Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

SA segist ekki mega reka Pálmar sem neitar að hætta

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins telja sér óheim­ilt að víkja Pálm­ari Óla Magnús­syni full­trúa úr stjórn­ar­for­manns­stóli líf­eyr­is­sjóðs­ins Birtu og hafa ósk­að eft­ir því að FME end­ur­skoði hæfi hans eft­ir að Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið lýsti hon­um sem lyk­il­manni í ólög­legu sam­ráði skipa­fé­lag­anna. Pálm­ar hef­ur sjálf­ur neit­að að víkja.

SA segist ekki mega reka Pálmar sem neitar að hætta
Neitar að hætta Pálmar Óli Magnússon ætlar ekki að víkja úr stjórnarformannsstóli Birtu Lífeyrissjóðs, jafnvel þótt launþegar í sjóðnum hafi skorað á hann að gera það og Samtök Atvinnulífsins, sem skipuðu hann í stjórnina, virðist ekki treysta honum lengur, en beri fyrir sig að mega ekki víkja honum.

Samtök atvinnulífsins (SA) hafa frá því 6. september síðastliðinn „haft til skoðunar“ hvort nýjar upplýsingar um þátt Pálmars Óla Magnússonar í stórfelldum samkeppnisbrotum skipafélaganna hefðu áhrif á setu hans í stjórn lífeyrissjóðsins Birtu. Pálmar situr þar og gegnir formennsku stjórnar, sem fulltrúi SA.

Niðurstaðan virðist sú að SA geti ekki hróflað við sínum eigin fulltrúa í stjórninni á milli aðalfunda lífeyrissjóðsins á meðan hann neitar sjálfur að víkja sæti. SA hefur því óskað eftir því að Fjármálaeftirlitið meti hæfi Pálmars til setu í stjórninni.

„Fjármálaeftirlitið hefur verið upplýst og brýnt er að eftirlitið hraði sínu mati“
Svar framkvæmdastjóra SA
við fyrirspurn Heimildarinnar um stöðu Pálmars Óla Magnússonar sem fulltrúa SA í stjórn lífeyrissjóðsins Birtu.

Pálmar Óli, sem í dag starfar sem framkvæmdastjóri hreingerningafyrirtækisins Daga ehf,. er fyrrverandi framkvæmdastjóri og síðar forstjóri Samskipa, og sagður lykilmaður í ólöglegu samráði skipafélaganna, í úrskurði Samkeppniseftirlitsins sem sektaði Samskip um 4,2 milljarða króna …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samráð skipafélaga

Pálmar neitar að víkja - FME bað um breyttar reglur 2019
FréttirSamráð skipafélaga

Pálm­ar neit­ar að víkja - FME bað um breytt­ar regl­ur 2019

Sú furðu­lega staða er nú uppi í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs­ins Birtu að þar sit­ur stjórn­ar­formað­ur sem nýt­ur hvorki stuðn­ings at­vinnu­rek­enda, sem skip­uðu hann í stjórn, eða laun­þega sem skipa hinn helm­ing stjórn­ar­inn­ar. SA seg­ir regl­ur banna að hann verði rek­inn. FME bað um að þeim yrði breytt fyr­ir nokkr­um ár­um, án ár­ang­urs.
Mútur og samráð í skipaflutningi með dagblaðapappír
FréttirSamráð skipafélaga

Mút­ur og sam­ráð í skipa­flutn­ingi með dag­blaðapapp­ír

Sam­skip er sagt hafa greitt kanadísk­um miðl­ara mút­ur gegn því að dag­blaðapapp­ír fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki væri flutt­ur með Sam­skip­um. Þetta kem­ur fram í skýrslu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um sam­ráð skipa­fé­lag­anna þar sem rak­ið er hvernig greiðsl­un­um var hald­ið leynd­um fyr­ir inn­flytj­end­um hér á landi. Sam­skip og miðl­ar­inn neita.
Lykilmaður í samráði víkur ekki úr stjórn lífeyrissjóðs
FréttirSamráð skipafélaga

Lyk­il­mað­ur í sam­ráði vík­ur ekki úr stjórn líf­eyr­is­sjóðs

Fyrr­ver­andi for­stjóri Sam­skipa, Pálm­ar Óli Magnús­son, sem lýst er sem arki­tekt og lyk­il­manni í sam­ráðs­brot­um fyr­ir­tæk­is­ins í úr­skurði Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, ætl­ar ekki að víkja úr stjórn­ar­for­manns­stóli eins stærsta líf­eyr­is­sjóðs lands­ins. Hann var skip­að­ur í stjórn nokkr­um dög­um áð­ur en hann var yf­ir­heyrð­ur vegna gruns um lög­brot­in. SA með skip­an hans til skoð­un­ar.
ASÍ segir samráðið til marks um „sjúklegt hugarfar spillingar og græðgi“
FréttirSamráð skipafélaga

ASÍ seg­ir sam­ráð­ið til marks um „sjúk­legt hug­ar­far spill­ing­ar og græðgi“

Stærsta fjölda­hreyf­ing launa­fólks í land­inu seg­ir sam­ráð Eim­skips og Sam­skipa vera sam­særi gegn al­menn­ingi í land­inu. Sami al­menn­ing­ur muni lík­lega að greiða 4,2 millj­arða króna sekt Sam­skipa þar sem það verði ekki gert með lægri arð­sem­is­kröf­um, lækk­un of­ur­launa eða upp­sögn­um þeirra sem skipu­lögðu sam­sær­ið.
Ölgerðin skoðar að sækja skaðabætur - „Reiðarslag fyrir íslenska neytendur“
FréttirSamráð skipafélaga

Öl­gerð­in skoð­ar að sækja skaða­bæt­ur - „Reið­arslag fyr­ir ís­lenska neyt­end­ur“

For­stjóri Öl­gerð­ar­inn­ar skoð­ar að sækja skaða­bæt­ur vegna ólög­mæts sam­ráðs Sam­skipa og Eim­skips, og kall­ar sam­ráð­ið svik við ís­lenska neyt­end­ur. Sam­skip voru á dög­un­um sekt­að um 4,2 millj­arða vegna þess. Skýrsla Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins hafi af­hjúp­að við­skipta­hætti sem séu Öl­gerð­inni óskilj­an­leg­ir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár