Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Krefst þess að kaupendur í útboðinu verði nafngreindir

Nöfn þeirra sem ekki upp­fylltu skil­yrði til þess að kaupa hlut í Ís­lands­banka við sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um eru enn á huldu. Þing­flokks­formað­ur Pírata vill nöfn­in fram í dags­ljós­ið.

Krefst þess að kaupendur í útboðinu verði nafngreindir
Þingflokksformaður „Ég lít svo á að þessi sátt sé til þess fallin að koma fólki undan ábyrgð frekar en að taka hana,“ segir Þórhildur Sunna. Mynd: Bára Huld Beck

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata, krefst þess að kaupendur sem ekki uppfylltu skilyrði útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka en fengu samt að kaupa hluti í bankanum verði nafngreindir. Nöfn þeirra hafa verið útmáð í sátt Íslandsbanka og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem var birt opinberlega í morgun. 

„Hér var gefinn aðgangur að takmörkuðum gæðum sem átti að vera lokaður almenningi,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Heimildina. „Nú er komið í ljós að það eru ákveðnir aðilar í þessu ferli sem fengu að taka þátt í útboðinu þrátt fyrir að uppfylla ekki skilyrði útboðsins. Þá vaknar auðvitað spurningin: Hvaða aðilar eru það sem fengu þennan aðgang umfram aðra sem fengu hann ekki?“

Frekar til þess fallin að koma fólki undan ábyrgð

Íslandsbanki mun greiða 1,2 milljarða króna sekt í ríkissjóð vegna sáttarinnar. Er það …

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Eyþór Dagur skrifaði
    Uuuuuu gengið er núna 114 sem er 3 krónum lægra en það var í þessu útboði (117kr). Held að þeir sem fengu ekki að borga 117 krónurnar hafi engan áhuga á að borga 117krónur fyrir ISB núna.
    -1
  • Geir Gudmundsson skrifaði
    Með fyrirvara að ég veit lítið um þessi mál, þá sagði fagfjárfestir mér að hver sem er getur látið skrá sig sem fagfjárfestir. Eini munurinn á fagfjárfesti og almennum fjárfesti er að fjármálastofnanir hafa ekki skyldu til að upplýsa og fræða fagfjárfesti um áhættuna af viðskiptunum. Gert er ráð fyrir að fagfjárfestir beri einn alla ábyrgð á viðskiptunum, en þegar selt er til almenns fjárfestis, þá getur fjármálastofnunin borið ábyrgð að viðskiptunum að hluta. Fagfjárfestar afþakkar sem sagt lágmarks neytendavörn.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
4
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“
Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
6
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár