Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Halldór og hárið mun ekki sakna sviðsljóssins

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son hef­ur lát­ið af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins eft­ir sjö ár í starfi. Hann fagn­aði breyt­ing­un­um með því að kenna yngsta barn­inu sínu á skíði en er ekki viss hvort það sé kom­inn tími fyr­ir klipp­ingu.

Halldór og hárið mun ekki sakna sviðsljóssins
Stórkostlegur tími Halldór Benjamín Þorbergsson segir tímann sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafa verið stórkostlegan. Sjö séu hins vegar góður tími í starfi sem er einhvers konar brennipunktur samfélagsins. Nú taka nýjar áskoranir við og hann mun ekki sakna sviðsljóssins. Mynd: Stundin / Davíð Þór

„Sjö ár eru afskaplega góður tími í starfi sem er einhvers konar brennipunktur samfélagsins,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, sem hætti nýverið sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í sumar mun hann taka við starfi forstjóra fasteignafélagsins Regins. 

Halldór fagnaði þessum tímamótum í skíðaferð með fjölskyldunni á Akureyri þar sem markmiðið var að kenna fjórða og yngsta barninu á skíði, en gaf sér örlítinn tíma til að ræða við blaðamann milli skíðakennslustunda. „Þetta var stórkostlegur tími, ég er ekki maður sem tekur oft djúpt í árinni, en þetta er tími sem ég mun aldrei gleyma,“ segir Halldór um þau sjö ár sem hann gegndi starfi framkvæmdastjóra SA. Aðspurður hvers hann muni sakna nefnir hann samstarfsmenn og viðsemjendur. „Af því að enginn dagur er öðrum líkur, gríðarlegt álag en á sama tíma skemmtilegt að kljást við hluti í rauntíma fyrir allra augum, það reynir á mjög marga hæfileika.“

En þegar hann er spurður hvers hann muni ekki sakna er svarið svipað. „Að vera stanslaust í sviðsljósinu, að geta ekki hreyft sig án þess að tekin sé af því ljósmynd eða fréttamynd og vera fastagestur á heimilum landsmanna, bæði í gegnum útvarp, prentmiðla, vefmiðla og sjónvarp. Ég er viss um að ég muni minnst sakna þess hluta.“ 

Mun leggja sig í framkróka um að rísa undir trausti og trúnaði

Hárgreiðsla Halldórs hefur ekki sloppið við sviðsljósið og fréttir líkt og „Hvernig fer Halldór að því að vera með svona frábært hár“ rötuðu á lista yfir mest lesnu fréttir netmiðlanna í miðjum kjaraviðræðum. Halldór mun ekki sakna þess en sleppur þó ekki við spurninguna, er kominn tími á klippingu? „Konan mín stýrir því, það er langbesta svarið.“

Hann mun ekki segja alveg skilið við sviðsljósið í nýja starfinu sem forstjóri í skráðu félagi í kauphöllinni en hann býst samt sem áður við auknu svigrúmi. „Það verður öðruvísi, það er ekki jafn mikið í sviðsljósi almennings frá degi til dags. Auðvitað eru viðfangsefnin allt önnur, af öðrum toga, og ég hlakka sannarlega til að takast á við nýjar áskoranir í lífinu.“

Þetta er í fyrsta sinn sem Halldór mun stýra skráðu félagi. „Ég þarf að aðlagast því, ég er afar þakklátur fyrir það tækifæri og það traust og trúnað sem hluthafar og stjórn eru að sýna mér og ég mun auðvitað leggja mig í framkróka við að rísa undir því trausti og þeim trúnaði.“

Vandar sig mjög mikið og hefur alltaf gert 

Halldór er alvanur að svara fjölmiðlafólki og blaðamaður rifjar upp hennar fyrstu samskipti við framkvæmdastjórann þegar kjaraviðræður SA og Eflingar stóðu yfir veturinn 2019. Viðtalið var í gegnum síma og þegar blaðamaður bað hann vinsamlegast að endurtaka það sem hann var að lesa snöggreiddist hann og sagðist alls ekki vera að lesa upp af blaði, hann væri bara svona vel undirbúinn. Halldór hlær við þessa upprifjun. „Mér þykir bara mjög vænt um að heyra það, ég vanda mig mjög mikið og hef alltaf gert.“

Halldór mun sinna starfi framkvæmdastjóra þar til gengið verður frá ráðningu arftaka hans. Hann segist ekki hafa hugmynd um hver það verður og að hann muni ekki koma að því ferli. 

En hefur hann skoðun á því? 

„Ég hef skoðanir á öllu sem við kemur íslensku samfélagi en í þetta skiptið ætla ég að halda þeim fyrir sjálfan mig.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þórdís Ólafsdóttir skrifaði
    Hefi átt að vera farin fyrir löngu, þahefði náðst betri samningar við Eflingu. Frekjuhundar gola mest
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

„Mjög skrítið að sjá andlitið á sér alls staðar“
Allt af létta

„Mjög skrít­ið að sjá and­lit­ið á sér alls stað­ar“

Þeg­ar Heim­ild­in ræddi við Sig­ríði Hrund Pét­urs­dótt­ur hafði hún ekki náð til­skild­um fjölda með­mæl­enda til að geta boð­ið sig fram í kom­andi for­seta­kosn­ing­um. Hún dró fram­boð sitt til baka dag­inn sem for­setafram­bjóð­end­urn­ir skil­uðu und­ir­skriftal­ist­an­um. Sig­ríð­ur svar­aði ekki hversu mikl­um fjár­hæð­um hún eyddi í fram­boð­ið.
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár