Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Halldór og hárið mun ekki sakna sviðsljóssins

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son hef­ur lát­ið af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins eft­ir sjö ár í starfi. Hann fagn­aði breyt­ing­un­um með því að kenna yngsta barn­inu sínu á skíði en er ekki viss hvort það sé kom­inn tími fyr­ir klipp­ingu.

Halldór og hárið mun ekki sakna sviðsljóssins
Stórkostlegur tími Halldór Benjamín Þorbergsson segir tímann sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafa verið stórkostlegan. Sjö séu hins vegar góður tími í starfi sem er einhvers konar brennipunktur samfélagsins. Nú taka nýjar áskoranir við og hann mun ekki sakna sviðsljóssins. Mynd: Stundin / Davíð Þór

„Sjö ár eru afskaplega góður tími í starfi sem er einhvers konar brennipunktur samfélagsins,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, sem hætti nýverið sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í sumar mun hann taka við starfi forstjóra fasteignafélagsins Regins. 

Halldór fagnaði þessum tímamótum í skíðaferð með fjölskyldunni á Akureyri þar sem markmiðið var að kenna fjórða og yngsta barninu á skíði, en gaf sér örlítinn tíma til að ræða við blaðamann milli skíðakennslustunda. „Þetta var stórkostlegur tími, ég er ekki maður sem tekur oft djúpt í árinni, en þetta er tími sem ég mun aldrei gleyma,“ segir Halldór um þau sjö ár sem hann gegndi starfi framkvæmdastjóra SA. Aðspurður hvers hann muni sakna nefnir hann samstarfsmenn og viðsemjendur. „Af því að enginn dagur er öðrum líkur, gríðarlegt álag en á sama tíma skemmtilegt að kljást við hluti í rauntíma fyrir allra augum, það reynir á mjög marga hæfileika.“

En þegar hann er spurður hvers hann muni ekki sakna er svarið svipað. „Að vera stanslaust í sviðsljósinu, að geta ekki hreyft sig án þess að tekin sé af því ljósmynd eða fréttamynd og vera fastagestur á heimilum landsmanna, bæði í gegnum útvarp, prentmiðla, vefmiðla og sjónvarp. Ég er viss um að ég muni minnst sakna þess hluta.“ 

Mun leggja sig í framkróka um að rísa undir trausti og trúnaði

Hárgreiðsla Halldórs hefur ekki sloppið við sviðsljósið og fréttir líkt og „Hvernig fer Halldór að því að vera með svona frábært hár“ rötuðu á lista yfir mest lesnu fréttir netmiðlanna í miðjum kjaraviðræðum. Halldór mun ekki sakna þess en sleppur þó ekki við spurninguna, er kominn tími á klippingu? „Konan mín stýrir því, það er langbesta svarið.“

Hann mun ekki segja alveg skilið við sviðsljósið í nýja starfinu sem forstjóri í skráðu félagi í kauphöllinni en hann býst samt sem áður við auknu svigrúmi. „Það verður öðruvísi, það er ekki jafn mikið í sviðsljósi almennings frá degi til dags. Auðvitað eru viðfangsefnin allt önnur, af öðrum toga, og ég hlakka sannarlega til að takast á við nýjar áskoranir í lífinu.“

Þetta er í fyrsta sinn sem Halldór mun stýra skráðu félagi. „Ég þarf að aðlagast því, ég er afar þakklátur fyrir það tækifæri og það traust og trúnað sem hluthafar og stjórn eru að sýna mér og ég mun auðvitað leggja mig í framkróka við að rísa undir því trausti og þeim trúnaði.“

Vandar sig mjög mikið og hefur alltaf gert 

Halldór er alvanur að svara fjölmiðlafólki og blaðamaður rifjar upp hennar fyrstu samskipti við framkvæmdastjórann þegar kjaraviðræður SA og Eflingar stóðu yfir veturinn 2019. Viðtalið var í gegnum síma og þegar blaðamaður bað hann vinsamlegast að endurtaka það sem hann var að lesa snöggreiddist hann og sagðist alls ekki vera að lesa upp af blaði, hann væri bara svona vel undirbúinn. Halldór hlær við þessa upprifjun. „Mér þykir bara mjög vænt um að heyra það, ég vanda mig mjög mikið og hef alltaf gert.“

Halldór mun sinna starfi framkvæmdastjóra þar til gengið verður frá ráðningu arftaka hans. Hann segist ekki hafa hugmynd um hver það verður og að hann muni ekki koma að því ferli. 

En hefur hann skoðun á því? 

„Ég hef skoðanir á öllu sem við kemur íslensku samfélagi en í þetta skiptið ætla ég að halda þeim fyrir sjálfan mig.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þórdís Ólafsdóttir skrifaði
    Hefi átt að vera farin fyrir löngu, þahefði náðst betri samningar við Eflingu. Frekjuhundar gola mest
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
4
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár