Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Grafreitur þúsunda barna

Um fjög­ur þús­und palestínsk börn, hið minnsta, hafa dá­ið í loft­árás­um Ísra­els­hers síð­ustu fjór­ar vik­ur. Leita þarf hálfa öld aft­ur í tím­ann til að finna slík­an fjölda barna sem drep­in hafa ver­ið í stríði á svo skömm­um tíma. Um eitt þús­und börn eru tal­in vera föst und­ir rúst­um húsa. „Við er­um að verða vitni að stríðs­glæp­um af þeirri stærð­ar­gráðu sem ekki hafa sést áð­ur hér,“ seg­ir talskona palestínska Rauða hálf­mán­ans.

Grafreitur þúsunda barna
Meirihluti þeirra sem hafa dáið í árásunum á Gaza eru konur og börn Palestínski Rauði hálfmáninn segir að alþjóðasamfélagið verði að krefjast vopnahlés þannig að hægt sé að koma nauðsynjum til fórnarlamba árásanna á Gaza, leita að fólki sem sé grafið í rústum húsa og veita særðum og sjúkum læknismeðferð. Mynd: Ashraf Amra/AFP

Ég hef aldrei orðið vitni að jafn skelfilegri þjáningu. Alþjóðasamfélagið verður að krefjast vopnahlés þannig að hægt sé að koma nauðsynjum til fórnarlamba árásanna á Gaza. Þannig að hægt sé að leita að fólki sem er grafið í rústum húsa, þannig að hægt sé að veita særðum og sjúkum læknismeðferð. Enn sem komið er hafa þjóðir heims ekki brugðist við, horfa á hryllinginn úr fjarska með hendur í skauti. Gera ekki neitt.

Þetta segir Nebal Farsakh, talskona palestínska Rauða hálfmánans en hún var í Ramallah á Vesturbakkanum þegar Heimildin náði tali af henni. 

Árásir Ísraelshers síðustu vikur á Gaza eru með öllu fordæmalausar.
Við erum að verða vitni að stríðsglæpum af þeirri stærðargráðu sem ekki hafa sést áður hér fyrir botni Miðjarðarhafs.

 Hún segir að í gær, 2. nóvember, hafi verið staðfest að 3.648 börn, hið …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
  Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra Íslands er meðvirkur með stjórnvöldum í Ísrael sem fremja stríðsglæpi á Gaza. Ekki í mínu nafni!
  1
 • VM
  Viðar Magnússon skrifaði
  Allt innan alþjóðalaga segir Bjarni Jónsson alþingismaður Vinstri grænna
  1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár