Héraðsdómur Reykjavíkur neitar að afhenda Heimildinni óbreyttan dóm í skaðabótamáli fyrrverandi skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem sagt var upp störfum þar árið 2019. Skrifstofustjórinn, Jóhann Guðmundsson, lét fresta gildistöku nýrra laga um fiskeldi um sumarið 2019 og kærði ráðuneytið mál hans til lögreglu. Jóhann höfðaði skaðabótamál gegn íslenska ríkinu í kjölfarið og krafðist rúmlega 30 milljóna króna í skaðabætur.
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkinu í hag í málinu í fyrra. Jóhann hefur áfrýjað niðurstöðunni til Landsréttar og verður málið tekið fyrir nú í vor.
Þegar héraðsdómur loks birti dóminn í málinu á þessu ári, eftir beiðnir fjölmiðla þar um, var búið að strika út öll nöfn úr dómnum, meðal annars nafn Jóhanns og þeirra laxeldisfyrirtækja sem tengjast málinu.
Héraðsdómur vísar til lögreglurannsóknarinnar
Heimildin óskaði eftir því við Héraðsdóm Reykjavíkur að fá dóminn sendan óbreyttan.
Mál Jóhanns vakti nokkra athygli …
Fyrir ekki neitt - annað en missa vinnuna?