Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Halldór og hárið mun ekki sakna sviðsljóssins

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son hef­ur lát­ið af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins eft­ir sjö ár í starfi. Hann fagn­aði breyt­ing­un­um með því að kenna yngsta barn­inu sínu á skíði en er ekki viss hvort það sé kom­inn tími fyr­ir klipp­ingu.

Halldór og hárið mun ekki sakna sviðsljóssins
Stórkostlegur tími Halldór Benjamín Þorbergsson segir tímann sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafa verið stórkostlegan. Sjö séu hins vegar góður tími í starfi sem er einhvers konar brennipunktur samfélagsins. Nú taka nýjar áskoranir við og hann mun ekki sakna sviðsljóssins. Mynd: Stundin / Davíð Þór

„Sjö ár eru afskaplega góður tími í starfi sem er einhvers konar brennipunktur samfélagsins,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, sem hætti nýverið sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í sumar mun hann taka við starfi forstjóra fasteignafélagsins Regins. 

Halldór fagnaði þessum tímamótum í skíðaferð með fjölskyldunni á Akureyri þar sem markmiðið var að kenna fjórða og yngsta barninu á skíði, en gaf sér örlítinn tíma til að ræða við blaðamann milli skíðakennslustunda. „Þetta var stórkostlegur tími, ég er ekki maður sem tekur oft djúpt í árinni, en þetta er tími sem ég mun aldrei gleyma,“ segir Halldór um þau sjö ár sem hann gegndi starfi framkvæmdastjóra SA. Aðspurður hvers hann muni sakna nefnir hann samstarfsmenn og viðsemjendur. „Af því að enginn dagur er öðrum líkur, gríðarlegt álag en á sama tíma skemmtilegt að kljást við hluti í rauntíma fyrir allra augum, það reynir á mjög marga hæfileika.“

En þegar hann er spurður hvers hann muni ekki sakna er svarið svipað. „Að vera stanslaust í sviðsljósinu, að geta ekki hreyft sig án þess að tekin sé af því ljósmynd eða fréttamynd og vera fastagestur á heimilum landsmanna, bæði í gegnum útvarp, prentmiðla, vefmiðla og sjónvarp. Ég er viss um að ég muni minnst sakna þess hluta.“ 

Mun leggja sig í framkróka um að rísa undir trausti og trúnaði

Hárgreiðsla Halldórs hefur ekki sloppið við sviðsljósið og fréttir líkt og „Hvernig fer Halldór að því að vera með svona frábært hár“ rötuðu á lista yfir mest lesnu fréttir netmiðlanna í miðjum kjaraviðræðum. Halldór mun ekki sakna þess en sleppur þó ekki við spurninguna, er kominn tími á klippingu? „Konan mín stýrir því, það er langbesta svarið.“

Hann mun ekki segja alveg skilið við sviðsljósið í nýja starfinu sem forstjóri í skráðu félagi í kauphöllinni en hann býst samt sem áður við auknu svigrúmi. „Það verður öðruvísi, það er ekki jafn mikið í sviðsljósi almennings frá degi til dags. Auðvitað eru viðfangsefnin allt önnur, af öðrum toga, og ég hlakka sannarlega til að takast á við nýjar áskoranir í lífinu.“

Þetta er í fyrsta sinn sem Halldór mun stýra skráðu félagi. „Ég þarf að aðlagast því, ég er afar þakklátur fyrir það tækifæri og það traust og trúnað sem hluthafar og stjórn eru að sýna mér og ég mun auðvitað leggja mig í framkróka við að rísa undir því trausti og þeim trúnaði.“

Vandar sig mjög mikið og hefur alltaf gert 

Halldór er alvanur að svara fjölmiðlafólki og blaðamaður rifjar upp hennar fyrstu samskipti við framkvæmdastjórann þegar kjaraviðræður SA og Eflingar stóðu yfir veturinn 2019. Viðtalið var í gegnum síma og þegar blaðamaður bað hann vinsamlegast að endurtaka það sem hann var að lesa snöggreiddist hann og sagðist alls ekki vera að lesa upp af blaði, hann væri bara svona vel undirbúinn. Halldór hlær við þessa upprifjun. „Mér þykir bara mjög vænt um að heyra það, ég vanda mig mjög mikið og hef alltaf gert.“

Halldór mun sinna starfi framkvæmdastjóra þar til gengið verður frá ráðningu arftaka hans. Hann segist ekki hafa hugmynd um hver það verður og að hann muni ekki koma að því ferli. 

En hefur hann skoðun á því? 

„Ég hef skoðanir á öllu sem við kemur íslensku samfélagi en í þetta skiptið ætla ég að halda þeim fyrir sjálfan mig.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þórdís Ólafsdóttir skrifaði
    Hefi átt að vera farin fyrir löngu, þahefði náðst betri samningar við Eflingu. Frekjuhundar gola mest
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár