Fréttamál

Samráð skipafélaga

Greinar

Samfélagslegt tjón af samráði skipafélaganna metið á 62 milljarða
FréttirSamráð skipafélaga

Sam­fé­lags­legt tjón af sam­ráði skipa­fé­lag­anna met­ið á 62 millj­arða

Kostn­að­ur ís­lensks sam­fé­lags vegna ólög­legs sam­ráðs Eim­skips og Sam­skipa er met­inn 62 millj­arð­ar króna í nýrri grein­ingu Ana­lytica. Stærst­ur hlut­inn er sagð­ur hafa lent á neyt­end­um vegna hærri kostn­að­ar á inn­flutt­um vör­um og þeim sem skulda verð­tryggð lán. „Dýr­keypt og hrika­leg að­för að neyt­end­um,“ seg­ir formað­ur Neyt­enda­sam­tak­anna.
Pálmar neitar að víkja - FME bað um breyttar reglur 2019
FréttirSamráð skipafélaga

Pálm­ar neit­ar að víkja - FME bað um breytt­ar regl­ur 2019

Sú furðu­lega staða er nú uppi í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs­ins Birtu að þar sit­ur stjórn­ar­formað­ur sem nýt­ur hvorki stuðn­ings at­vinnu­rek­enda, sem skip­uðu hann í stjórn, eða laun­þega sem skipa hinn helm­ing stjórn­ar­inn­ar. SA seg­ir regl­ur banna að hann verði rek­inn. FME bað um að þeim yrði breytt fyr­ir nokkr­um ár­um, án ár­ang­urs.
SA segist ekki mega reka Pálmar sem neitar að hætta
FréttirSamráð skipafélaga

SA seg­ist ekki mega reka Pálm­ar sem neit­ar að hætta

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins telja sér óheim­ilt að víkja Pálm­ari Óla Magnús­syni full­trúa úr stjórn­ar­for­manns­stóli líf­eyr­is­sjóðs­ins Birtu og hafa ósk­að eft­ir því að FME end­ur­skoði hæfi hans eft­ir að Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið lýsti hon­um sem lyk­il­manni í ólög­legu sam­ráði skipa­fé­lag­anna. Pálm­ar hef­ur sjálf­ur neit­að að víkja.
Mútur og samráð í skipaflutningi með dagblaðapappír
FréttirSamráð skipafélaga

Mút­ur og sam­ráð í skipa­flutn­ingi með dag­blaðapapp­ír

Sam­skip er sagt hafa greitt kanadísk­um miðl­ara mút­ur gegn því að dag­blaðapapp­ír fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki væri flutt­ur með Sam­skip­um. Þetta kem­ur fram í skýrslu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um sam­ráð skipa­fé­lag­anna þar sem rak­ið er hvernig greiðsl­un­um var hald­ið leynd­um fyr­ir inn­flytj­end­um hér á landi. Sam­skip og miðl­ar­inn neita.
Lykilmaður í samráði víkur ekki úr stjórn lífeyrissjóðs
FréttirSamráð skipafélaga

Lyk­il­mað­ur í sam­ráði vík­ur ekki úr stjórn líf­eyr­is­sjóðs

Fyrr­ver­andi for­stjóri Sam­skipa, Pálm­ar Óli Magnús­son, sem lýst er sem arki­tekt og lyk­il­manni í sam­ráðs­brot­um fyr­ir­tæk­is­ins í úr­skurði Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, ætl­ar ekki að víkja úr stjórn­ar­for­manns­stóli eins stærsta líf­eyr­is­sjóðs lands­ins. Hann var skip­að­ur í stjórn nokkr­um dög­um áð­ur en hann var yf­ir­heyrð­ur vegna gruns um lög­brot­in. SA með skip­an hans til skoð­un­ar.
ASÍ segir samráðið til marks um „sjúklegt hugarfar spillingar og græðgi“
FréttirSamráð skipafélaga

ASÍ seg­ir sam­ráð­ið til marks um „sjúk­legt hug­ar­far spill­ing­ar og græðgi“

Stærsta fjölda­hreyf­ing launa­fólks í land­inu seg­ir sam­ráð Eim­skips og Sam­skipa vera sam­særi gegn al­menn­ingi í land­inu. Sami al­menn­ing­ur muni lík­lega að greiða 4,2 millj­arða króna sekt Sam­skipa þar sem það verði ekki gert með lægri arð­sem­is­kröf­um, lækk­un of­ur­launa eða upp­sögn­um þeirra sem skipu­lögðu sam­sær­ið.
Ölgerðin skoðar að sækja skaðabætur - „Reiðarslag fyrir íslenska neytendur“
FréttirSamráð skipafélaga

Öl­gerð­in skoð­ar að sækja skaða­bæt­ur - „Reið­arslag fyr­ir ís­lenska neyt­end­ur“

For­stjóri Öl­gerð­ar­inn­ar skoð­ar að sækja skaða­bæt­ur vegna ólög­mæts sam­ráðs Sam­skipa og Eim­skips, og kall­ar sam­ráð­ið svik við ís­lenska neyt­end­ur. Sam­skip voru á dög­un­um sekt­að um 4,2 millj­arða vegna þess. Skýrsla Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins hafi af­hjúp­að við­skipta­hætti sem séu Öl­gerð­inni óskilj­an­leg­ir.
Þurfti að vernda stöðu Samskipa sem „cash cow“ í kjölfar veðkalla vegna Kaupþingsbréfa
ÚttektSamráð skipafélaga

Þurfti að vernda stöðu Sam­skipa sem „cash cow“ í kjöl­far veðkalla vegna Kaupþings­bréfa

Ólaf­ur Ólafs­son eign­að­ist Sam­skip á skraut­leg­an hátt á tí­unda ára­tugn­um og varð síð­ar næst stærsti ein­staki eig­andi Kaupþings­banka. Snemma á ár­inu 2008 var hann í mikl­um vand­ræð­um vegna veðkalla sem leiddu til þess að Kaupþing þurfti að taka á sig mark­aðs­áhættu af bréf­um Ól­afs. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið rek­ur upp­haf sam­ráðs Sam­skipa og Eim­skip til þessa tíma.
Sagðist hata forstjórann sem hann átti í ólöglegu samráði við
FréttirSamráð skipafélaga

Sagð­ist hata for­stjór­ann sem hann átti í ólög­legu sam­ráði við

„Það er svona hat­ur meira held­ur en eitt­hvað ann­að sko,“ sagði Gylfi Sig­fús­son, þá­ver­andi for­stjóri Eim­skips þeg­ar Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið spurði hann um tengsl hans við Ás­björn Gísla­son, þá­ver­andi for­stjóra Sam­skipa. Samt höfðu þeir fé­lag­ar spil­að sam­an golf, veitt, far­ið í skemmti­ferð­ir til út­landa og Gylfi jafn­vel „man­að“ Ás­björn til þess að mæta á fjöltefli. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið lagði hæstu sekt sína frá upp­hafi á Sam­skip í gær vegna ólög­mæts sam­ráðs fyr­ir­tækj­anna tveggja.
Samkeppniseftirlitið sektar Samskip um 4,2 milljarða
FréttirSamráð skipafélaga

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið sekt­ar Sam­skip um 4,2 millj­arða

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hef­ur ákveð­ið að leggja 4,2 millj­arða króna stjórn­valds­sekt­ir á Sam­skip, vegna sam­ráðs við Eim­skip á fyrsta og öðr­um ára­tug ald­ar­inn­ar. Sam­an­lagt er um að ræða lang­hæstu sekt­ar­ákvarð­an­ir sem Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hef­ur lagt á eitt fyr­ir­tæki vegna rann­sókn­ar eins máls. Sam­skip ætl­ar ekki að una nið­ur­stöð­unni.

Mest lesið undanfarið ár