Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ekki spenntur fyrir „blautum hádegisverðum“

Jón Guðni Óm­ars­son banka­stjóri Ís­lands­banka seg­ir vert að skoða kunn­ingjakúltúr og frænd­hygli í ís­lenska fjár­mála­kerf­inu, sem hluta af end­ur­skoð­un á áhættu­menn­ingu.

Ekki spenntur fyrir „blautum hádegisverðum“
Telur kunningjakúltúr til staðar víða Jón Guðni segist telja að kunningjakúltur sé til staðar á ýmsum stöðum í íslensku samfélagi. Það geri smæð landsins og náin tengsl. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Kunningjakúltúr er til staðar í íslensku fjármálkerfi og mikilvægt er að sporna við honum. Viðhafa þarf eins mikla fagmennsku og unnt er, segir Jón Guðni Ómarsson, nýr bankastjóri Íslandsbanka. Jón Guðni kannast við að hafa heyrt af því að viðskiptasamningar séu ræddir, og jafnvel gerðir, yfir hádegisverðum þar sem vín er haft um hönd. Sjálfur hefur hann hins vegar ekki farið í slíkan „blautan hádegisverð“.

Í viðtali við Heimildina sagði Birna Einarsdóttir, forveri Jóns Guðna á bankastjórastóli,  að menning innan fjármálakerfisins yrði að breytast. Innan kerfisins væru hins vegar ákveðin öfl sem vildu alls ekki breytingu á ríkjandi kúltúr, kunningjakúltúr og nepotisma sem væri til staðar til að mynda. Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins varðandi sátt Íslandsbanka sást þannig hvernig maður gekk undir manns hönd við að redda kunningjum sínum um stöðu fagfjárfesta til að geta tekið þátt í útboðinu. Þannig hófust tölvupóstar meðal annars á orðunum „Sælir strákar, gaman að hitta ykkur í dag,“ og í framhaldinu var viðtakendum leiðbeint sérstaklega um það hvernig þeir ættu að bera sig að við að verða fagfjárfestar.

Getur verið vandamál

Spurður hvort hann sé því sammála að innan fjármálageirans á Íslandi grasseri ómenning í þessum efnum og hvort þarft sé að taka á því, svarar Jón Guðni því til að slíkur kúltúr sé væntanlega til staðar víðar. „Ísland er náttúrlega lítið land þar sem allir þekkja alla, þannig að slíkur kúltúr held ég að sé nú á ýmsum stöðum. Klárlega er hann til staðar að einhverju marki innan fjármálakerfisins líka og það held ég að sé einmitt hluti af þessari áhættumenningu sem er vert að skoða, hvort það sé eitthvað sem hafi áhrif þar.“

Hvernig sérðu þá fyrir þér að verði hægt að girða fyrir frændhygli og kunningjakúltúr í fjármálakerfinu?

„Það er stór spurning. Ég held að ég geti nú bara svarað fyrir sjálfan mig og Íslandsbanka. Það sem við viljum gera til að styrkja okkar áhættumenningu er að fara í þessi úrbótaverkefni sem við erum með í gangi og erum með erlenda ráðgjafa til að hjálpa okkur í því. Þannig að við getum heyrt hvernig best er farið með þessa þætti þar, það eru náttúrlega hins vegar stærri lönd og öðruvísi umhverfi. Það er það fyrsta. Svo er það sem er kallað tónninn að ofan, það er mjög mikilvægt að hann sé skýr hvað þetta varðar.“

Þú þekkir þetta sem sagt og þú telur þörf á að breyta því?

„Það má segja að ég hef alveg heyrt af svona samtölum og þetta sé eða geti verið vandamál. Við viljum viðhafa eins mikla fagmennsku og mögulegt er og vinna að því.“

Þannig að það verður sett stopp á blauta hádegisverði? Eru þeir staðreynd í fjármálakerfinu?

„Ég náttúrlega heyri eitthvað af því en svo sem þekki það ekki mikið og hef held ég aldrei farið í slíkan sjálfur.“

Þetta er þér sem sagt ekki fullkomlega framandi þegar ég nefni það, þú hefur heyrt af svoleiðis viðskiptasamböndum og samtölum sem fara fram undir þeim kringumstæðum að menn eru að borða saman og hafa vín um hönd?

„Ég held að það þekkist í öllum geirum atvinnulífsins, bæði hérlendis og erlendis.“

En þú ert ekki spenntur fyrir því?

„Ég persónulega, nei, er ekkert gríðarlega mikið í því.“

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
5
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
6
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu