Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kristrún Frostadóttir: Eðlilegt að bankastjóri og stjórn víki en ábyrgðin liggur hjá Bjarna

Formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að upp­lýs­ing­ar sem birt­ast í sátt­ar­gjörð fjár­mála­eft­ir­lits­ins og Ís­lands­banka vegna söl­unn­ar á hlut rík­is­ins séu risa áfell­is­dóm­ur yf­ir bank­an­um. Hins veg­ar séu lög skýr um það hver það sé sem beri ábyrgð á sölu­ferl­inu. „Það er fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.“

<span>Kristrún Frostadóttir:</span> Eðlilegt að bankastjóri og stjórn víki en ábyrgðin liggur hjá Bjarna
Verða að axla pólitíska ábyrgð Kristrún segir að ríkisstjórnin verði að axla pólitíska ábyrgð á söluferli Íslandsbanka, í það minnsta með því að hleypa öllum staðreyndum málsins upp á yfirborðið. Það verði aðeins gert með skipun rannsóknarnefndar sem fari yfir málið allt. Mynd: Baldur Kristjánsson

„Þetta er risa áfellisdómur yfir Íslandsbanka, hvernig var að þessu staðið, það sjá það allir. Þetta vekur líka upp spurningar um hvers konar skilaboð fjármálakerfið hefur verið að fá frá ráðamönnum og eftirlitstofnunum ef að bankinn taldi þetta bara eðlilega hegðun.“

Þetta segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem viðbragð við þeim upplýsingum sem má finna í sáttargjörð Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands, vegna þeirra brota á lögum og reglum sem bankinn varð uppvís að við útboð og sölu á tæplega fjórðungs hlut ríkissjóðs í bankanum í mars á síðasta ári.

Kristrún segir að þó að í sáttargjörðinni felist áfellisdómur yfir stjórnendum Íslandsbanka megi ekki horfa framhjá því hver það sé sem beri höfuðábyrgð á sölunni. Sem sagt Bjarni Benediktsson. „Lögin eru mjög skýr um það hver ber ábyrgð á söluferlinu, og það er fjármála- og efnahagsráðherra,“ segir Kristrún.

Fókusinn verður líka að vera á pólitíkinni

Þegar að útboðið fór fram var eignarhlutur ríkisins í Íslandsbanka 65 prósent. Í útboðinu var 22,5 prósenta hlutur seldur sem þýðir að ríkið var ekki lengur meirihluta eigandi í bankanum og á nú 42,5 prósenta hlut. Áður, árið 2021 hafði ríkið selt 35 prósenta hlut í bankanum. Ríkssjóður var því meirihlutaeigandi bankans þegar að útboðinu kom og eftir það er ríkið enn stærsti eigandi bankans, þó það sé orðið minnihlutaeigandi.

„Fyrir mitt leyti fyndist mér eðlileg ákvörðun að þau segðu af sér“
Kristrún Frostadóttir

Í sáttargerðinni milli fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka kemur fram hörð gagnrýni á Birnu Einarsdóttur bankastjóra og stjórn bankans. Spurð hvort hún telji að Birnu og stjórn bankans sé sætt áfram svarar Kristrún: „Það er kannski ekki mitt að segja en auðvitað verður að velta því fyrir sér ef fólk situr í stöðum sem þessum, fær greitt samkvæmt ábyrgð og er höfuð stofnunar á það vissulega að bera ábyrgð á verkefnum fyrirtækisins. Fyrir mitt leyti fyndist mér eðlileg ákvörðun að þau segðu af sér. En ég legg áherslu á að fókusinn verði ekki eingöngu á persónur og leikendur á framkvæmdastigi málsins. Lagaleg ábyrgð nær líka til fjármálaráðherra og til pólitíkurinnar. Þetta er mikill álitshnekkir, bæðir fyrir sölu á ríkiseignum og fyrir fjármálamarkaðinn í heild sinni. Það er ábyrgðarhluti að leyfa tveimur svona svörtum skýrslum að koma út og ætla síðan ekki að axla pólitíska ábyrgð, í það minnsta með því að hleypa öllu upp á yfirborðið.“

Vísar Kristrún þar til kröfu sinnar, og stjórnarandstöðunnar, um að skipuð verði rannsóknarnefnd sem fari yfir útboðs- og söluferlið allt, þar með talið aðkomu fjármálaráðuneytisins að málinu. „Það er ekki verið að selja hvaða eign sem er. Þessi sala er rannsökuð að eigin frumkvæði fjármálaeftirlitsins, það er ekki gert að beiðni ríkisstjórnarinnar. Það að við séum að tala um félag í eigu ríkisins, sölu sem að færir eignarhlut þess úr meirihluta í minnihluta í bankanum, þá finnst manni merkilegt að forystufólk ríkisstjórnarinnar telji sig geta algjörlega firrt sig ábyrgð á ferlinu um leið og þessi sáttaskýrsla kemur út. Þau hljóta að hugsa sinn gang þegar að tveir þættir í þessu söluferli, annars vegar aðkoma Bankasýslunnar og hins vegar aðkoma Íslandsbanka, eru gagnrýnd svona harkalega,“ segir Kristrún en þeir tveir þættir sem hún nefnir eru annars vegar rannsókn fjármálaeftirlitsins og hins vegar úttekt ríkisendurskoðunar sem var birt í nóvember í fyrra.

Ítrekar kröfu um skipun rannsóknarnefndar

„Það kom fram í skýrslu ríkisendurskoðanda að Bankasýslan hefði ekki gefið söluaðilum bein fyrirmæli eða leiðbeiningar um framkvæmd sölunnar, og ríkisenndurskoðandi telur líka að Bankasýslan hafi vanrækt að tryggja að vinna umsjónaraðila útboðsins hafi verið samstillt og skilvirkt. Núna koma fram upplýsingar um að Íslandsbanki hafi að einhverju leyti blekkt Bankasýsluna. Það liggur því orðið alveg fyrir að það er algjört ábyrgðarleysi alveg niður keðjuna í þessu máli. Auðvitað á Íslandsbanki að bera ábyrgð á sínum hlut og Bankasýslan líka en lögin um sölu á bönkum í eigu ríkisins eru skýr. Höfuðábyrgðina ber fjármálaráðherra,“ segir Kristrún.

„Söluaðilum úti í bæ virðist hafa verið treyst í blindni til að selja ríkiseign, eftirlitslítið eða eftirlitslaust“
Kristrún Frostadóttir

Upplýsingarnar sem nú eru komnar fram er þess eðlis, að mati Kristrúnar, að nauðsynlegt sé að skipa rannnsóknarnefnd sem velti við öllum steinum. Ef ekki verði áframhaldandi tortryggni ríkjandi við sölu á ríkiseignum í framtíðinni og í samskiptum við fjármálastofnanir. Upplýsingarnar sem fram séu komnar séu í besta falli brotakenndar og taki lítt eða ekki á aðkomu fjármálaráðuneytisins að málinu. „Þetta staðfestir þá tilfinningu sem vaknaði fyrir rúmu ári síðan, að þetta söluferli virðist hafa verið á einhvers konar sjálfstýringu. Söluaðilum úti í bæ virðist hafa verið treyst í blindni til að selja ríkiseign, eftirlitslítið eða eftirlitslaust,“ segir Kristrún. Samkvæmt könnun Maskínu frá því í nóvember á síðasta ári sögðust ríflega 60 prósent aðspurðra vilja að Alþingi setti á fót rannsóknarnefnd til að rannsaka söluna.

Gert ráð fyrir sölu á eftirstandandi hlut á þessu ári

Í sömu könnun svöruðu 63 prósent aðspurðra því til að þeir treystu núverandi ríkisstjórn illa til að selja eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka. Heimild er til staðar í fjárlögum yfirstandandi árs til að selja hlutinn og er gert ráð fyrir því að tæpir 76 milljarðar króna fengjust fyrir hann. Spurð hvort að hún telji að það sé gerlegt að selja eftirstandandi hlut ríkisins í bankanum á þessu ári miðað við það sem nú er komið fram segir Kristrún að hún telji svo ekki vera. „Allt sem hefur verið leyft að kanna í málinu hefur komið mjög illa út fyrir ríkisstjórnina, mjög illa út fyrir söluferlið, og auðvitað er ekki hægt að segja að þetta verði lokapunkturinn í rannsókn á málinu. Það væri mjög sérstakt að mínu mati ef að niðurstaðan í málinu yrði að leggja niður bankasýsluna og bankastjóri, eða stjórn bankans myndi víkja, en enginn tekur ábyrgð í forystuliði ríkisstjórnarinnar.

Ef að hugmyndin er að læra af þessu og fá fram í dagsljósið hvernig svona getur gerst. Ef að stjórnmálamennirnir, ríkisstjórnin, vilja meina að allt sem þau gerðu hafi verið rétt en allt misfórst fyrir neðan þau, þá þurfum við að vita hvernig það getur í raun gerst. Öruggast leiðin til þess er að skipa rannsóknarnefnd sem skili skýrslu um það hvernig það megi vera, eins og ríkisstjórnin heldur fram, að pólitíkin hafi staðið sig upp á punkt og prik en allt annað hafi farið úrskeiðis. Ég hef auðvitað mínar efasemdir um að það sé staðreyndin, en ég verð hins vegar manna fyrst til að fagna því ef að svo hefur verið.“

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    "Eðlilegt að bankastjóri og stjórn víki en ábyrgðin liggur hjá Bjarna"
    Og auðvita á bjarN1 ben að víkja líka og þó fyrr hefði verið!
    Enda er bjarN1 benediktsson ekki stjórnmálamaður, hann er foringi stærstu skipulögðu glæpasamtaka Íslands, sjálfstæðisglæpasamtakanna.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Eðlilegt að bankastjóri og stjórn víki en ábyrgðin liggur hjá Bjarna"
    En ekki sá sem ber ábyrgðina?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
2
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár