Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Borgarlínan rími við vatnsveituna og hitaveituna

Hróker­ing­ar urðu inn­an Vega­gerð­ar­inn­ar fyr­ir skemmstu. Arn­dís Ósk Ólafs­dótt­ir Arn­alds, sem leitt hafði Verk­efna­stofu Borg­ar­línu í rúmt ár, var ráð­in fram­kvæmda­stjóri mann­virkja­sviðs Vega­gerð­ar­inn­ar. Í kjöl­far­ið var til­kynnt að Ás­dís Krist­ins­dótt­ir tæki tíma­bund­ið við sem for­stöðu­mað­ur Verk­efna­stofu Borg­ar­línu.

Borgarlínan rími við vatnsveituna og hitaveituna
Staðgengill Ásdís Kristinsdóttir leysir af sem forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu.

Heimildin heyrði í Ásdísi, en hún rekur sitt eigið ráðgjafarfyrirtæki og kemur inn sem forstöðumaður í ráðgjafarhlutverki. Hún hefur áður leyst af í þessu hlutverki hjá Vegagerðinni.

Ásdís segir að til standi að Vegagerðin auglýsi forstöðumannsstarfið á haustmánuðum. „Ég kem hér inn sem ráðgjafi bara. En mér finnst gaman að taka þátt í þessu verkefni. Þetta er mikilvæg innviðauppbygging og það er minn bakgrunnur, ég var hjá Orkuveitunni og Veitum og þetta er verkefni sem er gaman að fá tækifæri til að vinna í,“ segir hún.

Spurð hvað henni þyki skemmtilegt við að vinna í Borgarlínuverkefninu segir Ásdís: „Mér finnst þetta ríma svolítið við það þegar menn voru að byggja upp hitaveituna, vatnsveituna og fráveituna hérna í gamla daga. Þetta voru stórhuga aðilar með framtíðarsýn, og framsýnir. Það var umdeilt á sínum tíma en ég er á því að þetta sé sambærilegt verkefni, mikilvæg innviðauppbygging, og það gefur starfinu aukið gildi að vera að taka þátt í því sem maður trúir að skipti samfélagið máli.“ 

Fyrsti áfangi Borgarlínunnar er í svokallaðri forhönnun og verkinu er skipt upp í marga mismunandi verkhluta í Reykjavík og Kópavogi. Ásdís segir að margvísleg vinna sé í gangi þrátt fyrir að lítið hafi e.t.v. heyrst opinberlega af hinum mörgu verkþáttum í Borgarlínuverkefninu frá því að skýrsla með frumdrögum fyrsta áfanga var opinberuð í byrjun febrúar 2021.

Raunar er það svo að unnið er að Borgarlínunni á skrifstofum víða um Evrópu, enda vinnur fjölþjóðlegt hönnunarteymi undir forystu alþjóðlega verkfræðifyrirtækisins Artelia Group að hönnuninni í kjölfar þess að þeirra teymi varð hlutskarpast í samkeppni sem haldin var árið 2021.

„Jú, þetta er öflugt teymi erlendra ráðgjafa. Þetta er flókið verkefni og umfangsmikið og ekki til þekking á svona BRT-kerfi hér á Íslandi, þannig að við erum að læra margt og það er verið að skilgreina margt. Við höfum öfluga ráðgjafa með okkur í þessu verkefni, þeir eru víða staddir erlendis, en það eru líka íslenskir ráðgjafar, sem eru lykilaðilar í að hafa „lókal“-þekkinguna,“ segir Ásdís. 

Spurð hvort hún hafi fylgst náið með Borgarlínuverkefninu og umræðunni um verkefnið undanfarin ár segist hún hafa gert það, eins og hún reiknar með að flestir hafi gert. „Mitt sjónarhorn er það að ég er vön að vinna með grundvallarinnviði og mér finnst sterkar almenningssamgöngur hljóta að vera grunnurinn að framtíðinni, þannig er mín tilfinning fyrir þessu verkefni. Þetta er stórt, risastórt verkefni, og eðlilegt að menn hafi skoðanir á því,“ segir Ásdís.

Alltaf tækifæri til umbóta

Hún stofnaði ráðgjafarfyrirtækið Gemba árið 2008 ásamt Margréti Eddu Ragnarsdóttur og hefur reksturinn gengið vel að hennar sögn. „Við erum tveir kvenverkfræðingar úr orkubransanum og höfum verið að kenna og innleiða straumlínustjórnun og vinna með umbætur í fyrirtækjum og minnka sóun í ferlum.

Spurð hvort það séu alltaf tækifæri til umbóta í rekstri fyrirtækja og stofnana segir Ásdís: „Já, alveg endalaus tækifæri til umbóta og oft mjög mikill vilji til þess líka, sem er svolítið gaman. Menn sjá að það eru tækifæri og þetta er skemmtilegur vettvangur að vinna á.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár