Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Landsfundardrög Vinstri grænna boða róttækan viðsnúning frá stefnu ríkisstjórnarinnar

Fyr­ir lands­fundi Vinstri grænna, sem hefst eft­ir viku, liggja drög að stefnu og álykt­un­um sem af­staða verð­ur tek­in til á fund­in­um. Á með­al þess sem þar er lagt fram er að inn­leiða eigi auð­legð­ar­skatt, banna af­l­ands­fé­lög í skatta­skjól­um, breyta stjórn­ar­skrá og skýr af­staða til þess hverj­ir eigi að fá að virkja vindorku og á hvaða for­send­um.

Landsfundardrög Vinstri grænna boða róttækan viðsnúning frá stefnu ríkisstjórnarinnar
Forsætisráðherra Flokkur Katrínar Jakobsdóttur hittist eftir viku á Akureyri og mótar pólitíska stefnu sína til næstu ára. Mynd: Eyþór Árnason

Vinstri græn hafa verið í ríkisstjórn frá því síðla árs 2017 og Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, verið forsætisráðherra allan þann tíma, eða í næstum fimm og hálft ár. Ríkisstjórnin mælist nú með minni stuðning meðal almennings en hún hefur nokkru sinni mælst með, einungis 42 prósent aðspurðra segjast styðja hana í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup. Vinstri græn hafa mælst með 6,8 prósent fylgi í þrjá mánuði í röð, en það er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkru sinni mælst með í könnunum Gallup, sem ná aftur til ársins 2004. Fylgið er rúmlega tíu prósentustigum minna en flokkurinn fékk í kosningunum 2017 og tæplega sex prósentum minna en hann fékk upp úr kjörkössunum haustið 2021. 

Forysta Vinstri grænna hefur verið gagnrýnd, jafnt innan flokks sem utan, fyrir að gefa of mikinn afslátt á helstu stefnumálum sínum til að komast að völdum. Eftir viku fer fram landsfundur flokksins þar sem línur …

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Það blasir við að VG er ekki viðreisnarvon með Katrínu í forystu vegna þjónkunar hennar víð auðjöfra. Nú er svo komið hjá okkur sem erum ein af ríkari þjóðum heims að það er allt komið að niðrulotum. Heilbrigðis- skóla- og vegakerfi eru ónýt. Semnæst allt sem endar á kerfi er ónýtt. Einu úrræðin eru að hækka álögur á þá sem síst skildi og leyfa þeim sem verst hafa það að éta það sem úti frýs. En svo má líka nefna að VG var bara stofnað afþví Sreingrímur Joð tapaði formannskosningu í Samfylkingunni. Þar af leiðandi hefur þessi flokkur ekkert hlutverk lengur og eðlilegast að leggja hann niður.
    0
  • Sandra Guðmundsdóttir skrifaði
    Auðvitað. Þessi blekking sem frjáls viðskipti eru er búið að koma peningum og aflandskrónum framhjá skattakerfinu og núna á að loka á alla þá sem ekki eru komnir í samvinnu með ríkinu..
    Fylla svo allar "sérfræðinga stöður" til þess að geta haldið áfram að brjóta á íslenskum ríkisborgurum án þess að nokkur skilji hver glæpurinn sé

    Samtök atvinnulífsins eru hryðjuverkasamtök
    1
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Ef einhvar alvara er á bak við þetta þýðir það stjórnarslit. En ætli Katrín gefi ekki eftir gagnvart Bjarna eins og hingað til?
    2
  • Laufey Jóhannesdóttir skrifaði
    Manni verður óglatt að lesa svona lygar frá vg og hún kata er útbrunnin og samfylkingin er eitthvað sem bb bíður spenntur eftir kristrun á ekki eftir að standa eins lengi og kata hið mikkli SVIKAR.
    0
  • Siggi Rey skrifaði
    Brandari aldarinnar! Hvað gerir ekki fólk sem komið hefur sjálfu sér í snöruna! Jú, í örvæntingu lofar það öllum fjandanum! Er Katrínu ekki sjálfrátt! Maður spyr sig.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu