Lögmaður 23 fyrrum skipverja Samherjatogarans Heinaste í Namibíu hefur stefnt félagi Samherja og Agli Helga Árnasyni fyrrverandi framkvæmdastjóra Samherja í Namibíu, fyrir dóm. Þetta gerir hann til þess að freista þess að fá greiddar tæpar 20 milljónir íslenskra króna, sem umbjóðendum hans voru dæmdar vegna ólögmætrar uppsagnar í árslok 2018.
Dómari við félagsdóm í Namibíu úrskurðaði uppsögn mannanna ólögmæta í júní 2021. Skipverjarnir telja að eina ástæða uppsagnarinnar hafi verið sú að ráða í þeirra stað áhöfn á lakari kjörum. Dómari taldi að lög hefðu verið brotin við uppsögnina og greiða ætti mönnunum samtals 1,8 milljón namibískra dollara í bætur, um það bil 13 milljónir íslenskra króna.
Tveimur árum seinna hafa mennirnir …
Athugasemdir