Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vinstri snúningur hjá VG – Vilja auðlegðaskatt og auðlindir í þjóðareign

Vinstri græn vilja banna skatta­skjól, inn­leiða auð­legða­skatt og koma bönd­um á fjöl­þjóða fyr­ir­tæki sem koma sér und­an skatt­greiðsl­um með klækj­a­brögð­um. Þá vill hreyf­ing­in ljúka end­ur­skoð­un stjórn­ar­skrár­inn­ar, taka fyr­ir einka­rekst­ur í ágóða­skyni þeg­ar kem­ur að heil­brigð­is­þjón­ustu og halda í skefj­um gróða­drif­inni hús­næð­is­upp­bygg­ingu verk­taka. Ell­efu stefn­ur og fjöldi álykt­ana voru sam­þykkt­ar á lands­þingi hreyf­ing­ar­inn­ar sem lauk í dag.

Vinstri snúningur hjá VG – Vilja auðlegðaskatt og auðlindir í þjóðareign

„Innleiða skal hóflegan auðlegðarskatt á eignir einstaklinga, að undanskildu íbúðarhúsnæði, og einnig þrepaskiptan fjármagnstekjuskatt. Halda skal tekjuskatti eðlilega þrepaskiptum eins og nú er og ætti skattprósentan á ofurtekjur að vera umtalsvert hærri en á lægri tekjur og venjulegar launatekjur. Tryggja þarf aukið jafnræði með því að loka leiðum til að fela tekjur og einkaneyslu í einkahlutafélögum.“

Þetta segir í efnahagsmálastefnu sem samþykkt var á landsfundi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs sem fram fór í Hofi á Akureyri um helgina og lauk í dag.

Ellefu stefnur voru samþykktar á fundinum; stefnur um málefni hinsegin fólks, innflytjendur og fólk á flótta, menningu og listir, menntun fyrir okkur öll, landbúnað, matvælaframleiðslu, efnahagsmál, lýðræðislegt samfélag, orkumál, velferðarsamfélagið og málefni fatlaðs fólks.

Margt í þessum stefnum boðar róttækan viðsnúning frá stefnu ríkisstjórnarinnar sem Vinstri græn eru í forsvari fyrir en fylgið hefur hríðfallið af hreyfingunni frá því hún myndaði fyrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur með Vinstri grænum, Sjálfstæðisflokknum og Framsókn haustið 2017. Ríkisstjórnin mælist nú með minni stuðning meðal almennings en hún hefur nokkru sinni mælst með, einungis 42 prósent aðspurðra segjast styðja hana í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup.

Fyrir helgi var greint frá úrsögnum úr Vinstri grænum vegna óánægju með útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar sem var samþykkt á miðvikudag en allir viðstaddir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði með frumvarpinu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, hefur sagt að þingmenn hreyfingarinnar hafi unnið af heilindum við frumvarpið og komið að mikilvægum breytingum í takt við stefnu flokksins.

Landsfundur samþykkti einnig stjórnmálaályktun þar sem er fjallað um aðgerðir gegn loftslagsvá, þjóðgarð, minjavernd, veiðigjöld, matvælaframleiðslu, sátt um orkuuppbyggingu, aðgerðir gegn verðbólgu, betri barnabætur og félagslegar lausnir á húsnæðismarkaði, betri leigumarkað, almannaþjónustu, bætt kjör öryrkja, íslenskukennsku, innflytjendaamál, umbætur í fiskeldi, fjölmiðla og upplýsingar, samskipti ríkis og sveitarfélaga, og aukin framlög til háskóla.

Endurskoðun stjórnarskrár og lægri kosningaaldur

Í nýsamþykktri efnahagsmálastefnu Vinstri grænna segir ennfremur að stórefla þurfi skattaeftirlit og skattrannsóknir til að stemma stigum við skattaundanskotum einstaklinga og fyrirtækja á kostnað velferðarsamfélagsins. „Nýtingu aflandsfélaga í skattaskjólum á að banna eða takmarka sem kostur er. Ísland á að leggja sitt lóð á vogarskálar í alþjóðlegri viðleitni til að koma böndum á fjölþjóðafyrirtæki og auðhringa sem koma sér undan eðlilegum skattgreiðslum með klækjabrögðum,“ segir þar.

Stefna um lýðræðislegt samfélag gerir ráð fyrir að Ríkisútvarpið skuli áfram vera öflugur fjölmiðill í almannaþágu, rekinn fyrir útvarpsgjald og sjálfsaflafé, kosningaaldur lækkaður í 16 ár og að framfylgja þurfi betur ákvæðum upplýsingalaga og auka aðgang fólks með aðgengilegum hætti að upplýsingum sem varða almannahagsmuni.

Þar segir enn fremur að ljúka skuli „heildstæðri endurskoðun stjórnarskrárinnar og breytingar á henni skulu tryggja lýðræði og mannréttindi á tímum mikilla samfélagsbreytinga“. Í stefnunni segir líka að ákvæði um auðlindir í þjóðareign sé grundvallaratriði við endurskoðun stjórnarskrárinnar, og endurskoða eigi kjördæmaskipan og vægi atkvæða.

Í stefnu um orkumál er meðal annars fjallað um nýtingu vindorku og segir að móta þurfi stefnu í þeim málum hið fyrsta. Þegar kemur að úthlutun takmarkaðra sameiginlegra gæða eins og virkjanaleyfa skuli fyrirtæki í almannaeigu hafa forgang. Þá eigi vindorkuver á landi aðeins heima á þegar röskuðum svæðum með tengingu við orkuinnviði sem eru í almannaeigu.

Ríkisstjórnin hefur ekki náð að stilla sig saman um hver stefna hennar eigi að vera í vindorkumálum. Í fyrrasumar var skipaður starfshópur sem átti að skila tillögum fyrir 1. febrúar 2023 en hann hefur enn ekki skilað niðurstöðum sínum.

„Greiður aðgangur að heilbrigðisþjónustu er meðal mikilvægustu réttinda einstaklinga og jafnframt hagur samfélagsins í heild. Þjónustan skal miða að bættum lífsgæðum og jöfnuði óháð efnahag, búsetu eða aðstæðum. Heilbrigðisþjónusta skal vera fjármögnuð með skattfé og starfrækt á opinberum grunni. Einkarekstur í ágóðaskyni á ekki heima í heilbrigðisþjónustu,“ segir í velferðarmálastefnu sem var samþykkt á landsþinginu.

Öruggt húsnæði

Þar segir einnig að biðlistum eftir greiningum og þjónustu við börn þurfa að styttast og fræðsla til umönnunaraðila þarf að vera tryggð. „Efla þarf frekar geðheilbrigðisþjónustu í nærsamfélaginu þar sem batahugmyndafræðin er höfð að leiðarljósi. Samhliða eflingu þjónustunnar þarf að tryggja réttindi geðsjúkra, vinna gegn fordómum um geðsjúkdóma og hrinda í framkvæmd stefnumörkun í geðheilbrigðismálum. Mikilvægt er að auka áhrif notenda á þjónustuna á öllum stigum,“ segir í velferðarstefnunni.

Húsnæðismálin eru þar undir sömuleiðis og segir að það sé grundvallarþáttur í velferð einstaklinga og fjölskyldna að geta eignast öryggt heimili. „Sjálfbær og fjölbreyttur húsnæðismarkaður með félagslegri blöndun, sterkum innviðum og náttúrunni umlykjandi þarf að vera meginstef í allri uppbyggingu. Það á að hafna uppbyggingu húsnæðis út frá hagnaðarsjónarmiðum og koma böndum á síhækkandi húsnæðisverð og gróðadrifna uppbyggingu verktaka.“

Vinstri græn vilja lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja jöfn réttindi til sjálfstæðs lífs án aðgreiningar. Velferðarstefna hreyfingarinnar gerir ráð fyrir að fatlað fólk hafi val um húsnæði og geti ráðið með hverjum það býr, en ekki skilyrða rétt fatlaðs fólks til viðeigandi stuðningsþjónustu við tiltekið búsetuform.

Taka fólki fagnandi, óháð uppruna

Í stefnu um innflytjendur og fólk á flótta segir að VG telji að fjölbreytileiki sé styrkur hvers samfélags „og því á íslenskt samfélag að taka þeim fagnandi sem hingað koma, óháð uppruna þeirra eða þeim forsendum sem dvölin byggir á. Fólk sem sest að á Íslandi á að hafa sömu tækifæri og aðrir íbúar svo sem til atvinnuöryggis, húsnæðisöryggis og tryggrar heilbrigðisþjónustu. Réttlátt og öflugt samfélag nýtur hæfileika og þekkingar allra óháð uppruna. Þá væri mikill styrkur af aukinni þátttöku innflytjenda í stjórnmálum. Fordómar sem byggja á uppruna og trúarbrögðum verða ekki liðnir á Íslandi, né heldur orðræða og framkoma sem felur í sér hatur og tortryggni gagnvart innflytjendum. Við fögnum þeim áföngum sem nú þegar hafa náðst t.a.m. Móttökustöð flóttafólks og að heildarstefnumótun í málaflokknum sé farin af stað.“

Stefna í málefnum hinsegin fólks var einnig samþykkt. Vinstri græn leggja áherslu á að fólk eigi að njóta fullra réttinda í samfélaginu óháð því hvernig það skilgreinir sig. „Í mörgu hefur réttarstaða hinsegin fólks verið löguð og réttindi þess aukin en margt er enn óunnið. Gera þarf gangskör til að uppræta fordóma, útskúfun og ofbeldi í garð hinsegin fólks og það á að vera metnaðarmál að ráðast í kerfislegar og samfélagslegar breytingar sem bæta líf og tilveru þess. Vinstrihreyfingin – grænt framboð leggur höfuðáherslu á jafnræði fólks í millum og að vera í virku samtali við hinsegin samfélagið í þeirri vinnu.“

Hærri veiðigjöld

Viku fyrir landsfundinn birtu Vinstri græn drög að ályktunum sem lögð yrðu fyrir fundinn en þar á meðal var ályktun þar sem sagði að landsfundurinn legðist eindregið gegn frumvarpi dómsmálaráðherra til breytinga á útlendingalögunum. Undir þessi ályktunardrög rituðu nokkrir flokksfélagar sem sumir hverjir hafa sinnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, og var því ekki um ályktun frá einni af fastanefndum flokksins að ræða. Þar sem útlendingafrumvarpið var samþykkt fyrir landsfundinn var ljóst að breytingar þyrfti að gera á þessum drögum.

Í þeirri ályktun um sem fundurinn samþykkti segir að lögð sé áhersla á mikilvægi heildarstefnumótunar í málefnum innflytjenda og áréttað að nýsamþykkt útlendingafrumvarp hvorki breyti né megi tefja þá vinnu.

„Finna þarf leiðir fyrir þau sem hingað flytja til að taka fullan þátt í samfélaginu og tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Efla þarf samstarf ríkis og sveitarfélaga enn frekar vegna þjónustu við innflytjendur og fólk á flótta eins og með samræmdri móttöku flóttafólks. Nauðsynlegt er að sveitarfélög um allt land taki þátt í samræmdri móttöku fólks á flótta og fái þannig nauðsynlegan stuðning. Þá fagnar fundurinn tillögum um lagabreytingar sem auka tækifæri fólks sem býr utan EES-svæðisins til að flytjast til Íslands með því að rýmka reglur um dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku fyrir þann hóp. Fundurinn lýsir ánægju með að þjónusta við fólk með alþjóðlega vernd heyri nú undir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og telur ýmis jákvæð skref hafa verið stigin, til dæmis með einni móttökumiðstöð. Ljóst er að halda þarf áfram að endurskoða kerfið og tryggja að það standi betur undir auknum fjölda fólks á flótta,“ segir í ályktuninni.

Einnig var til að mynda ályktað um veiðigjöld og taldi fundurinn að stefnumótun matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, undir formerkjum „Auðlindarinnar okkar“ vera stærstu skref í átt að aukinni sátt um sjávarútveg um langan tíma. „Fundurinn hvetur matvælaráðherra til að halda áfram að byggja stefnumótun á grundvelli sjónarmiða sjálfbærrar þróunar, vísinda og þekkingar. Þannig sé best komið til móts við þá djúpstæðu tilfinningu um óréttlæti sem ríkt hefur um fiskveiðistjórnun Íslendinga um áratugaskeið. Fundurinn ítrekar að svigrúm er til að hækka veiðigjöld á stærstu útgerðirnar miðað við þær ríkulegu arðgreiðslur sem þær greiða sér vegna nýtingar sameiginlegrar auðlindar.“

Í stjórnmálaályktun landsfundarins var einnig fagnað ýmsu sem bæri vott um málefnalegan árangur hreyfingarinnar í ríkisstjórn, svo sem stytting vinnuvikunnar, hærri barnabætur, ný jafnréttislög, bætt réttarstaða brotaþola og fjöldi friðlýsinga náttúruminja.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (19)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    "Vilja auðlegðarskatt og auðlindir í þjóðareign".

    Það væri fróðlegt að vita hvað þetta þýðir.
    Ætla þau að spyrja Bjarna hvort hann sé tilbúinn að taka þátt í þessu og þegar hann segir nei, sem allir vita að hann mun gera, þá heldur stjórnarsamstarfið áfram eins og ekkert hafi í skorist.
    Eða ætla þau að setja þetta sem skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi þannig að ríkisstjórnin mun falla.
    Hræddur er ég um að fyrri kosturinn verði fyrir valinu og þessar yfirlýsingar séu ekkert annað en marklaust hjal.
    0
  • Sigga Svanborgar skrifaði
    söluræða....
    1
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Of seint í rassinn gripið,ykkur er ekki treystandi.
    2
  • PH
    Pétur Hilmarsson skrifaði
    Það er lítið gert í langmest aðkallandi umhverfisvandanum, loftslagsvánni. Merkilegt að ekki sé talað um það eða að flokksmenn yfirgefi flokkinn þegar formaður og forsætisráðherrann er að rita bréf til Framkvæmdastjórnar ESB um að Ísland fái undanþágu til geta haldið áfram að menga út af flugi.
    2
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Þetta á ekki að koma okkur á ávart ,þetta eru allt Millistéttar flokar og atkvæðin fara ekki út úr 5 flokknum .Og svo erum við lástéttin flokslaus nema fíflin sen kjósa 5 flokkin og stirkja auðvaldið í arðráninu á okkur.Og hvert fer Húsavíkur Alli eftir digga þjónustu við atvinurekendur verða verlaunin velborguð staði í fyskeldi?
    1
  • Omar Sigurjónsson skrifaði
    Það er ekki einu orði minnst á kosningaloforð þeirra um að bæta hag öryrkja og eldri borgara og þà sem verst hafa það í þjóðfélaginu, þessi hreyfing, VG er búin að vera.
    2
    • Þorvaldur Árnason skrifaði
      Það er rífandi gangur í vinnu að báðum þessum málaflokkum, en ráðherra VG hefur bara haft rúmt ár til þess. Vanda skal það sem lengi á að standa.
      -1
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Það er nákvæmlega ekkert að marka þetta aumingja fólk í VG. Þau gerðu best með því láta sig hverfa á sem snyrtilegastan hátt inn í Framsóknarflokkinn, sem er hægriflokkur og verkfæri í höndum auðvaldsins, sem hefur aðeins eina hugsjón, ef hugsjón skyldi kalla, að vera í ríkissjón hvað sem það kostar og með hverjum sem er.
    5
    • Þorvaldur Árnason skrifaði
      Miðað við að vera aðeins með 15% kjörfygi og þrátt fyrir samstarfsflokkana kemur VG býsna mörgum af sínum stefnumálum fram. Lesið bara stjórnmálaályktun landsfundarins, þar eru nokkur þeirra mála nefnd. Vonandi eru ekki allir búnir að gleyma lengingu fæðingarorlofsins.
      -2
  • Þórarinn Björn Steingrímsson skrifaði
    Hún hefur logið og svikið áður. Oft.
    3
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Það verður fróðlegt að sjá framhaldið.
    3
  • Sigurjón Pétur Guðmundsson skrifaði
    Ef eitthvað af þessu þó ekki væri nema eitt atriði yrði að veruleika þá sé ég ekki hvernig samvinna með sjöllunum verði í framhaldinu 🤔
    5
    • Þorvaldur Árnason skrifaði
      Lestu stjórnmálaályktun landsfundarins, svo þú vitir eitthvað um það sem þú ert að tala um.
      0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Verður spennandi að fylgjast með efndum þessara samykkta.
    3
  • Mikið grín, mikið gaman, Jóla hvað?
    4
  • Oskar Kettler skrifaði
    Hahahahahahahahaha

    Kanntu annan?
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár