Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kristrún Frostadóttir: Eðlilegt að bankastjóri og stjórn víki en ábyrgðin liggur hjá Bjarna

Formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að upp­lýs­ing­ar sem birt­ast í sátt­ar­gjörð fjár­mála­eft­ir­lits­ins og Ís­lands­banka vegna söl­unn­ar á hlut rík­is­ins séu risa áfell­is­dóm­ur yf­ir bank­an­um. Hins veg­ar séu lög skýr um það hver það sé sem beri ábyrgð á sölu­ferl­inu. „Það er fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.“

<span>Kristrún Frostadóttir:</span> Eðlilegt að bankastjóri og stjórn víki en ábyrgðin liggur hjá Bjarna
Verða að axla pólitíska ábyrgð Kristrún segir að ríkisstjórnin verði að axla pólitíska ábyrgð á söluferli Íslandsbanka, í það minnsta með því að hleypa öllum staðreyndum málsins upp á yfirborðið. Það verði aðeins gert með skipun rannsóknarnefndar sem fari yfir málið allt. Mynd: Baldur Kristjánsson

„Þetta er risa áfellisdómur yfir Íslandsbanka, hvernig var að þessu staðið, það sjá það allir. Þetta vekur líka upp spurningar um hvers konar skilaboð fjármálakerfið hefur verið að fá frá ráðamönnum og eftirlitstofnunum ef að bankinn taldi þetta bara eðlilega hegðun.“

Þetta segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem viðbragð við þeim upplýsingum sem má finna í sáttargjörð Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands, vegna þeirra brota á lögum og reglum sem bankinn varð uppvís að við útboð og sölu á tæplega fjórðungs hlut ríkissjóðs í bankanum í mars á síðasta ári.

Kristrún segir að þó að í sáttargjörðinni felist áfellisdómur yfir stjórnendum Íslandsbanka megi ekki horfa framhjá því hver það sé sem beri höfuðábyrgð á sölunni. Sem sagt Bjarni Benediktsson. „Lögin eru mjög skýr um það hver ber ábyrgð á söluferlinu, og það er fjármála- og efnahagsráðherra,“ segir Kristrún.

Fókusinn verður líka að vera á pólitíkinni

Þegar að útboðið fór fram var eignarhlutur ríkisins í Íslandsbanka 65 prósent. Í útboðinu var 22,5 prósenta hlutur seldur sem þýðir að ríkið var ekki lengur meirihluta eigandi í bankanum og á nú 42,5 prósenta hlut. Áður, árið 2021 hafði ríkið selt 35 prósenta hlut í bankanum. Ríkssjóður var því meirihlutaeigandi bankans þegar að útboðinu kom og eftir það er ríkið enn stærsti eigandi bankans, þó það sé orðið minnihlutaeigandi.

„Fyrir mitt leyti fyndist mér eðlileg ákvörðun að þau segðu af sér“
Kristrún Frostadóttir

Í sáttargerðinni milli fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka kemur fram hörð gagnrýni á Birnu Einarsdóttur bankastjóra og stjórn bankans. Spurð hvort hún telji að Birnu og stjórn bankans sé sætt áfram svarar Kristrún: „Það er kannski ekki mitt að segja en auðvitað verður að velta því fyrir sér ef fólk situr í stöðum sem þessum, fær greitt samkvæmt ábyrgð og er höfuð stofnunar á það vissulega að bera ábyrgð á verkefnum fyrirtækisins. Fyrir mitt leyti fyndist mér eðlileg ákvörðun að þau segðu af sér. En ég legg áherslu á að fókusinn verði ekki eingöngu á persónur og leikendur á framkvæmdastigi málsins. Lagaleg ábyrgð nær líka til fjármálaráðherra og til pólitíkurinnar. Þetta er mikill álitshnekkir, bæðir fyrir sölu á ríkiseignum og fyrir fjármálamarkaðinn í heild sinni. Það er ábyrgðarhluti að leyfa tveimur svona svörtum skýrslum að koma út og ætla síðan ekki að axla pólitíska ábyrgð, í það minnsta með því að hleypa öllu upp á yfirborðið.“

Vísar Kristrún þar til kröfu sinnar, og stjórnarandstöðunnar, um að skipuð verði rannsóknarnefnd sem fari yfir útboðs- og söluferlið allt, þar með talið aðkomu fjármálaráðuneytisins að málinu. „Það er ekki verið að selja hvaða eign sem er. Þessi sala er rannsökuð að eigin frumkvæði fjármálaeftirlitsins, það er ekki gert að beiðni ríkisstjórnarinnar. Það að við séum að tala um félag í eigu ríkisins, sölu sem að færir eignarhlut þess úr meirihluta í minnihluta í bankanum, þá finnst manni merkilegt að forystufólk ríkisstjórnarinnar telji sig geta algjörlega firrt sig ábyrgð á ferlinu um leið og þessi sáttaskýrsla kemur út. Þau hljóta að hugsa sinn gang þegar að tveir þættir í þessu söluferli, annars vegar aðkoma Bankasýslunnar og hins vegar aðkoma Íslandsbanka, eru gagnrýnd svona harkalega,“ segir Kristrún en þeir tveir þættir sem hún nefnir eru annars vegar rannsókn fjármálaeftirlitsins og hins vegar úttekt ríkisendurskoðunar sem var birt í nóvember í fyrra.

Ítrekar kröfu um skipun rannsóknarnefndar

„Það kom fram í skýrslu ríkisendurskoðanda að Bankasýslan hefði ekki gefið söluaðilum bein fyrirmæli eða leiðbeiningar um framkvæmd sölunnar, og ríkisenndurskoðandi telur líka að Bankasýslan hafi vanrækt að tryggja að vinna umsjónaraðila útboðsins hafi verið samstillt og skilvirkt. Núna koma fram upplýsingar um að Íslandsbanki hafi að einhverju leyti blekkt Bankasýsluna. Það liggur því orðið alveg fyrir að það er algjört ábyrgðarleysi alveg niður keðjuna í þessu máli. Auðvitað á Íslandsbanki að bera ábyrgð á sínum hlut og Bankasýslan líka en lögin um sölu á bönkum í eigu ríkisins eru skýr. Höfuðábyrgðina ber fjármálaráðherra,“ segir Kristrún.

„Söluaðilum úti í bæ virðist hafa verið treyst í blindni til að selja ríkiseign, eftirlitslítið eða eftirlitslaust“
Kristrún Frostadóttir

Upplýsingarnar sem nú eru komnar fram er þess eðlis, að mati Kristrúnar, að nauðsynlegt sé að skipa rannnsóknarnefnd sem velti við öllum steinum. Ef ekki verði áframhaldandi tortryggni ríkjandi við sölu á ríkiseignum í framtíðinni og í samskiptum við fjármálastofnanir. Upplýsingarnar sem fram séu komnar séu í besta falli brotakenndar og taki lítt eða ekki á aðkomu fjármálaráðuneytisins að málinu. „Þetta staðfestir þá tilfinningu sem vaknaði fyrir rúmu ári síðan, að þetta söluferli virðist hafa verið á einhvers konar sjálfstýringu. Söluaðilum úti í bæ virðist hafa verið treyst í blindni til að selja ríkiseign, eftirlitslítið eða eftirlitslaust,“ segir Kristrún. Samkvæmt könnun Maskínu frá því í nóvember á síðasta ári sögðust ríflega 60 prósent aðspurðra vilja að Alþingi setti á fót rannsóknarnefnd til að rannsaka söluna.

Gert ráð fyrir sölu á eftirstandandi hlut á þessu ári

Í sömu könnun svöruðu 63 prósent aðspurðra því til að þeir treystu núverandi ríkisstjórn illa til að selja eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka. Heimild er til staðar í fjárlögum yfirstandandi árs til að selja hlutinn og er gert ráð fyrir því að tæpir 76 milljarðar króna fengjust fyrir hann. Spurð hvort að hún telji að það sé gerlegt að selja eftirstandandi hlut ríkisins í bankanum á þessu ári miðað við það sem nú er komið fram segir Kristrún að hún telji svo ekki vera. „Allt sem hefur verið leyft að kanna í málinu hefur komið mjög illa út fyrir ríkisstjórnina, mjög illa út fyrir söluferlið, og auðvitað er ekki hægt að segja að þetta verði lokapunkturinn í rannsókn á málinu. Það væri mjög sérstakt að mínu mati ef að niðurstaðan í málinu yrði að leggja niður bankasýsluna og bankastjóri, eða stjórn bankans myndi víkja, en enginn tekur ábyrgð í forystuliði ríkisstjórnarinnar.

Ef að hugmyndin er að læra af þessu og fá fram í dagsljósið hvernig svona getur gerst. Ef að stjórnmálamennirnir, ríkisstjórnin, vilja meina að allt sem þau gerðu hafi verið rétt en allt misfórst fyrir neðan þau, þá þurfum við að vita hvernig það getur í raun gerst. Öruggast leiðin til þess er að skipa rannsóknarnefnd sem skili skýrslu um það hvernig það megi vera, eins og ríkisstjórnin heldur fram, að pólitíkin hafi staðið sig upp á punkt og prik en allt annað hafi farið úrskeiðis. Ég hef auðvitað mínar efasemdir um að það sé staðreyndin, en ég verð hins vegar manna fyrst til að fagna því ef að svo hefur verið.“

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    "Eðlilegt að bankastjóri og stjórn víki en ábyrgðin liggur hjá Bjarna"
    Og auðvita á bjarN1 ben að víkja líka og þó fyrr hefði verið!
    Enda er bjarN1 benediktsson ekki stjórnmálamaður, hann er foringi stærstu skipulögðu glæpasamtaka Íslands, sjálfstæðisglæpasamtakanna.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Eðlilegt að bankastjóri og stjórn víki en ábyrgðin liggur hjá Bjarna"
    En ekki sá sem ber ábyrgðina?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
4
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár