Boð um bæjarstjórastólinn á hárréttum tíma

Pét­ur Mark­an, verð­andi bæj­ar­stjóri Hvera­gerð­is­bæj­ar, hef­ur ekki áhyggj­ur af sam­skipt­um við minni­hluta bæj­ar­stjórn­ar­inn­ar, en fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri, Geir Sveins­son, sagði far­ir sín­ar ekki slétt­ar af þeim. Pét­ur seg­ist spennt­ur fyr­ir kom­andi tím­um en ætl­ar ekki að flytja í bæ­inn í bili.

Boð um bæjarstjórastólinn á hárréttum tíma
Bæjarstjórinn „Viðveran og tengsl við íbúana skipta rosalega miklu máli,“ segir Pétur sem sér fram á að dvelja mikið í Hveragerði næstu tvö árin í það minnsta. Mynd: Hveragerðisbær

Komandi biskupskosningar þýddu að Pétur Georg Markan biskupsritari þyrfti mögulega að leita sér að nýrri vinnu. En vinnan kom til hans með símtali frá bæjarstjórn Hveragerðisbæjar í lok mars þar sem borin var undir hann ný staða, staða bæjarstjóra. 

„Nýr biskup velur sér biskupsritara svo það var kannski farið að spyrjast út að ég væri á lausu einhvern tímann á árinu,“ segir Pétur léttur í bragði. 

Forveri hans í bæjarstjórastólnum, Geir Sveinsson, sem einnig er þekktur fyrir afrek sín í handboltaheiminum, hætti eftir tvö ár í starfi. Í kjölfarið sagði hann farir sínar af samskiptum við minnihlutann, sem hefði skapað „eitrað umhverfi“, ekki sléttar. Geir hefði viljað klára þá vinnu sem hann hóf hjá bænum en sagði að hann og fulltrúar meirihlutans hefðu „ólíka sýn“ á hlutverk hans og því hafi starfslok verið það besta í stöðunni.

Aðspurður segist Pétur ekki hafa áhyggjur af því að lenda í sömu aðstæðum og að bæjarstjórnin sé vel mönnuð. Aftur á móti sé eðlilega tekist á innan sveitarstjórna um leiðir til betrumbóta. 

„Sveitarstjórnarmál eru nærsamskipti og í stjórnmálum eru þetta nærstjórnmál þannig að þegar stundum gustar er þetta mjög nálægt manni. Þá skiptir máli að hafa ástríðu fyrir sveitarstjórnarmálum, að hafa ástríðu fyrir rekstri sveitarfélaga og taka þetta ekki persónulega.“

Flytur ef hann heldur áfram eftir tímabilið

Pétur hefur reynslu af stjórn sveitarfélags en hann var sveitarstjóri Súðavíkurhrepps frá árinu 2014 til ársins 2019 og hyggst nýta þá reynslu í nýja starfinu, meðal annars hvað varðar samstarf á milli sveitarfélaga.

„Þetta er hálfgerð fjölskylda, Árborg og Ölfus eru bara náskyld sveitarfélög og það er mjög mikilvægt að það sé gott samstarf þarna á milli,“ segir Pétur sem setur þó á oddinn áframhaldandi uppbyggingu í Hveragerði. 

„Núna er rífandi gangur í atvinnulífinu og íbúaþróun og náttúrlega heilmikil uppbygging sem sveitarfélagið stendur að í kringum þetta – leikskólar og skólar og íþróttamannvirki,“ segir Pétur.

„Umbótum fylgja alltaf átök. Það er eðli umbótanna.“
Pétur G. Markan
um starfið hjá Biskupsstofu

Hann hefur engin sérstök tengsl við Hveragerði, að frátöldum ísbíltúrum í Eden sem barn, en segist hafa fylgst vel með „ævintýralegum“ uppgangi í sveitarfélaginu þegar hann var sjálfur í Súðavík. Þar sem Pétur er nú ráðinn til tveggja ára, út kjörtímabilið eins og lög gera ráð fyrir, hyggst hann ekki flytja búferlum með fjölskylduna til Hveragerðis í bili.

„En ég myndi aldrei taka nýtt kjörtímabil nema að búa á svæðinu,“ segir Pétur, sem sér þó fram á að vera mikið á svæðinu frá fyrsta degi. Hans fyrsta verk þegar hann tekur við 2. maí verður að kynnast starfsfólki Hveragerðisbæjar og svo Hvergerðingum sjálfum.

„Ég hef ofurtrú á tengslum,“ segir Pétur, sem fer að pakka saman á Biskupsstofu. Verkefnin þar hafa verið af ýmsum toga og kirkjunnar fólk hefur tekist á um verk Agnesar M. Sigurðardóttur biskups.

Þið Agnes hafið ekki siglt alveg lygnan sæ?

„Umbótum fylgja alltaf átök. Það er eðli umbótanna,“ segir Pétur og nefnir t.a.m. gangskör í ofbeldismálum og aðskilnað ríkis og kirkju. „Þetta er fyrst og fremst umbótatíð sem ég er rosalega stoltur af að vera þátttakandi í að einhverju leyti.“

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnus Magnusson skrifaði
    Til hamingju með rétt ættarnafns, gersamlega óverskulduð forréttindi, nema síður sé. Aðrir sáu um sjálfstæðisbaráttuna.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

„Mjög skrítið að sjá andlitið á sér alls staðar“
Allt af létta

„Mjög skrít­ið að sjá and­lit­ið á sér alls stað­ar“

Þeg­ar Heim­ild­in ræddi við Sig­ríði Hrund Pét­urs­dótt­ur hafði hún ekki náð til­skild­um fjölda með­mæl­enda til að geta boð­ið sig fram í kom­andi for­seta­kosn­ing­um. Hún dró fram­boð sitt til baka dag­inn sem for­setafram­bjóð­end­urn­ir skil­uðu und­ir­skriftal­ist­an­um. Sig­ríð­ur svar­aði ekki hversu mikl­um fjár­hæð­um hún eyddi í fram­boð­ið.
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu