Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Halldór og hárið mun ekki sakna sviðsljóssins

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son hef­ur lát­ið af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins eft­ir sjö ár í starfi. Hann fagn­aði breyt­ing­un­um með því að kenna yngsta barn­inu sínu á skíði en er ekki viss hvort það sé kom­inn tími fyr­ir klipp­ingu.

Halldór og hárið mun ekki sakna sviðsljóssins
Stórkostlegur tími Halldór Benjamín Þorbergsson segir tímann sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafa verið stórkostlegan. Sjö séu hins vegar góður tími í starfi sem er einhvers konar brennipunktur samfélagsins. Nú taka nýjar áskoranir við og hann mun ekki sakna sviðsljóssins. Mynd: Stundin / Davíð Þór

„Sjö ár eru afskaplega góður tími í starfi sem er einhvers konar brennipunktur samfélagsins,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, sem hætti nýverið sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í sumar mun hann taka við starfi forstjóra fasteignafélagsins Regins. 

Halldór fagnaði þessum tímamótum í skíðaferð með fjölskyldunni á Akureyri þar sem markmiðið var að kenna fjórða og yngsta barninu á skíði, en gaf sér örlítinn tíma til að ræða við blaðamann milli skíðakennslustunda. „Þetta var stórkostlegur tími, ég er ekki maður sem tekur oft djúpt í árinni, en þetta er tími sem ég mun aldrei gleyma,“ segir Halldór um þau sjö ár sem hann gegndi starfi framkvæmdastjóra SA. Aðspurður hvers hann muni sakna nefnir hann samstarfsmenn og viðsemjendur. „Af því að enginn dagur er öðrum líkur, gríðarlegt álag en á sama tíma skemmtilegt að kljást við hluti í rauntíma fyrir allra augum, það reynir á mjög marga hæfileika.“

En þegar hann er spurður hvers hann muni ekki sakna er svarið svipað. „Að vera stanslaust í sviðsljósinu, að geta ekki hreyft sig án þess að tekin sé af því ljósmynd eða fréttamynd og vera fastagestur á heimilum landsmanna, bæði í gegnum útvarp, prentmiðla, vefmiðla og sjónvarp. Ég er viss um að ég muni minnst sakna þess hluta.“ 

Mun leggja sig í framkróka um að rísa undir trausti og trúnaði

Hárgreiðsla Halldórs hefur ekki sloppið við sviðsljósið og fréttir líkt og „Hvernig fer Halldór að því að vera með svona frábært hár“ rötuðu á lista yfir mest lesnu fréttir netmiðlanna í miðjum kjaraviðræðum. Halldór mun ekki sakna þess en sleppur þó ekki við spurninguna, er kominn tími á klippingu? „Konan mín stýrir því, það er langbesta svarið.“

Hann mun ekki segja alveg skilið við sviðsljósið í nýja starfinu sem forstjóri í skráðu félagi í kauphöllinni en hann býst samt sem áður við auknu svigrúmi. „Það verður öðruvísi, það er ekki jafn mikið í sviðsljósi almennings frá degi til dags. Auðvitað eru viðfangsefnin allt önnur, af öðrum toga, og ég hlakka sannarlega til að takast á við nýjar áskoranir í lífinu.“

Þetta er í fyrsta sinn sem Halldór mun stýra skráðu félagi. „Ég þarf að aðlagast því, ég er afar þakklátur fyrir það tækifæri og það traust og trúnað sem hluthafar og stjórn eru að sýna mér og ég mun auðvitað leggja mig í framkróka við að rísa undir því trausti og þeim trúnaði.“

Vandar sig mjög mikið og hefur alltaf gert 

Halldór er alvanur að svara fjölmiðlafólki og blaðamaður rifjar upp hennar fyrstu samskipti við framkvæmdastjórann þegar kjaraviðræður SA og Eflingar stóðu yfir veturinn 2019. Viðtalið var í gegnum síma og þegar blaðamaður bað hann vinsamlegast að endurtaka það sem hann var að lesa snöggreiddist hann og sagðist alls ekki vera að lesa upp af blaði, hann væri bara svona vel undirbúinn. Halldór hlær við þessa upprifjun. „Mér þykir bara mjög vænt um að heyra það, ég vanda mig mjög mikið og hef alltaf gert.“

Halldór mun sinna starfi framkvæmdastjóra þar til gengið verður frá ráðningu arftaka hans. Hann segist ekki hafa hugmynd um hver það verður og að hann muni ekki koma að því ferli. 

En hefur hann skoðun á því? 

„Ég hef skoðanir á öllu sem við kemur íslensku samfélagi en í þetta skiptið ætla ég að halda þeim fyrir sjálfan mig.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þórdís Ólafsdóttir skrifaði
    Hefi átt að vera farin fyrir löngu, þahefði náðst betri samningar við Eflingu. Frekjuhundar gola mest
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
4
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
5
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu