Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Arctic Fish um laxaförgun í Tálknafirði: „Fiskivelferð í fyrirrúmi hjá okkur“

Arctic Fish á Ísa­firði seg­ist hafa fiski­vel­ferð í fyr­ir­rúmi eft­ir að birt­ar voru mynd­ir af sárug­um eld­islöx­um eft­ir lús í sjókví­um fyr­ir­tæk­is­ins í Tálkna­firði. Norsk­ur eig­andi Arctic Fish seg­ir að hækka þurfi stand­ar­dinn í rekstri Arctic Fish og kenn­ir stjórn­völd­um á Ís­landi að hluta til um tjón­ið vegna laxa­förg­un­ar­inn­ar.

Arctic Fish um laxaförgun í Tálknafirði: „Fiskivelferð í fyrirrúmi hjá okkur“
Fiskivelferð í fyrirrúmi í svari Arctic Fish segir að fiskivelferð sé í fyrirrúmi hjá fyrirtækinu. Myndin sýnir sáruga eldislaxa eftir laxalús og bakteríusmit í kví fyrirtækisins í Tálknafirði í lok síðustu viku. Mynd: Veiga Grétarsdóttir

Sjókvíaeldisfyrirtækið Arctic Fish segir að fyrirtækið hafi „fiskivelferð í fyrirrúmi“ í svari sínu við fréttaflutningi Heimildarinnar um lúsafaraldurinn og laxaförgunina hjá fyrirtækinu í Tálknafirði síðustu vikurnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu á Facebook. 

Þar segir meðal annars: „Við tökum þessari stöðu mjög alvarlega enda er fiskivelferð í fyrirrúmi hjá okkur. Ýmsar ástæður er fyrir því að þessi staða er komin upp og fara þarf vel í gegn um hvað má betur fara í þeim efnum. Fiskur sem tekinn er út fer til fóðurgerðar.“ Um og yfir milljón eldislaxar hafa drepist eða þeim hefur verið fargað hjá Arctic Fish og Arnarlaxi. 

Heimildin fjallaði um laxaförgunina hjá fyrirtækinu í gær en hún er án hliðstæðu í íslensku laxeldi. Karl Steinar Óskarsson hjá MAST sagði einfaldlega að enginn hefði séð svona ástand áður í íslensku sjókvíaeldi. Um er að ræða fyrsta skiptið sem slíkur lúsafaraldur kemur upp í íslensku laxeldi. 

„Slíkir atburðir geta komið upp í allri matarframleiðslu á dýrum, en það sem við sjáum hér er mjög gagnrýnivert og óásættanlegt.“
Svar Mowi við fréttum af laxaförguninni

Mowi vonar að standardinn hjá Arctic Fish hækki

Umfjöllunin um laxadauðann og -förgunina hjá Arctic Fish hefur vakið talsverða athygli, bæði á Íslandi og í Noregi. Ástæðan er meðal annars sú að Arctic Fish er í meirihlutaeigu norska laxeldisfyrirtækisins Mowi sem er stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi.

Norska stórblaðið Dagens Næringsliv fjallaði til dæmis um málið strax í gær og leitaði viðbragða hjá Mowi. Upplýsingafulltrúi Mowi, Ola Helge Hjetland, sagði þá við blaðið að því miður hefði komið upp „alvarlegur atburður“ hjá Arctic Fish. Orðrétt sagði Ola: „Slíkir atburðir geta komið upp í allri matarframleiðslu á dýrum, en það sem við sjáum hér er mjög gagnrýnivert og óásættanlegt.“

Í blaðinu kom fram að Mowi ynni að því að starfsemi Arctic Fish næði sama standardi og rekstur Mowi á öðrum stöðum þar sem félagið stundar sjókvíaeldi. 

Mowi kennir stjórnvöldum umStærsti eigandi Arctic Fish, norski laxeldisrisinn Mowi, kennir kerfinu á Íslandi um lúsafaraldurinn sem geisar hjá Arctic Fish. Stein Ove Tveiten er forstjóri Arctic Fish.

Mowi bendir á stjórnvöld á Íslandi

Þá sagði upplýsingafulltrúinn einnig að hluti ástæðunnar fyrir lúsafaraldrinum og laxadauðanum væri að finna hjá stjórnvöldum á Íslandi sem ekki hefðu sett nægilega góðar reglur svo eldisfyrirtækin geti brugðist við laxalús þegar hún kemur upp. „Auk þess eru reglurnar því miður þannig á Íslandi að sjókvíaeldisfyrirtækin geta ekki brugðist hratt og örugglega við bráðum vanda vegna laxalúsar. [...] Í framtíðinni þurfa opinberar stofnandir og laxeldisfyrirtækin að vinna saman til að búa til regluverk um viðbrögð við laxalúsavandamálum sem virkar,“ segir í svarinu sem Dagens Næringsliv birtir.  

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • FSK
    Fríða S. Kristinsdóttir skrifaði
    Það er hræðilegt að sjá laxana á þessum myndum.
    0
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    Þetta gengur ekki lengur,það er nokkurn veginn sama hvar Mowi kemur við
    sögu það eru alltaf mistök s.s. suður america, norður america o.sv.f.þetta er
    ekkert nytt það þarf engan norskan serfræðing til að sja þetta allt til i opinberum gögnum
    viða um heim.
    Hver rannsakar foðrið sem er buið til ur þessum milljonum laxa SEM ERU SYKTIR OG MIKIÐ AF EITUREFNUM ER BUIÐ AÐ STRA YFIR I GEGNUM ARIN?
    Hver borgar tjonið sem þetta eldi hefur a natturu ISLANDS.

    Eitt er klart að Mowe og fl. tapa engu" null" a þessum hörmungum.
    4
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    „Fiskivelferð í fyrirrúmi hjá okkur“

    En hvað með velferð og virðingu fyrir náttúrinni ?
    4
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Islensk stjórnvöld...Þessi er lúsugur í heilanum. Ætla að reyna að gera betur? Reyna?
    3
  • Ásta Jensen skrifaði
    Hvers konar dýraníð er það að vera með fiskeldi?
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár