Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ísteka: Reynsluleysi dýralækna líklegasta skýringin

Ís­lensk­ir dýra­lækn­ar hættu störf­um hjá Ísteka eft­ir nei­kvæða um­fjöll­un um starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Þrír pólsk­ir dýra­lækn­ar, sem enga reynslu höfðu af blóð­töku úr fylfull­um hryss­um, voru ráðn­ir. Þeir fengu þjálf­un hjá Ísteka en reynslu­leysi er að mati fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins lík­leg­asta or­sök þess að átta hryss­ur dráp­ust í tengsl­um við blóð­tök­una í fyrra.

Ísteka: Reynsluleysi dýralækna líklegasta skýringin
Staðdeyfing Hryssurnar eru fylfullar við blóðtökuna enda er það meðgönguhormón sem er verið að sækjast eftir til framleiðslu frjósemislyfs í svína-, fjár-, geita- og nautgripaeldi. Merarnar eru settar í sérstakan blóðtökubás, þær bundnar, staðdeyfðar og úr þeim teknir allt að fimm lítrar af blóði vikulega í allt að átta vikur. Mynd: Ísteka

Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, segir að sér hafi þótt óþægilegt að heyra að átta fylfullar hryssur hafi drepist í tengslum við blóðtökur á vegum fyrirtækisins í fyrra. Til samanburðar hafi um 4-5 hryssur drepist að meðaltali síðustu ár. „Þetta er því frekar mikið,“ segir hann en bendir á að sé dauðsföllunum deilt í heildarfjölda mera sem nýttar eru séu afföllin um 0,17 prósent. „Þannig að þessi afföll eru ekki há í samhengi hlutanna og miðað við margan annan búskap. En verkefni okkar er náttúrlega að lágmarka þetta hlutfall eins og hægt er.“

MAST sendi Samtökum um dýravelferð á Íslandi samantekt um eftirlit sitt með starfseminni nýverið. Þar kom fram að sjö hryssur hefðu drepist í tengslum við blóðtöku en Arnþór leiðrétti það í samtali við Heimildina og sagði þær hafa verið átta.  Í 2-3 tilfellum urðu frávik í blóðtökunni sjálfri sem benda sterkt til orsakasamhengis milli dauða og blóðtöku, segir hann. „Í öðrum tilfellum er tengingin veikari eða ekki til staðar. Drepist hryssa á dögunum eftir blóðtöku er það skráð til bókar hjá okkur.

Hann telur þennan fjölda tilkynninga til MAST ekki skýrast af auknu eftirliti og ítarlegri skráningum. „Ég mundi frekar halda að þetta væri einhvers konar óbein afleiðing af þessum skjálfta sem varð,“ segir hann og vísar þar til mikillar og neikvæðrar umfjöllunar og gagnrýni á starfsemina síðustu misseri, m.a. eftir að heimildarmynd sem unnin var af þýskum dýraverndunarsamtökum, var birt. Stór dýralæknastofa hafi hætt að vinna fyrir fyrirtækið í kjölfar umræðunnar og ráða þurfti nýja dýralækna. „Við leituðum hófanna fyrst hér á landi,“ segir hann. „Það fannst einn nýr íslenskur dýralæknir sem var klár í þetta“ auk þess sem aðrir og reynslumeiri gátu bætt við sig. Engu að síður þurfti að leita út fyrir landsteinana til að manna stöður dýralækna sem vinna við blóðtökur fyrir Ísteka. „Þannig að mér finnst líklegast að rekja megi þessa aukningu [á dauðsföllum] til þess,“ segir Arnþór.

Dýralæknar frá Póllandi

Þrír nýir dýralæknar voru ráðnir frá Póllandi. Og líkt og MAST bendir á höfðu þeir ekki reynslu í blóðtökum úr fylfullum hryssum. „Það er ekki víða í heiminum tekið blóð í þessum tilgangi og á mjög fáum stöðum í Evrópu – og ekki í Póllandi að mér vitandi. Þannig að dýralæknar frá Póllandi hafa eðlilega ekki reynslu í þessu þegar þeir koma hingað.“

Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka.

Arnþór segir að pólsku læknarnir, sem og nýi íslenski læknirinn, hafi þó fengið þjálfun við að taka blóð úr merunum.

En samt er þetta niðurstaðan, átta hryssur drápust?

„Niðurstaðan er samt sú að þetta er heldur hærra hlutfall en áður,“ svarar Arnþór. „En á öllum tímum má búast við einhverjum afföllum. Og ef ég á að finna einhverja ástæðu fyrir því að hlutfallið er heldur hærra er það helst reynsluleysi.“

Þrjú dauðsföll urðu á einum og sama bænum. Bóndinn tilkynnti svo það fjórða töluvert síðar en tengsl þess við blóðtöku hefur ekki verið samþykkt af Ísteka. Yrði það gert væri heildarfjöldi dauðsfallanna kominn í níu hryssur. Sömu dýralæknar voru þar við störf en Arnþór vill taka fram að þeir fóru á sex aðra bæi og þar urðu engin dauðsföll. Hin dauðsföllin fimm urðu á öðrum bæjum og hjá öðrum dýralæknum.

Alvanalegt að hross drepist

Hann segir ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað olli dauða hverrar hryssu. „Það er alveg alvanalegt í öllum hrossarekstri að hross drepast. En þetta er hins vegar greinilega hærri tala en síðustu ár.“

Í einhverjum tilfellum sé sterkur grunur um hvað varð þess valdandi að hryssurnar drápust. „Líklegasta skýringin er að nál hafi aflagast og farið í nærliggjandi vefi.“

Og hvað gerist þá?

„Þá getur skepnunni blætt út eða hún kafnað.“

Ein merin drapst fljótlega eftir að henni var sleppt út eftir blóðtökuna og á meðan dýralæknir sá ennþá til hennar.

Til að bregðast við hefur Ísteka nú tekið upp formlegt þjálfunarferli fyrir nýja dýralækna. „Ég vona að þetta leiði til þess að engin augljós slys verði. En ég get ekki frekar en nokkur annar lofað því að aldrei komi neitt upp aftur.“

Mótstaða við myndavélaeftirlit

Arnþór segir að myndavélaeftirlit við blóðtöku, sem fagráð um velferð dýra hafi lagt til í fyrra, hafi hljómað vel í sínum eyrum og Ísteka gefið það út fljótlega eftir að „þessi stormur kviknaði“ að því yrði komið á. En af því hefur þó ekki orðið nema á nokkrum bæjum, m.a. þeim sem eru í eigu Ísteka. „Þegar á reyndi var mótstaða og spurningar um persónuvernd bæði bænda og dýralækna meiri en svo að við gætum komið þessu á alls staðar.“

Hann segist fagna auknu eftirliti en að starfsfólki Ísteka finnist stundum „svolítið óréttlátt“ hvernig um starfsemina sé rætt og fjallað. „En ég hef á því nokkurn skilning,“ heldur hann áfram. Starfsemi Ísteka sé ný af nálinni á meðan hefðbundnari greinar í búfjárhaldi hafi verið stundaðar í aldir og hluti af menningu samfélagsins. Við slíkt séu settar færri spurningar. „Og fleira kemur til sem skýrir gagnrýnina. Við erum að tala um hross sem eru gæludýr – og ekki bara það heldur eru merarnar fylfullar. Svo fer blóð aldrei vel í fólk. En ég tel að hin endanlega notkun framleiðsluvörunnar séu góð fyrir menn og dýr.“ 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Blóðmerahald

​​Gagnrýni á skýrslu um blóðmerar svarað í geðshræringu
AðsentBlóðmerahald

Guðrún Scheving Thorsteinsson, Jón Scheving Thorsteinsson og Rósa Líf Darradóttir

​​Gagn­rýni á skýrslu um blóð­mer­ar svar­að í geðs­hrær­ingu

Til­raunamið­stöð­in á Keld­um er gagn­rýnd fyr­ir um­ræðu um blóð­mera­hald sem hef­ur átt sér stað í kjöl­far­ið á út­gáfu skýrslu mið­stöðv­ar­inn­ar um efn­ið. Í að­sendri grein benda greina­höf­und­ar á að við­brögð Keldna ein­kennd­ist af van­mætti og geðs­hrær­ingu.
PMSG: „Hormón eymdar“ frá upphafi til enda
AfhjúpunBlóðmerahald

PMSG: „Horm­ón eymd­ar“ frá upp­hafi til enda

Lyf úr með­göngu­horm­óni fylfullra, ís­lenskra hryssa, hafa þær „óæski­legu auka­verk­an­ir“ að of marg­ir grís­ir, stund­um of stór­ir, oft smá­ir og veikl­að­ir, fæð­ast gylt­um á þýsk­um svína­bú­um. Blóð­tak­an hef­ur frá því í byrj­un nóv­em­ber, eft­ir áminn­ingu frá ESA, ver­ið felld und­ir reglu­gerð um vernd dýra sem not­uð eru í vís­inda­skyni. Það gæti breytt öllu, segja þýsku og sviss­nesku dýra­vernd­un­ar­sam­tök­in sem rann­sak­að hafa iðn­að­inn í fjög­ur ár.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár