Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Vilja útmáðar upplýsingar Íslandsbankaskýrslunnar opinberaðar

Þing­menn Pírata ætla að óska rök­stuðn­ings fyr­ir yf­ir­strik­un­um í sátt Ís­lands­banka og fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka Ís­lands á nöfn­um þeirra sem upp­fylltu ekki skil­yrði til þess að kaupa hlut í Ís­lands­banka við sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir verð­ur sann­færð­ari með hverju skrefi í mál­inu að skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar sé nauð­syn­leg.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir Pírata ætla að sækjast eftir því að kaupendur sem ekki uppfylltu skilyrði útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka en fengu samt að kaupa hlut í bankanum verði nafngreindir. 

Á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær þar sem gestir fundarins voru annars vegar frá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og hins vegar Bankasýslu ríkisins, spurði Arndís Anna hvort rök hafi verið fyrir yfirstrikunum í kafla um sáttina sem Íslandsbandi gerði við fjármálaeftirlitið. Íslandsbanki mun greiða 1,2 milljarða króna sekt í ríkissjóð vegna sáttarinnar. Er það sögulega há sekt, sú hæsta síðan Arion Banki greiddi sekt upp á 80 milljónir árið 2020. 

Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, sagði það varfærið að strika út upplýsingar í sáttinni en lagagrundvöllur sé að baki þeim öllum. Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands, sagði að það væri í höndum úrskurðarnefndar upplýsingamála að meta hvort yfirstrikanirnar ættu rétt á sér eða ekki. 

„Mér fannst koma fram á þessum fundi að þau hafi þarna verið að fara sérstaklega varlega og það sé ekki loku fyrir það skotið að þessar upplýsingar verði gerðar opinberar. Já, við munum sækjast eftir því,“ sagði Arndís Anna í samtali við Ragnhildi Þrastardóttur, blaðamann Heimildarinnar, að fundi loknum í gær, aðspurð hvort Píratar ætli að leitast eftir því að upplýsingarnar verði birtar. 

„Við munum byrja á því að óska eftir því og óska eftir rökstuðningi fyrir því að þeim sé haldið leyndum. Svo eru þarna ákveðnir ferlar sem eru í boði til þess,“ sagði Arndís Anna. Birting yfirstrikananna er mikilvæg að hennar mati til að svara ýmsum spurningum. „Það eru auðvitað svo margar spurningar uppi í þessu máli um hagsmunaárekstra, til dæmis, og ýmislegt. Það er mikil tortryggni í garð þessarar sölu og það er alls ekki að ástæðulausu. Við teljum mjög mikilvægt að allar upplýsingar liggi upp á borðum til þess að við getum áttað okkur á hvað gerðist þarna.“

Málinu ekki lokið með afsögn bankastjóra

Afsögn Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, í gær var viðbúin að mati Arndísar Önnu og segir hún afsögnina hafa komið fáum á óvart. „En auðvitað, það er enginn endir á þessu máli. Það er ekki þarna sem málið endar, augljóslega. Það er heilmikið af spurningum sem standa eftir í þessu máli.“

Næsta skref, að mati Arndísar Önnu, er að skipa rannsóknarnefnd um söluna á Íslandsbanka. Sú krafa hefur verið uppi af hálfu stjórnarandstöðunnar allt frá því að salan á 22,5 prósent hlut í bankanum fór fram í mars í fyrra. 

„Rannsóknarnefnd, ekki spurning. Og í rauninni verð ég bara sannfærðari um það með hverju skrefi,“ segir Arndís Anna. 

Í könnun sem Gallup birti seint í apríl í fyrra kom fram að 73,6 pró­­­­sent lands­­­­manna taldi að það ætti að skipa rann­­­­sókn­­­­ar­­­­nefnd en 26,4 pró­­­­sent taldi nægj­an­­­­legt að Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoðun gerði úttekt á söl­unni. Kjós­­­­endur Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks­ins skáru sig úr þegar kom að þessu, en 74 pró­­­­sent þeirra voru á því að úttekt Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoð­unar nægði til. Tæp­­­­lega þriðj­ungur kjós­­­­enda hinna stjórn­­­­­­­ar­­­­flokk­anna var á þeirri skoðun en um tveir þriðju á því að skipa þyrfti rann­­­­sókn­­­­ar­­­­nefnd. Ekki þarf að koma á óvart að kjós­­­­endur stjórn­­­­­­­ar­and­­­­stöð­u­­­­flokka voru nær allir á því að rann­­­­sókn­­­­ar­­­­nefnd sé nauð­­­­syn­­­­leg.

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Undirgefni Landans gagvart eigin pinturum er óendanleg.
    0
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Listinn yfir kaupendur var birtur á sínum tíma. Með því að bera hann saman við sáttina við Fjármálaeftirlitið má sjá yfir hverjir hafa verið strikaðir út.

    https://www.mbl.is/media/70/11670.pdf
    1
  • KHB
    Kristrún Helga Björnsdóttir skrifaði
    Mér finnst skipta máli að fram komi hvaða starfsmenn bankans, og aðrir sem að sölunni komu, hafa orðið uppvísir að því fylgja ekki lögum, þau send í leyfi á meðan sakamálarannsókn fari fram og þá fyrst er hægt að tala um að byggja upp traust. Að sjálfsögðu á það að eiga við um alla þá sem einhverja ábyrgð bera á þessu klúðri!
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
6
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár