Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Tröllasögur sagðar um tengsl Jóns Guðna við Bjarna

Þrátt fyr­ir að hafa báð­ir spil­að fót­bolta með Stjörn­unni í meist­ara­flokki lágu leið­ir Jóns Guðna Óm­ars­son­ar banka­stjóra Ís­lands­banka og Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra ekki sam­an á gras­inu.

Tröllasögur sagðar um tengsl Jóns Guðna við Bjarna
Spiluðu aldrei saman Meiðsli Bjarna Benediktssonar komu í veg fyrir að hann og Jón Guðni næðu að leika saman fyrir Stjörnuna. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Í eftirleik útboðs hlutar ríkisins í Íslandsbanka, ekki síst eftir að sátt bankans við Fjármálaeftirlitið var gerð opinber, fóru ýmsir orðrómar á kreik um tengsl og spillingu. Þannig barst Heimildinni fjöldi ábendinga um meint náin tengsl Jóns Guðna við Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Byggðu þær ábendingar helst á því að þeir Jón Guðni og Bjarni hefðu verið samherjar í meistaraflokki Stjörnunnar í knattspyrnu og leikið þar saman á tíunda áratugnum.

Þetta er hins vegar mjög ofsögum sagt. Vissulega léku bæði Jón Guðni og Bjarni með Stjörnunni, Bjarni 73 leiki í allt. Leikir Jóns Guðna urðu hins vegar aðeins fjórir, tveir sumarið 1995 í 2. deild Íslandsmótsins og tveir sumarið eftir, í Sjóvá-Almennra deildinni. Síðustu leikir Bjarna voru hins vegar í Trópí-deildinni árið 1994, enda lenti hann í alvarlegum meiðslum það ár. Í leik gegn KR lenti hann í harðri tæklingu sem olli því að hann lék ekki framar fótbolta, þó hann hafi sumarið eftir, 1995, verið í hópi Stjörnunnar enda Bjarni þá enn að vonast eftir því að jafna sig af meiðslunum. Það gerðist hins vegar ekki.

Spurður hvort hann hafi heyrt af þessum kenningum, um hin miklu meintu tengsl sín við Bjarna, svarar Jón Guðni því glottandi til að það hafi hann ekki gert. „Nei, þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri þessa tengingu. Mér finnst þetta mjög skemmtilegar pælingar, hann er held ég 6 eða 7 árum eldri en ég, þannig að ég held að ég hafi aldrei mætt á eina æfingu með honum.“ Þess má geta að Jón Guðni er fæddur 1976 en Bjarni árið 1970.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Baldur Gudmundsson skrifaði
    Bjarni er helvíti klár karl sem veit sínu viti. Honum verður ekki haggað!
    0
  • Sigga Svanborgar skrifaði
    Hér veldur Heimildin pínu vonbrigðum......auðvitað eru einhver tengsl og eða virðing og aðdáun í fjarska.....Fámenna Íslands elítan mun alltaf finna sér leið....
    1
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    *******************************************************************
    Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi föður sínum hlut í ríkisbanka með afslætti.

    Í nágrannalöndunum væri stjórnmálaferli hans þess vegna lokið.

    Þar vilja stjórnmálaflokkarnir ekki hafa slíka menn í forsvari.
    *******************************************************************
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár