Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ölgerðin skoðar að sækja skaðabætur - „Reiðarslag fyrir íslenska neytendur“

For­stjóri Öl­gerð­ar­inn­ar skoð­ar að sækja skaða­bæt­ur vegna ólög­mæts sam­ráðs Sam­skipa og Eim­skips, og kall­ar sam­ráð­ið svik við ís­lenska neyt­end­ur. Sam­skip voru á dög­un­um sekt­að um 4,2 millj­arða vegna þess. Skýrsla Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins hafi af­hjúp­að við­skipta­hætti sem séu Öl­gerð­inni óskilj­an­leg­ir.

Ölgerðin skoðar að sækja skaðabætur - „Reiðarslag fyrir íslenska neytendur“

„Þær upplýsingar sem fram komu í rannsókn Samkeppniseftirlitsins eru reiðarslag fyrir íslenska neytendur, svik við okkur sem einn stærsta viðskiptavin Eimskipa á þessum tíma, svik við viðskiptavini okkar og afhjúpar viðskiptahætti sem eru okkur algjörlega óskiljanlegir,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, í tilkynningu frá félaginu. 

Samkeppniseftirlitið lagði á dögunum 4,2 milljarða króna sekt á Eimskip vegna samráðsins. Fyrir tveimur árum gekkst Eimskip undir sátt þar sem viðurkennt var að hafa brotið gegn samkeppnislögum og greiddi sekt upp á 1,5 milljarð. 

Í tilkynningu frá Ölgerðinni er bent á að gögnum Samkeppniseftirlitsins komi meðal annars fram að þegar Ölgerðin gerði athugasemdir við verðhækkanir Eimskipa vegna flutningsþjónustu fyrir fyrirtækið árið 2009 og fór í framhaldinu í útboð um flutningana, hafi fyrirtækin tvö ekki aðeins haft samráð um málið, heldur hafi verið lagt fram sýndartilboð og verðið síðan hækkað enn frekar.

Stórfellt fjárhagslegt tjón

„Það er deginum ljósara að samráð skipafélaganna hefur valdið okkur og neytendum verulegum skaða og stórfelldu fjárhagslegu tjóni og við erum að skoða þann möguleika að sækja skaðabætur í ljósi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins,“ segir þar. 

Áratugur er liðinn síðan eftirlitið hóf að rannsaka brot fyrirtækjanna tveggja á samkeppnislögum. En atburðarásin hófst á hrunárinu 2008. Samkeppniseftirlitið gaf út nákvæma lýsingu á atburðum, brotum og afleiðingum þeirra í 15 bindum í gær. Um er að ræða þúsundir blaðsíðna af efni.

Samskip gagnrýnir niðurstöðuna

Samskip hafa gagnrýnt harðlega niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar hennar um að það hafi tekið þau þrettán ár að „teikna upp fullkomlega ranga mynd af rekstri Samskipa og ætluðu samráði við Eimskip“. Þar var því einnig hafnað að forstjórum fyrirtækjanna væri vel til vina en í skýrslunni sagði til að mynda að þeir hefðu tilheyrt sama vinahópi og farið saman í golf og utanlandsferðir.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samráð skipafélaga

Samfélagslegt tjón af samráði skipafélaganna metið á 62 milljarða
FréttirSamráð skipafélaga

Sam­fé­lags­legt tjón af sam­ráði skipa­fé­lag­anna met­ið á 62 millj­arða

Kostn­að­ur ís­lensks sam­fé­lags vegna ólög­legs sam­ráðs Eim­skips og Sam­skipa er met­inn 62 millj­arð­ar króna í nýrri grein­ingu Ana­lytica. Stærst­ur hlut­inn er sagð­ur hafa lent á neyt­end­um vegna hærri kostn­að­ar á inn­flutt­um vör­um og þeim sem skulda verð­tryggð lán. „Dýr­keypt og hrika­leg að­för að neyt­end­um,“ seg­ir formað­ur Neyt­enda­sam­tak­anna.
Pálmar neitar að víkja - FME bað um breyttar reglur 2019
FréttirSamráð skipafélaga

Pálm­ar neit­ar að víkja - FME bað um breytt­ar regl­ur 2019

Sú furðu­lega staða er nú uppi í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs­ins Birtu að þar sit­ur stjórn­ar­formað­ur sem nýt­ur hvorki stuðn­ings at­vinnu­rek­enda, sem skip­uðu hann í stjórn, eða laun­þega sem skipa hinn helm­ing stjórn­ar­inn­ar. SA seg­ir regl­ur banna að hann verði rek­inn. FME bað um að þeim yrði breytt fyr­ir nokkr­um ár­um, án ár­ang­urs.
SA segist ekki mega reka Pálmar sem neitar að hætta
FréttirSamráð skipafélaga

SA seg­ist ekki mega reka Pálm­ar sem neit­ar að hætta

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins telja sér óheim­ilt að víkja Pálm­ari Óla Magnús­syni full­trúa úr stjórn­ar­for­manns­stóli líf­eyr­is­sjóðs­ins Birtu og hafa ósk­að eft­ir því að FME end­ur­skoði hæfi hans eft­ir að Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið lýsti hon­um sem lyk­il­manni í ólög­legu sam­ráði skipa­fé­lag­anna. Pálm­ar hef­ur sjálf­ur neit­að að víkja.
Mútur og samráð í skipaflutningi með dagblaðapappír
FréttirSamráð skipafélaga

Mút­ur og sam­ráð í skipa­flutn­ingi með dag­blaðapapp­ír

Sam­skip er sagt hafa greitt kanadísk­um miðl­ara mút­ur gegn því að dag­blaðapapp­ír fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki væri flutt­ur með Sam­skip­um. Þetta kem­ur fram í skýrslu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um sam­ráð skipa­fé­lag­anna þar sem rak­ið er hvernig greiðsl­un­um var hald­ið leynd­um fyr­ir inn­flytj­end­um hér á landi. Sam­skip og miðl­ar­inn neita.
Lykilmaður í samráði víkur ekki úr stjórn lífeyrissjóðs
FréttirSamráð skipafélaga

Lyk­il­mað­ur í sam­ráði vík­ur ekki úr stjórn líf­eyr­is­sjóðs

Fyrr­ver­andi for­stjóri Sam­skipa, Pálm­ar Óli Magnús­son, sem lýst er sem arki­tekt og lyk­il­manni í sam­ráðs­brot­um fyr­ir­tæk­is­ins í úr­skurði Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, ætl­ar ekki að víkja úr stjórn­ar­for­manns­stóli eins stærsta líf­eyr­is­sjóðs lands­ins. Hann var skip­að­ur í stjórn nokkr­um dög­um áð­ur en hann var yf­ir­heyrð­ur vegna gruns um lög­brot­in. SA með skip­an hans til skoð­un­ar.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár