kanada lagði fram breytingartillögu um að árás Hamas-samtakanna á ísraelska borgara yrði fordæmd samtímis. Á hana féllst meirihluti aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna ekki. Utanríkisráðuneytið segist hafa stutt tillögu Kanada og þar sem ekki hafi náðst samstaða um hana hafi Ísland setið hjá.

Loftárásir Ísraelshers halda áfram og í vikunni voru gerðar tvær loftárásir á flóttamannabúðir á Gaza. Börn eru stór hluti þeirra sem hafa látið lífið í átökunum. „Fórnarkostnaður stigmögnunar átaka á Gaza er mældur í lífum barna,“ sagði Catherine Russel, framkvæmdastjóri Unicef, á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á þriðjudag. Nefnd um réttindi barna á vegum Sameinuðu þjóðanna tekur í sama streng. „Það er enginn sigurvegari í stríði þar sem þúsundir barna eru drepin,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. 

„Þetta er stórt neyðarástand“

Ísland-Palestína hefur staðið fyrir þremur útifundum og tveimur mótmælastöðum við ráðherrabústaðinn til að krefjast viðbragða frá stjórnvöldum. Hjálmtýr segir kröfuna skýra: „Stuðningur við tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum. Þetta er stórt neyðarástand. Það deyr barn á tíu mínútna fresti. Mörg eru grafin undir rústunum og það er enginn búnaður, það er engin alþjóðleg hjálparsveit komin á staðinn, Ísraelar hindra það. Fólkið er með berum höndum og einhverjum skóflum að reyna að róta í rústunum og leita að ættingjum. Þetta er hroðalegt ástand. Stríðsglæpir í beinni útsendingu á hverri einustu mínútu. Og þetta versnar.“    

KyrrðarstundHátt í 2.000 manns tóku þátt í kertafleytingu til minningar um börn sem hafa látist í átökunum á Gaza.

Félagið stóð einnig fyrir kertafleytingu við Tjörnina á sunnudag þar sem hátt í 2.000 manns fleyttu kertum til minningar um börn sem hafa látist í átökunum. Nöfn barnanna, yfir 3.000 talsins, voru lesin upp. „Þetta var kyrrðarstund. Maður er búinn að sjá svo mikið af hrikalegum myndum af látnum börnum og særðum börnum sem er verið að hlaupa með inn í spítala sem eru undir hálfum afköstum. Það var mjög margt fólk þarna sem lýsti því hreinlega að það klökknaði við þessa tilhugsun,“ segir Hjálmtýr. 

Á sunnudag klukkan 14 mun Ísland-Palestína halda stórfund fyrir Palestínu í Háskólabíói undir yfirskriftinni: Vopnahlé strax! Auk Hjálmtýs munu Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty á Íslandi, Kolbrún Birna Bachmann, lögfræðingur og baráttukona, Viðar Þorsteinsson heimspekingur og Yousef Ingi Tamimi hjúkrunarfræðingur flytja ávörp. Ljóðalestur og tónlistaratriði munu einnig setja svip sinn á fundinn. „Við væntum þess að fylla bíóið. Reiði almennings er vaxandi,“ segir Hjálmtýr.

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.
Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu
Allt af létta

Yaz­an mjög verkj­að­ur eft­ir ör­fá­ar vik­ur án heil­brigð­is­þjón­ustu

Lík­am­lega van­líð­an­in sem Yaz­an Tamimi, 12 ára gam­all dreng­ur með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn duchenne, sem senda á úr landi, upp­lifði eft­ir ör­fárra vikna rof á heil­brigð­is­þjón­ustu í sum­ar sýn­ir hve lít­ið þarf til svo að drengn­um hraki, seg­ir formað­ur Duchenne á Ís­landi: „Þetta er mjög krí­tísk­ur tími.“
Ruglað saman við Höllu T. og drakk frítt allt kvöldið
Allt af létta

Rugl­að sam­an við Höllu T. og drakk frítt allt kvöld­ið

Anna Þóra Björns­dótt­ir vissi ekki hvað­an á sig stæði veðr­ið þeg­ar fólk fór að vinda sér upp að henni fyrr í maí og tjá henni að það ætl­aði að kjósa hana til for­seta Ís­lands. Svo átt­aði hún sig á því hvað væri í gangi, kjós­end­urn­ir héldu að þeir væru að tala við Höllu Tóm­as­dótt­ur for­setafram­bjóð­anda, ekki Önnu Þóru, eig­anda Sjáðu.

Mest lesið

Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
4
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.
Stefán Ólafsson
6
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Illugi Jökulsson
7
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár