Sveinn Geir Arnarson, skipstjóri frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar ÍS, var í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag dæmdur til að greiða Kjartani Ágústi Pálssyni, fyrrverandi háseta togarans, 400 þúsund krónur í miskabætur, fyrir að hafa með stórfelldu gáleysi stefnt heilsu Kjartans og velferð í hættu.
Kjartan Ágúst var einn 22 skipverja á Júlíusi sem veiktist af Covid um borð í októbertúr togarans árið 2020. Það vakti að vonum mikla athygli þegar í ljós kom að togarinn hafði verið að veiðum í rúmar þrjár vikur, í miðjum heimsfaraldri, og að skipverjar hafi hver af öðrum veikst, allt frá öðrum degi veiðiferðar til þess síðasta, án þess að farið hefði verið að lögum og leiðbeiningum yfirvalda um að færa togarann í land.
Kjartan Ágúst veiktist hastarlega um borð á fyrstu viku veiðiferðarinnar en þurfti engu að síður að halda út næstu rúmu tvær vikur, misveikur og við vinnu.
„Ég hef aldrei orðið svona veikur áður,“ …
Athugasemdir (1)