Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.

Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
Þórunn Sveinbjarnardóttir , þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sagði í ræðu að þetta væri í fyrsta sinn síðan lög um rannsóknanefndir voru settar að Alþingi greiði atkvæði um rannsóknarnefnd sem fjallar ekki um eftirmála hrunsins.

Alþingi greiddi fyrir skömmu atkvæði um þingsályktunartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um rannsókn vegna snjóflóðsins sem féll í Súðavík árið 1995 fór fram í dag.  

Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu lýstu í ræðum sínum sjaldgæfri sátt sem náðst hefði um málið. En hörmuðu um leið þann langa tíma sem tekið hefur að koma málinu í þennan farveg.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tók fyrst til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu. Sagðist hún fagna því að málið hafi náð að rata til atkvæðagreiðslu. Þá vakti hún sérstaka athygli á þeirri góðu sátt sem tekist hafi við myndun rannsóknarnefndarinnar, sér í lagi þeirri niðurstöðu að skipa þrjá nefndarmenn. 

„Það var ekki sjálfgefið en það er ótrúlega mikilvægt til þess að viðeigandi sérfræðiþekking geti verið í nefndinni,“ sagði Þórhildur Sunna. 

Þá vakti Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, athygli á því að þetta mun …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Súðavíkurflóðið

Almannavarnir rannsaka sjálfar sig eftir að rannsóknarnefnd var aflögð
Fréttir

Al­manna­varn­ir rann­saka sjálf­ar sig eft­ir að rann­sókn­ar­nefnd var af­lögð

Þrátt fyr­ir ít­rek­að al­manna­varn­ar­ástand á und­an­förn­um ár­um og for­dæma­laus­ar íþyngj­andi að­gerð­ir í tengsl­um við þær, lögðu stjórn­völd nið­ur nefnd sem ætl­að var að rann­saka hvernig yf­ir­völd al­manna­varna færu að í slíku ástandi. Dóms­mála­ráð­herra færði eft­ir­lit­ið yf­ir til al­manna­varna sjálfra eft­ir að hafa rök­stutt það að leggja af nefnd­ina, með þeim rök­um að hans eig­in ráðu­neyt­ið hefði aldrei gert henni kleift að sinna skyld­um sín­um.
Katrín bendir þinginu á að rannsaka aðdraganda og eftirmál Súðarvíkurflóðanna
FréttirSúðavíkurflóðið

Katrín bend­ir þing­inu á að rann­saka að­drag­anda og eft­ir­mál Súð­ar­vík­ur­flóð­anna

Í bréfi sem Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sendi Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur, for­manni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Al­þing­is, seg­ist hún telja að rann­sókn­ar­nefnd á veg­um Al­þing­is væri til þess fall­in að skapa traust um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á að­drag­anda og eft­ir­mál­um snjóflóð­anna í Súða­vík 1995. Flóð­in hafi ver­ið reið­arslag fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.
Hættan í Súðavík skjalfest áratug fyrr af sérfræðingi Veðurstofu
ViðtalSúðavíkurflóðið

Hætt­an í Súða­vík skjalfest ára­tug fyrr af sér­fræð­ingi Veð­ur­stofu

Vinnu­gögn snjóflóða­sér­fræð­ings sem starf­aði á Veð­ur­stof­unni til 1984 sýna að snjóflóða­hætta í Súða­vík var mun meiri á því svæði sem seinna var sagt hættu­laust en fór und­ir snjóflóð ár­ið 1995. Höf­und­ur þess furð­ar sig á því að yf­ir­völd hafi sett fram hættumat, sem stang­að­ist á við þeirra eig­in gögn.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár