Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Enn þeirrar skoðunar að þetta hafi verið best heppnaðasta útboð Íslandssögunnar

For­stjóri Banka­sýslu rík­is­ins seg­ir að sal­an á 22,5 pró­sent hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka í mars í fyrra hafi ekki bara ver­ið eitt af far­sæl­ustu út­boð­um Ís­lands­sög­unn­ar held­ur „held­ur vænt­an­lega eitt af far­sæl­ustu hluta­fjárút­boð­um sem átti sér stað í Evr­ópu á síð­ustu mán­uð­um.“

Enn þeirrar skoðunar að þetta hafi verið best heppnaðasta útboð Íslandssögunnar
Forstjórinn Formenn ríkisstjórnarflokkanna boðuðu að Bankasýsla ríkisins yrði lögð niður í yfirlýsingu sem birt var fyrir rúmum 14 mánuðum síðan. Hún starfar enn og telur sig hafa fullt umboð. Mynd: Skjáskot

„Ég sagði hérna fyrir framan stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í fyrra að þetta væri farsælasta útboð Íslandssögunnar. Ég stend við það.“ Þetta sagði Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar í dag. Þar átti hann við lokað útboð á 22,5 prósent hlut íslenska ríkisins í Íslandsbanka sem seldur var á nokkrum klukkutímum fyrir 52,65 milljarða króna þann 22. mars í fyrra. Jón Gunnar bætti við að þetta hafi ekki bara verið „eitt farsælasta útboð Íslandssögunnar, heldur væntanlega eitt af farsælustu hlutafjárútboðum sem átti sér stað í Evrópu á síðustu mánuðum.“

Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, sagði í kjölfarið: „Eins og þið heyrið þá er hann mjög stoltur af útboðinu.“

Jón Gunnar var þar að vísa til ummæla sem hann lét falla á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is 2. desember 2022. Þar sagði hann: „Sala rík­is­ins á hlut í Íslands­banka í mars er að mín­um dómi far­sæl­asta hluta­fjárút­boð Íslands­sög­unn­ar. Við get­um aldrei litið fram hjá því þegar við ákveðum næstu sölu á eign­ar­hlut rík­is­ins.“

Margháttaðar brotalamir og lögbrot opinberuð

Tilefni fundarins í efnahags- og viðskiptanefnd var sátt sem Íslandsbanki, einn þeirra söluráðgjafa sem Bankasýsla réð til að selja hlutinn, gerði við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands vegna alvarlegra, kerfislægra og margþættra lögbrota sem framin voru í tengslum við útboðið. Sú niðurstaða hefur þegar kostað Birnu Einarsdóttur, sem hafði verið bankastjóri Íslandsbanka frá árinu 2008, starfið auk þess sem Íslandsbanki samþykkti að borga næstum 1,2 milljarða króna sekt vegna lögbrotanna. 

Áður hafði Ríkisendurskoðun komist að þeirri niðurstöðu, í stjórnsýsluúttekt sem gerð var opinber í nóvember í fyrra, að fjölmargir annmarkar hefðu verið á söluferlinu. Mikil gagnrýni var sett fram á framgöngu Bankasýslunnar og starfsmanna hennar í því. Niðurstaðan var sú að hægt hefði verið að fá hærra verð fyrir hlutinn auk þess sem Bankasýslan hafði ekki haft réttar upplýsingar um eftirspurn þegar ákvörðun um verð og umfang sölu var tekin. Í skýrslunni segir að „upp­­lýs­ingar til ráð­herra í rök­studda mat­inu voru óná­­kvæmar bæði hvað varðar fjölda þeirra fjár­­­festa sem skráðu sig fyrir hlutum og heild­­ar­fjár­­hæð til­­­boða. Ákvörðun ráð­herra byggði því á óná­­kvæmum upp­­lýs­ing­­um.“

Auk þessa stendur yfir athugun umboðsmanns Alþingis á hæfi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við söluna í ljósi þess að félag föður hans var á meðal kaupenda á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 

Telja sig hafa fullt umboð

Forsvarsmenn Bankasýslunnar voru einnig spurðir út í umboð sitt, í ljósi þess að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hefðu boðað það með yfirlýsingu dagsett 19. apríl í fyrra að stofnunin yrði lögð niður. Lárus svaraði því til að það væri ekki búið að leggja Bankasýsluna niður, þrátt fyrir að langur tími væri liðinn síðan að yfirlýsing formanna stjórnarflokkanna var birt. „Bankasýslan er ennþá í fullu gildi. Það hefur ekkert verið dregið neitt úr hennar hlutverki. Þar með höfum við fullt umboð.“

Fyrir liggur að Bankasýslan kallaði eftir því að hluthafafundur yrði haldinn vegna sáttarinnar sem gerð var við fjármálaeftirlitið. Lárus sagði á fundinum í dag að það væri ekki heppilegt að skipta út allri stjórn bankans á þeim fundi, en hann mun fara fram 28. júlí næstkomandi.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Lárus Andri Jónsson skrifaði
    Það er eins Jón Gunnar sé ekki nú mjög skýr í kollinum ??
    0
  • Grétar Reynisson skrifaði
    „Enn þeirrar skoðunar að þetta hafi verið best heppnaðasta útboð Íslandssögunnar”
    Ef tilgangurinn með þessum gjörningi öllum var að rýra traust almennings á Bben, Bankasýslunni, Íslandsbanka og fjármálakerfinu almennt þá heppnaðist þetta auðvitað fullkomlega.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Aðalsteinn Kjartansson
6
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár