Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það borgar sig ekki að framleiða meira hérna heima“

Fyr­ir­tæk­ið Stjörnugrís er með um­fangs­mestu inn­flytj­end­um á kjötvöru til Ís­lands, þrátt fyr­ir vera sjálft stærsti fram­leið­andi svína­kjöts á land­inu. Geir Gunn­ar Geirs­son eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins seg­ir betra fyr­ir neyt­end­ur að land­bún­að­ar­vör­ur séu und­ir toll­vernd. Gjöld sem greidd séu af inn­fluttu kjöti renni þá í rík­is­sjóð en ekki í vasa stór­kaup­manna og inn­flytj­enda.

„Það borgar sig ekki að framleiða meira hérna heima“
Eins og Davíð gegn Golíat Geir Gunnar segir að íslenskur landbúnaður ráði ekki við að keppa við stærðarhagkvæmni landbúnaðar erlendis. Mynd: Skessuhorn

Stjörnugrís, sem selur vörur undir vörumerkjunum Stjörnugrís, Stjörnunaut og Stjörnufugl, auk annars, rekur svínabú á fimm stöðum á landinu, sláturhús og kjötvinnslu. Á vefsíðu fyrirtækisins segir meðal annars: „Óhætt er að segja að neytendur hafi tekið vel á móti framleiðsluvörum frá Stjörnugrís enda vel til vandað, frábært ferskt íslenskt hráefni ...“

Stjörngrís er hins vegar einnig hvað umfangsmesta fyrirtæki landsins þegar kemur að innflutningi á svínakjöti, nautakjöti og alifuglakjöti. Síðustu misseri hefur fyrirtækið fengið úthlutað tollkvótum fyrir, og flutt inn, hundruð tonna af kjöti erlendis frá. Fyrirtækið flutti þá meðal annars inn um 200 tonn af úkraínskum kjúkling á meðan að bráðabirgðaákvæði um tollfrjálsan innflutning hans var í gildi.

Vill verja vörumerkin

Stjörnugrís hefur hins vegar ekki fengið miklu magni tollkvóta úthlutað það sem af er þessu ári. Ástæðan er sú að félagið LL42 ehf. hefur sótt um, og fengið úthlutað, tollkvótum en félagið er að fullu í eigu Stjörnugríss. Félagið var stofnað árið 2017 og er framkvæmdastjóri þess og stjórnarmaður Sigurður Kári Kristjánsson, lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Enginn rekstur var í félaginu til ársins 2022.

LL42 er eitt af fimm fyrirtækjum sem hefur heimild til innflutnings á úkraínsku kjúklingakjöti og samkvæmt upplýsingum Geirs Gunnars flutti fyrirtækið hingað til lands um 200 tonn.

„Við vorum fyrst í ákveðnu afneitunarferli“
Geir Gunnar Geirsson
um ástæður þess að Stjörnugrís tók ekki strax þátt í tollkvóta útboðum.

Spurður hvort að einhver sérstök ástæða liggi að baki því að Stjörnugrís notist nú við félagið LL42 til að flytja inn kjöt og bjóða í tollkvóta svarar Geir Gunnar því til að það sé til að verja vörumerkin, Stjörnugrís, Stjörnunaut og Stjörnufugl. „Við vildum deila rekstrinum upp og hafa vörumerkin sér, þannig ef eitthvað kæmi upp í kringum innflutninginn bæru vörumerkin ekki skaða af. Varðandi innflutninginn erum við að miklu leyti að selja hann áfram óunninn, svo við viljum heldur ekki að fólk haldi, ranglega, að við séum að nota þetta í allar okkar vörur, að það sé bara erlent kjöt í okkar framleiðslu.“ Umræddar innfluttar landbúnaðarvörur eru bæði seldar beint áfram í vinnslu og stóreldhús, þó að fyrirtæki nýti þær einnig að hluta í eigin framleiðslu, segir Geir Gunnar enn fremur. Allt sé þá upprunamerkt frá fyrirtækinu, hvort sem um sé að ræða vörur á smásölumarkaði, vörur sem seldar séu til vinnslu eða í stóreldhús.  

Annaðhvort að taka þátt eða tapa

Geir Gunnar segir að fyrirtækið hafi ekki nýtt allan þann innflutningskvóta sem það hafi fengið úthlutað, og eigi það einkum við um kindakjöt. Alla jafna hafi hins vegar nauta-, svína- og alifuglakvótar verið nýttir. Stjörnugrís hafi hins vegar framan af ekki boðið í umrædda kvóta. „Við vorum fyrst í ákveðnu afneitunarferli, tókum ekki þátt í þessu fyrsta áratuginn eða svo, en svo er staðan sú að innanlandsframleiðslan hefur bara staðið í stað. Tollkvótarnir fylla upp í alla umframeftirspurn svo annaðhvort var að taka þátt eða tapa. Við erum ekki að fara að auka framleiðsluna eins og staðan er í íslenskum landbúnaði í dag, og í samkeppni við innflutning er þetta bara Davíð gegn Golíat.“

Fólksfjölgun og aukinn túrismi með meiri neyslu valdi því, segir Geir Gunnar, að aukin eftirspurn sé eftir ákveðnum vöruflokkum á borð við nautalundir, svínasíðum til beikongerðar og kjúklingabringum. Það geti því ekki borgað sig að rækta fleiri svín, með öllum öðrum afurðum sem af þeim koma, til að uppfylla eftirspurn eftir beikoni til að mynda. „Þetta er komið til að vera og það verður alltaf flutt meira og meira inn, það borgar sig ekki að framleiða meira hérna heima á móti þessu því að markaðurinn þarna úti er svo stór að við eigum ekki séns á að keppa við hann.“

Betra að gjöldin renni til ríkisins en í vasa einkaaðila

Spurður hverju hann svari gagnrýni sem ýmsir hafi hent á lofti, að með innflutningi fyrirtækja eins og Stjörnugríss á landbúnaðarafurðum, séu bændur og fyrirtæki í landbúnaði í raun að saga undan sér greinina sem þau sitji á, svarar Geir Gunnar því til að hún sá að sumu leyti rétt. „Þetta er gagnrýni sem á rétt á sér. Við viljum auðvitað helst framleiða sem mest hér á Íslandi en það er bara ógerlegt með þeim aðstæðum sem stjórnvöld skapa með þessum tollasamningum.“

„Neytandinn ber bara skaðann af því ef það verða fleiri milliliðir“
Geir Gunnar Geirsson

Því hefur jafnframt verið haldið fram að tollvernd til handa íslenskum landbúnaðarvörum sé andstæð hagsmunum neytenda, þeir greiði vegna hennar hærra verð en ef hún væri ekki til staðar. Þessu vísar Geir Gunnar á bug. „Ef maður horfir á þetta hrátt þá er þessi gagnrýni helst komin frá aðilum sem vilja að heildsalar hafi óheftan aðgang að innflutningi, til að selja okkur sem rekum kjötvinnslur, til að við vinnum það áfram fyrir verslanir. Neytandinn ber bara skaðann af því ef það verða fleiri milliliðir. Útboð á tollum, tollum sem við greiðum síðan, renna til ríkissjóðs. Hvað er ríkissjóður? Jú, það erum við öll og þessi gjöld fara vonandi út í samneysluna. Það hlýtur því að vera betra fyrir neytendur, jafnvel þó að vöruverð verði jafnvel eitthvað hærra, að greiðslurnar berist í ríkissjóð heldur en þetta renni til einkaaðila og félaga í Félagi atvinnurekenda.“

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Vilja eiga kjötið og éta það
GreiningTollvernd landbúnaðar

Vilja eiga kjöt­ið og éta það

Fyr­ir­tæki í land­bún­aði eru hvað um­fangs­mestu inn­flytj­end­ur er­lendra land­bún­að­ar­vara. Á sama tíma og um­rædd fyr­ir­tæki börð­ust gegn inn­flutn­ingi á úkraínsk­um kjúk­lingi stóðu þau sum hver sjálf í þeim inn­flutn­ingi. Þá er það al­menn af­staða for­svars­manna fyr­ir­tækj­anna að tollaum­hverfi og út­hlut­un toll­kvóta fyr­ir land­bún­að­ar­vör­ur séu ís­lensk­um land­bún­aði mjög óhag­stæð. Hins veg­ar taka þau þátt í út­boð­um á toll­kvót­um og flytja jafn­vel inn kjöt, osta og egg á full­um toll­um og keppa þar með við sjálf sig.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Við viljum tollvernd svo vonda fólkið græði ekki en við flytjum sjálfir inn til að vernda íslensk gæði???? Trúir maðurinn sjálfur þessu bulli ?? Eða er hann bara ekki vonda fólkið sem hann líkt og svo margir segist vera vernda okkur fyrir.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Tollvernd landbúnaðar

„Það hefði aldrei átt að leyfa þennan innflutning án tollkvóta“
FréttirTollvernd landbúnaðar

„Það hefði aldrei átt að leyfa þenn­an inn­flutn­ing án toll­kvóta“

Á að­al­fundi KS var sam­þykkt álykt­un um að fé­lag­ið og dótt­ur­fé­lög ættu ekki að flytja inn land­bún­að­ar­vör­ur. Dótt­ur­fé­lag­ið Esja gæða­fæði er eitt þeirra fyr­ir­tækja sem flutti inn úkraínsk­an kjúk­ling. Ág­úst Andrés­son stjórn­ar­formað­ur Esju seg­ir að rangt hafi ver­ið stað­ið að mál­inu frá upp­hafi.
Vilja eiga kjötið og éta það
GreiningTollvernd landbúnaðar

Vilja eiga kjöt­ið og éta það

Fyr­ir­tæki í land­bún­aði eru hvað um­fangs­mestu inn­flytj­end­ur er­lendra land­bún­að­ar­vara. Á sama tíma og um­rædd fyr­ir­tæki börð­ust gegn inn­flutn­ingi á úkraínsk­um kjúk­lingi stóðu þau sum hver sjálf í þeim inn­flutn­ingi. Þá er það al­menn af­staða for­svars­manna fyr­ir­tækj­anna að tollaum­hverfi og út­hlut­un toll­kvóta fyr­ir land­bún­að­ar­vör­ur séu ís­lensk­um land­bún­aði mjög óhag­stæð. Hins veg­ar taka þau þátt í út­boð­um á toll­kvót­um og flytja jafn­vel inn kjöt, osta og egg á full­um toll­um og keppa þar með við sjálf sig.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár