Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

„Útgerðin ætlaði að gera mig ábyrga“

Sús­anna Ást­valds­dótt­ir, yf­ir­lækn­ir á Heil­brigð­is­stofn­un Vest­fjarða, seg­ir það hafa ver­ið sér áfall að málsvörn skip­stjóra og út­gerð­ar Júlí­us­ar Geir­munds­son­ar ÍS hafi fal­ist í því að gera hana ábyrga fyr­ir mál­inu. Far­ið hafi ver­ið fram á að hún skrif­aði und­ir yf­ir­lýs­ingu með HG þar sem ætl­un­in var að hún axl­aði ábyrgð. Fyr­ir­tæk­ið hafi reynt að grafa und­an trausti á henni og sam­fé­lag­inu fyr­ir vest­an.

„Útgerðin ætlaði að gera mig ábyrga“
Stóð í ströngu vegna Covid Súsanna hafði í október 2020 staðið vaktina við fordæmalausar aðstæður sem umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. Þegar svo í ljós kom að togari útgerðarinnar HG hafði verið á sjó í þrjár vikur og smit og veikindi breiðst út, án þess að gripið væri inn í, fannst henni útgerðin spila ljótan leik, þegar gera átti hana ábyrga fyrir málinu. Mynd: HeilbrigðisstofnunVestfjarða

„Ég veit að ég vann mína vinnu og að ég var alveg skýr í samtali mínu við skipstjórann. Það kom mér því í mjög opna skjöldu þegar ég áttaði mig á því að málsvörn útgerðarinnar og skipstjórans gekk út á að gera mig ábyrga fyrir málinu,“ segir Súsanna Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum og yfirlæknir við Heilbrigðisstofnun Vesfjarða, í samtali við Stundina.

Hún segir málið hafa tekið á, enda hafi viðbrögð útgerðarinnar við málinu komið henni í opna skjöldu og komið ofan í margra mánaða álag sem hún og samstarfsfólk hennar hafa verið undir vegna Covid-faraldursins. Hún hafi aldrei haft ástæðu til að ætla annað en að símtal hennar við skipstjórann í upphafi veiðiferðarinnar yrði til annars en að hann færi í sýnatöku.

„Ég verð að geta treyst fólki. Þetta samtal í byrjun túrsins var alveg skýrt af minni hálfu; …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Ef ekki fyrir kvótakerfið þá hefði þetta mál aldrei komið upp. Fyrir daga þess voru skipstjórarnir sterkir persónuleikar sem létu útgerðina ekki segja sér fyrir verkum. Í dag er tíðin önnur, nánast hver sem er getur veitt skammtinn. Aflamenn sem slíkir þekkjast ekki í dag.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Martröðin á Júllanum

Opnaði sig um Covid-túr og hætti í mótmælaskyni
ViðtalMartröðin á Júllanum

Opn­aði sig um Covid-túr og hætti í mót­mæla­skyni

Sjón­varps­við­tal við Arn­ar Gunn­ar Hilm­ars­son, skip­verja á Júlí­usi Geir­munds­syni ÍS, vakti mikla at­hygli fyr­ir tveim­ur ár­um. Hann lýsti þar nöt­ur­legri mán­að­ar­langri sjó­ferð áhafn­ar­inn­ar, veikri af Covid. Arn­ar sagði upp störf­um í mót­mæla­skyni við fram­göngu út­gerð­ar­inn­ar stuttu seinna. Hann seg­ir nýj­ar upp­lýs­ing­ar styrkja sig í þeirri trú að áhöfn­in hafi ver­ið mis­not­uð af út­gerð­inni.
„Enn í þessum helvítis túr“
ÚttektMartröðin á Júllanum

„Enn í þess­um hel­vít­is túr“

Þrír fyrr­ver­andi skip­verja af Júlí­usi Geir­munds­syni und­ir­búa nú mál­sókn á hend­ur út­gerð og skip­stjóra vegna af­leið­inga Covid-smits og veik­inda sem fengu að grass­era um borð haust­ið 2020. Þeir glíma enn við eftir­köst­in. Út­gerð­in sögð hafa slopp­ið bil­l­ega og skip­stjór­inn tek­ið á sig sök­ina eft­ir að hafa sagt skip­verj­um að hann hafi ekki ráð­ið för.
„Þeir lugu að okkur í mánuð“
ÚttektMartröðin á Júllanum

„Þeir lugu að okk­ur í mán­uð“

Tveim­ur ár­um eft­ir al­ræmd­an Covid-túr frysti­tog­ar­ans Júlí­us­ar Geir­munds­son­ar ÍS glíma marg­ir úr áhöfn­inni enn við af­leið­ing­ar veik­ind­anna. Lög­reglu­skýrsl­ur, sjó­próf og sam­töl Stund­ar­inn­ar við fjölda skip­verja varpa ljósi á hvernig áhöfn­inni var ít­rek­að sagt ósatt með þeim af­leið­ing­um að mun fleiri veikt­ust. Gögn­in vekja líka spurn­ing­ar um hvers vegna dag­leg og ít­ar­leg sam­skipti skip­stjór­ans við út­gerð­ina voru ekki rann­sök­uð frek­ar.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu