Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Ekki spenntur fyrir „blautum hádegisverðum“

Jón Guðni Óm­ars­son banka­stjóri Ís­lands­banka seg­ir vert að skoða kunn­ingjakúltúr og frænd­hygli í ís­lenska fjár­mála­kerf­inu, sem hluta af end­ur­skoð­un á áhættu­menn­ingu.

Ekki spenntur fyrir „blautum hádegisverðum“
Telur kunningjakúltúr til staðar víða Jón Guðni segist telja að kunningjakúltur sé til staðar á ýmsum stöðum í íslensku samfélagi. Það geri smæð landsins og náin tengsl. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Kunningjakúltúr er til staðar í íslensku fjármálkerfi og mikilvægt er að sporna við honum. Viðhafa þarf eins mikla fagmennsku og unnt er, segir Jón Guðni Ómarsson, nýr bankastjóri Íslandsbanka. Jón Guðni kannast við að hafa heyrt af því að viðskiptasamningar séu ræddir, og jafnvel gerðir, yfir hádegisverðum þar sem vín er haft um hönd. Sjálfur hefur hann hins vegar ekki farið í slíkan „blautan hádegisverð“.

Í viðtali við Heimildina sagði Birna Einarsdóttir, forveri Jóns Guðna á bankastjórastóli,  að menning innan fjármálakerfisins yrði að breytast. Innan kerfisins væru hins vegar ákveðin öfl sem vildu alls ekki breytingu á ríkjandi kúltúr, kunningjakúltúr og nepotisma sem væri til staðar til að mynda. Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins varðandi sátt Íslandsbanka sást þannig hvernig maður gekk undir manns hönd við að redda kunningjum sínum um stöðu fagfjárfesta til að geta tekið þátt í útboðinu. Þannig hófust tölvupóstar meðal annars á orðunum „Sælir strákar, gaman að hitta ykkur í dag,“ og í framhaldinu var viðtakendum leiðbeint sérstaklega um það hvernig þeir ættu að bera sig að við að verða fagfjárfestar.

Getur verið vandamál

Spurður hvort hann sé því sammála að innan fjármálageirans á Íslandi grasseri ómenning í þessum efnum og hvort þarft sé að taka á því, svarar Jón Guðni því til að slíkur kúltúr sé væntanlega til staðar víðar. „Ísland er náttúrlega lítið land þar sem allir þekkja alla, þannig að slíkur kúltúr held ég að sé nú á ýmsum stöðum. Klárlega er hann til staðar að einhverju marki innan fjármálakerfisins líka og það held ég að sé einmitt hluti af þessari áhættumenningu sem er vert að skoða, hvort það sé eitthvað sem hafi áhrif þar.“

Hvernig sérðu þá fyrir þér að verði hægt að girða fyrir frændhygli og kunningjakúltúr í fjármálakerfinu?

„Það er stór spurning. Ég held að ég geti nú bara svarað fyrir sjálfan mig og Íslandsbanka. Það sem við viljum gera til að styrkja okkar áhættumenningu er að fara í þessi úrbótaverkefni sem við erum með í gangi og erum með erlenda ráðgjafa til að hjálpa okkur í því. Þannig að við getum heyrt hvernig best er farið með þessa þætti þar, það eru náttúrlega hins vegar stærri lönd og öðruvísi umhverfi. Það er það fyrsta. Svo er það sem er kallað tónninn að ofan, það er mjög mikilvægt að hann sé skýr hvað þetta varðar.“

Þú þekkir þetta sem sagt og þú telur þörf á að breyta því?

„Það má segja að ég hef alveg heyrt af svona samtölum og þetta sé eða geti verið vandamál. Við viljum viðhafa eins mikla fagmennsku og mögulegt er og vinna að því.“

Þannig að það verður sett stopp á blauta hádegisverði? Eru þeir staðreynd í fjármálakerfinu?

„Ég náttúrlega heyri eitthvað af því en svo sem þekki það ekki mikið og hef held ég aldrei farið í slíkan sjálfur.“

Þetta er þér sem sagt ekki fullkomlega framandi þegar ég nefni það, þú hefur heyrt af svoleiðis viðskiptasamböndum og samtölum sem fara fram undir þeim kringumstæðum að menn eru að borða saman og hafa vín um hönd?

„Ég held að það þekkist í öllum geirum atvinnulífsins, bæði hérlendis og erlendis.“

En þú ert ekki spenntur fyrir því?

„Ég persónulega, nei, er ekkert gríðarlega mikið í því.“

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.
Íslandsbanki þáði sátt til að spara sér allt að 1,2 milljarða króna
FréttirSalan á Íslandsbanka

Ís­lands­banki þáði sátt til að spara sér allt að 1,2 millj­arða króna

Ef Ís­lands­banki hefði ekki þeg­ið sátt fjár­mála­eft­ir­lits­ins um 1,2 millj­arða króna sekt hefði bank­inn þurft að greiða stjórn­valds­sekt upp á 600 til um 1.200 millj­ón­ir króna til við­bót­ar. Dóms­mál til ógild­ing­ar slíkri ákvörð­un var met­ið sem tíma­frekt, kostn­að­ar­samt og var tal­ið að orð­spor bank­ans myndi líða enn frek­ar fyr­ir um­fjöll­un um dóms­mál­ið óháð end­an­leg­um úr­slit­um þess.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
2
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
4
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.
Brosir gegnum sárin
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
10
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár