Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Birna fær laun í tólf mánuði – Starfslokin kosta 56,6 milljónir

Ís­lands­banki hef­ur loks birt upp­lýs­ing­ar um kostn­að vegna starfs­loka fyrr­ver­andi banka­stjóra bank­ans. Birnu Ein­ars­dótt­ur var sagt upp eft­ir að Ís­lands­banki við­ur­kenndi lög­brot og borg­aði 1,2 millj­arða króna í sekt.

Birna fær laun í tólf mánuði – Starfslokin kosta 56,6 milljónir
Hætt Birnu Einarsdóttur var sagt upp á næturfundi í lok síðasta mánaðar. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Birna Einarsdóttir fær laun í tólf mánuði eftir að henni var sagt upp sem bankastjóra Íslandsbanka í síðasta mánuði. Alls nemur gjaldfærður kostnaður bankans vegna laun og hlunninda i tengslum við starfslok hennar 56,6 milljónum króna, eða 4,7 milljónir króna að meðaltali á mánuði. Til viðbótar viðheldur Birna réttindum varðandi orlof og lífeyrissjóðsgreiðslur á því tímabili. 

Frá þessu er greint í gögnum sem birt hafa verið á vef Íslandsbanka vegna hluthafafundar sem bankinn mun halda 28. júlí næstkomandi. Upplýsingarnar koma fram í svörum við spurningum sem hluthafar hafa sett fram. Birna var með 59,8 milljónir króna í heildarlaun á árinu 2022. Inni í þeirri tölu voru þó líka það mótframlag sem bankinn greiddi í lífeyrissjóð fyrir hana. 

Stjórn Íslandsbanka gerði starfslokasamning við Birnu í lok síðasta mánaðar en hafði ekki viljað greina frá innihaldi hans þrátt fyrir beiðnir þar um, meðal annars frá fjárlaganefnd Alþingis. 

Í upplýsingunum sem birtar hafa verið á heimasíðu Íslandsbanka segir að samningurinn sem gerður var við Birnu um starfslok hafi verið í fullu samræmi við ráðningarsamning hennar, og rúmast innan starfskjarastefnu bankans sem samþykkt var á síðasta aðalfundi og gildandi lög um fjármálafyrirtæki. „Ráðningarsamningurinn kvað á um tólf mánaða uppsagnarfrest og er gjaldfærsla vegna launa og hlunninda 56,6 milljónir króna. Fara þær greiðslur fram mánaðarlega yfir tólf mánaða tímabil í formi launagreiðslna. Fyrrverandi bankastjóri viðheldur auk þess réttindum varðandi orlof og lífeyrissjóðsgreiðslur á því tímabili. Önnur ákvæði eru jafnframt stöðluð og í samræmi við ráðningarsamning og viðeigandi kjarasamninga.“

Birna er einn þriggja stjórnenda Íslandsbanka sem misstu starfið eftir að sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands, vegna umfangsmikilla lögbrota í tengslum við útboð á hlut í honum í mars í fyrra, var birt í síðasta mánuði. Samkvæmt sáttinni var Íslandsbanka gert að greiða tæplega 1,2 milljarða króna í sekt. Það er rúmlega þrettán sinnum hærri sekt en sú næst hæsta sem eftirlitið hefur áður lagt á fjármálafyrirtæki.

Stjórn Íslandsbanka boðaði formlega til hluthafafundar fyrir nokkrum vikum. Sá fundur mun fara fram 28. júlí og á dagskrá verður sáttin sem bankinn gerði við fjármálaeftirlitið og viðbrögð Íslandsbanka við henni, sem hafa verið harðlega gagnrýnd. Þá verður stjórnarkjör á dagskrá en þegar liggur fyrir að þrír stjórnarmenn hafa verið settir af, meðal annars Finnur Árnason sem er stjórnarformaður bankans.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Það er furðulegt a Islandi kvað svokölluð Ofurlaun eru Brjalæðislea ha 60 Miljonir fyrir það sem telst mistök i starfi, skemst er að minnast er Skeljungur---Orkan reði Forstjora sem fær 20 miljonir a manuði, taka ma otal dæmi Bæjarstjorar fa ofur laun þegar Skuringa Konur fa Sultar laun. Þott folk geri mistök i starfi þa breytir það engu.
    Hrægamarnir ur Hruninu 2008 eru komnir a stja og fa að Kaupa eigur Almenings
    Kvenar mun hin Kvalda Lalauna stett sem hefur Sultar Laun sem duga ekki lengur Risa upp og mæta a Austurvöll og Reka þessa Rikistjorn Burt. I septenber er timin Mælirinn er fullur. Þetta var gert efir Hrun, Glæpamennirnir sem settu Island a hausin sögðu Guð Blessi Island. Engin var settur i Fangelsi þa. Folk i MASSA VIS misti sinar eignir i Keflavik atti Ybuðalana Sjoður Flest Hus vað Hringbraut TD. Sama var viðar Sparisjoðir fellu og voru Rændir Glitnir fell. Sukk og Svinari og Þjofnaður um bjartan dag. Hrægammarnir eru mættir aftur til leyks. Ekki með Hauspoka Nei þeir kunna ekki að skamast sin.
    Island er spilt Land 1 það spiltasta i Evropu. Þegar Þessi Rikistjorn Hröklast fra Væri best að minda Utanþingstjorn. Eins og Vilhjalmur Þor gerði eftir ww2. Eitkvað þarf að breitast.
    0
  • Elmar Þórðarson skrifaði
    Bananalýðveldið Ísland.
    1
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    þAÐ ER EITTHVAÐ I ÞESSU SEM EG SKIL EKKI.LÖGBROTIN,INNHERJA VIÐSKIPTI OG SVO MA TELJA SVO MARGT FL..
    A ÞESSI KONA AÐ FA 52000000 PLUS FYRIR "VEL" UNNIN STÖRF NEI ÞAÐ ATTI AÐ REKA HANA
    STRAX ÞEGAR 18000000 HURFU A SINUM TIMA.
    BIRNA VERTU HEIÐARLEG AFÞAKKAÐU SVONA GJÖRNINGA SYNDU DJÖFUNG.
    REIKNAÐU UT HVAÐ ÞESSIR PENINGAR ERU MÖRG ARSLAUN VERKAKOLKS.

    AÐ SIÐUSTU ÆTLA EG AÐ FA STARFSLOKASAMNING HJA TRYGGINGASTOFUN !!
    2
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi föður sínum hlut í ríkisbanka með afslætti.

    Í nágrannalöndunum væri stjórnmálaferli hans þess vegna lokið.

    Þar vilja stjórnmálaflokkarnir ekki hafa slíka dela í forsvari.
    5
  • Guðjon Eiríksson skrifaði
    Verður er verkamaður launa sinna
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu