Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

„Þeir lugu að okkur í mánuð“

Tveim­ur ár­um eft­ir al­ræmd­an Covid-túr frysti­tog­ar­ans Júlí­us­ar Geir­munds­son­ar ÍS glíma marg­ir úr áhöfn­inni enn við af­leið­ing­ar veik­ind­anna. Lög­reglu­skýrsl­ur, sjó­próf og sam­töl Stund­ar­inn­ar við fjölda skip­verja varpa ljósi á hvernig áhöfn­inni var ít­rek­að sagt ósatt með þeim af­leið­ing­um að mun fleiri veikt­ust. Gögn­in vekja líka spurn­ing­ar um hvers vegna dag­leg og ít­ar­leg sam­skipti skip­stjór­ans við út­gerð­ina voru ekki rann­sök­uð frek­ar.

„Þeir lugu að okkur í mánuð“

Tvö ár eru síðan frystitogarinn Júlíus Geirmundsson kom í land á Ísafirði eftir sögulega sjóferð. Af 25 manna áhöfn reyndust allir nema þrír hafa smitast af Covid þær rúmu þrjár vikur sem skipið hafði verið á sjó.

Smám saman fóru að kvisast út frásagnir af því hvernig skipverjar höfðu lagst veikir hver á fætur öðrum, og margir legið illa haldnir jafnvel svo dögum skipti. Á meðan hafi félagar þeirra reynt að halda vinnslunni um borð gangandi, veikir.

Allan túrinn var skipverjum ítrekað sagt að skipstjórinn væri í nær daglegu sambandi við lækni, sem segði enga hættu á ferðum. Veikindin væru flensa.  Við skýrslutökur hjá lögreglu kom hins vegar fram að einu daglegu samskipti skipstjórans í land voru við yfirmenn útgerðar skipsins, Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal. Skipstjórinn hefði einungis einu sinni rætt við lækni sem lýsti samtalinu með allt öðrum hætti.

Frásagnir af raunum skipverjanna vöktu hörð viðbrögð í …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jónína Óskarsdóttir Nína skrifaði
    Baráttukveðjur til áhafnarinnar, hræðilegt að svona geti gerst í dag!
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Takk fyrir að sýna okkur hvaða augum útgerðarmenn á Íslandi líta starfsfólkið hjá sér . Það er svo margt sem maður gæti sagt eftir lestur hér .
    5
    • Jón Aron skrifaði
      Það má ekki dæma allar útgerðir út frá einni sem leggur verðmæti ofar en heilsu áhafnar, hef unnið fyrir hg, þorbjörn, hb granda, samherja og svn...hg er sennilega sú alversta utgerð sem eg hef verið hjá.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Martröðin á Júllanum

Opnaði sig um Covid-túr og hætti í mótmælaskyni
ViðtalMartröðin á Júllanum

Opn­aði sig um Covid-túr og hætti í mót­mæla­skyni

Sjón­varps­við­tal við Arn­ar Gunn­ar Hilm­ars­son, skip­verja á Júlí­usi Geir­munds­syni ÍS, vakti mikla at­hygli fyr­ir tveim­ur ár­um. Hann lýsti þar nöt­ur­legri mán­að­ar­langri sjó­ferð áhafn­ar­inn­ar, veikri af Covid. Arn­ar sagði upp störf­um í mót­mæla­skyni við fram­göngu út­gerð­ar­inn­ar stuttu seinna. Hann seg­ir nýj­ar upp­lýs­ing­ar styrkja sig í þeirri trú að áhöfn­in hafi ver­ið mis­not­uð af út­gerð­inni.
„Útgerðin ætlaði að gera mig ábyrga“
FréttirMartröðin á Júllanum

„Út­gerð­in ætl­aði að gera mig ábyrga“

Sús­anna Ást­valds­dótt­ir, yf­ir­lækn­ir á Heil­brigð­is­stofn­un Vest­fjarða, seg­ir það hafa ver­ið sér áfall að málsvörn skip­stjóra og út­gerð­ar Júlí­us­ar Geir­munds­son­ar ÍS hafi fal­ist í því að gera hana ábyrga fyr­ir mál­inu. Far­ið hafi ver­ið fram á að hún skrif­aði und­ir yf­ir­lýs­ingu með HG þar sem ætl­un­in var að hún axl­aði ábyrgð. Fyr­ir­tæk­ið hafi reynt að grafa und­an trausti á henni og sam­fé­lag­inu fyr­ir vest­an.
„Enn í þessum helvítis túr“
ÚttektMartröðin á Júllanum

„Enn í þess­um hel­vít­is túr“

Þrír fyrr­ver­andi skip­verja af Júlí­usi Geir­munds­syni und­ir­búa nú mál­sókn á hend­ur út­gerð og skip­stjóra vegna af­leið­inga Covid-smits og veik­inda sem fengu að grass­era um borð haust­ið 2020. Þeir glíma enn við eftir­köst­in. Út­gerð­in sögð hafa slopp­ið bil­l­ega og skip­stjór­inn tek­ið á sig sök­ina eft­ir að hafa sagt skip­verj­um að hann hafi ekki ráð­ið för.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu