„Eftir að allt hafði verið eins og á rúi og stúi í Rómarríki í langan tíma og þrír keisarar rænt völdum en síðan týnt lífi hver af öðrum, þá kom Flavíusarættin loks á röð og reglu á ný.“
Þannig hóf rómverski sagnaritarinn Suetonius ævisöguþátt sinn um keisarann Flavius Vespasianus sem sat á æðsta valdastóli í Rómaveldi, öflugasta stórveldi fornaldarinnar, frá 79 til 89 eftir upphaf tímatals okkar. Og það má vel orða það svo að Vespasianus hafi stillt til friðar, þótt með harðneskju væri. Ærslabelgurinn Nero hafði að lokum gengið svo fram af Rómverjum að honum var í raun steypt af stóli og neyddist til að fremja sjálfsmorð árið 78. Eftir það börðust herstjórar grimmilega um völdin í rúmt ár, uns Vespasianus varð óumdeildur keisari. Ríkti svo friður innanlands um skeið.
Nú hefur þýski leikstjórinn Roland Emmerich boðað sjónvarpsseríu sem gerist á valdatíð Vespasianusar og kann það að koma einhverjum …
Athugasemdir (1)