Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þrjú stór útgerðarfélög hafa fjárfest fyrir milljarða í laxeldi

Síld­ar­vinnsl­an, Skinn­ey-Þinga­nes, Ís­fé­lag Vest­manna­eyja og Hólmi ehf., fyr­ir­tæki sem eig­end­ur út­gerð­ar­inn­ar Eskju eiga, hafa öll keypt hluti í hér­lend­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um á liðn­um ár­um. Þetta er til­tölu­lega ný­leg þró­un þar sem út­gerð­ar­fé­lög­in ís­lensku áttu lengi vel ekki hluta­fé í þess­um fyr­ir­tækj­um.

Þrjú stór útgerðarfélög hafa fjárfest fyrir milljarða í laxeldi
Fjárfestingar útgerða í laxeldi vekja athygli erlendis Fjárfestingar íslenskra útgerða í laxeldisfyrirtækjum hér á landi eru byrjaðar að vekja athygli erlendra fjölmiðla sem fjalla um sjávarútveg. Síðasta dæmið um þessa þróun eru kaup Ísfélags Guðbjargar Matthíasdóttur á hlutabréfum í Ice Fish Farm á Austfjörðum. Mynd: Bára Huld Beck

Að minnsta kosti fjögur útgerðartengd félög á Íslandi hafa fjárfest í laxeldisfyrirtækjum hér á landi á síðustu árum. Þessi þróun, að rótgróin útgerðarfélög sem veiða villtan fisk í sjó, kaupi sig inn í laxeldisfyrirtækin á Íslandi er orðin það áberandi að hún er byrjuð að vekja athygli erlendra fjölmiðla.

Einn þessara fjölmiðla er fagtímaritið Intrafish sem fjallar um kaup Ísfélagsins í Vestmannaeyjum á hlutabréfum í laxeldisfyrirtækinu Ice Fish Farm í gær undir fyrirsögninni: „Annað íslenskt útgerðarfélag fer inn í laxeldisgeirann með 60 millljón dollara viðskiptum í Ice Fish Farm. 

Vöxturinn ástæða kaupanna

 Ísfélagið mun eiga 16 prósenta hlut í Ice Fish Farm og verður næst stærsti hluthafinn á eftir norska laxeldisfyrirtækinu Masoval Ejendom. Fjárfesting Ísfélagsins, sem er í meirihlutaeigu Guðbjargar Matthíasdóttur, er upp á 8,6 milljarða króna.

„Við höfum í gegnum árin fylgst með þeim mikla vexti sem verið hefur í íslensku laxeldi“
Einar Sigurðsson,
varaformaður stjórnar Ísfélagsins

Í svörum Ísfélagsins um af hverju fyrirtækið ákveður að fjárfesta í laxeldi í sjókvíum núna kemur fram að fyrirtækið hafi fylgst með því hvernig framleiðslan í greininni hefur vaxið frá ári til árs, og að þetta væri ástæða kaupanna. Aukning á framleiðslu á eldislaxi í sjókvíum hefur verið 35 prósent á ári frá 2016 og nam 43 þúsund tonnum í fyrra. Í kauphallartilkynningu í Noregi þar sem fjallað var um viðskipti Ísfélagsins sagði Einar Sigurðsson, sonur Guðbjargar og varaformaður stjórnar Ísfélagsins um þetta:  „Við erum mjög ánægð að hefja þetta samstarf og að taka þetta skref inn í laxeldisiðnaðinn á Íslandi. Við erum með langa hefð í sjávarútvegi en við höfum í gegnum árin fylgst með þeim mikla vexti sem verið hefur í íslensku laxeldi og við teljum að vöxturinn verði jafn og stöðugur í mörg ár í viðbót og skapa mörg störf og verðmæti fyrir samfélögin í hinum dreifðu sjávarbyggðum. 

Samþjöppun á eignarhaldi

Útgerðarfélögin hafa komið inn í laxeldisgeirann með því að kaupa sig inn í norsku félögin sem eiga laxeldisfyrirtækin. Í dag, eftir sameiningar og stækkanir íslenskra laxeldisfyrirtækja, standa eftir þrjú stór laxeldisfyrirtæki hér á landi: Arnarlax á Bíldudal, Arctic Fish á Ísafirði og Ice Fish Farm sem rekur sjókvíar á Austfjörðum. Í fyrra stóð meira að segja til að eigandi Arnarlax, Salmar, eignaðist meirihluta í eiganda Arctic Fish en fallið var frá þeirri ráðstöfun vegna samkeppnissjónarmiða. Í staðinn kom stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi, Mowi, inn í hluthafahóp Arctic Fish. 

Mikil samþjöppun hefur því átt sér stað í eignarhaldi á íslenskum laxeldisfyrirtækjum en verðmætin á bak við þessi fyrirtæki eru þau framleiðsluleyfi á eldislaxi, kvótar, sem þau ráða yfir.  Undirliggjandi verðmætin í laxeldisfyrirtækjunum er því þau sömu og í útgerðarfélögunum sjálfum: Kvótar.  Íslenska ríkið hefur gefið laxeldisfyrirtækjunum þennan kvóta en yfirráð yfir honum eru nú föl á markaði fyrir milljarða króna. 

Arctic Fish hefur yfir að ráða 27 þúsund tonna framleiðslukvóta í laxeldi hér á landi en er ekki byrjað að framleiða allt þetta magn. Arnarlax á tæplega 24 þúsund tonna kvóta og Ice Fish Farm á leyfi til að framleiða tæplega 21 þúsund tonn en er ekki byrjað að framleiða allan þennan lax. Öll fyrirtækin eru að vinna að því að fá frekari framleiðslueyfi. Samtals er um að ræða 71.500 tonn af framleiðsluleyfum. 

Íslensk útgerðarfélög, og tengd félög, eru orðnir stórir hluthafar í öllum þessum þremur félögum.  Útgerðarfélögin sem um ræðir eru Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði, Síldarvinnslan á Neskaupsstað, Ísfélagið í Vestmannaeyjum og loks fyrirtækið Hólmi ehf. sem er eignarhaldsfélag eigenda Eskju á Eskifirði, Bjarkar Aðalsteinsdóttur og Þorsteins Kristjánssonar. Hómi var reyndar bara pínulítill hluthafi í Ice Fish Farm árið 2021, með tæp 0,2 prósent, og virðist ekki vera meðal hluthafa þar lengur. 

Fjárfestu fyrst Skinney-Þinganes var fyrsta útgerðarfélagið hér á landi sem fjárfesti í laxeldi í sjókvíum. Þetta var árið 2017 þegar félagið eignaðist rúmlega fimm prósenta hlut í Löxum fiskeldi.

Skinney reið fyrst á vaðið 

Á fyrstu rekstrarárum laxeldisfyrirtækjanna hér á landi, um og eftir efnahagshrunið árið 2008, gekk erfiðlega að fá fjárfesta að þeim. Eitt af fyrirtækjunum sem þá var í rekstri, Fjarðalax, var til dæmis til sölu hjá Straumi fjárfestingarbanka um skeið eftir að bankinn hafði yfirtekið félagið en erfiðlega gekk að finna nýja eigendur að því. Það gekk hins vegar á endanum og fyrirtækið sameinaðist síðar Arnarlaxi og er hluti af því fyrirtæki í dag.  Fjárfestingin í Fjarðalaxi skilaði þeim eigendum sem fjárfestu í því verkefni þegar áhugi á laxeldisfyrirtækjum var dæmur talsverðum hagnaði. Um var að ræða fyrirtækið Fiskisund ehf. sem er í eigu Einars Arnar Ólafssonar, Kára Guðjónssonar og Höllu Sigrúnar Hjartardóttur. 

Því var alls ekkert kapphlaup um að setja peninga í laxeldi í sjókvíum hér á landi fyrst enda höfðu fyrri tilraunir til að koma þessari framleiðsluaðferð á matfiski á koppinn runnið ítrekað út í sandinn hér á landi. Þetta áhugaleysi á laxeldi í sjókvíum átti einnig við um íslensk útgerðarfélög, jafnvel þó rekstur þeirra og laxeldisfyrirtækja sé skyldur: Verið er að vinna matfisk í og úr sjó, annars vegar með veiðum á villtum fiski og hins vegar með ræktun á eldisfiski. 

En svo árið 2017 gerðist það að útgerðin Skinney-Þinganes fjárfesti í rúmlega fimm prósenta hlut í fyrirtækinu Löxum fiskeldi á Austurlandi. Skinney bætti svo við sig hlutum á næstu árum og á dótturfélag þess, Krossey ehf., nú rúmlega 11 prósenta hlut í félaginu. 

Stærsta fjárfestingin hingað tilKaup Síldarvinnslunnar á ríflega þriðjungshlut í Arctic Fish á ísafirði í fyrra er stærsta fjárfesting íslensks útgerðarfélags í laxeldi hér á landi, hingað till. Gunnþór Ingvson er forstjóri Síldarvinnslunnar.

Tæpir 14 milljarðar fyrir hlutinn og 11 til Kýpur

Vegna þess að áhugi íslenskra fjárfesta á íslenskum laxeldisfyrirtækjum var ekki mikill fyrst um sinn gerðist það að erlend fyrirtæki, aðallega norsk  laxeldisfyrirtæki, komu inn sem ráðandi hluthafar í íslensku laxeldisfyrirtækin. Eitt af erlendu fyrirtækjunum var maltverskt félag í eigu pólsks fjárfestis sem verið hefur duglegur að setja fé í sjávarútveg í Evrópu á síðustu áratugum. Jerzy Malek heitir hann. 

Félag pólska fjárfestisins átti tæplega 29 prósent hlut í Arctic Fish á Ísafirði sem almenningshlutafélagið Síldarvinnslan, sem útgerðarfélagið Samherji er ráðandi hluthafi í, keypti af  honum í fyrrasumar. Samtals keypti Síldarvinnslan 34,2 prósenta hlut í Arctic Fish fyrir 13,7 milljarða króna en útgerðin keypti einnig hluti af stjórnendum Arctic Fish á þessum tíma. Um var að ræða stærstu fjárfestingu íslensks útgerðarfélags í sjókvíaeldisfyrirtæki hingað til. Af þeim tæplega 14 milljörðum sem Síldarvinnslan greiddi fyrir hlutinn runnu 11,5 milljarðar því til félags Jerzy Malek á Möltu. 

Sjókvíaeldi sagt heyra sögunni til

Viðskipti Síldarvinnslunnar voru áhugaverð meðal annars fyrir þær sakir að fyrirtæki sem Samherji á stóran hlut í hafi ákveðið að setja í sjókvíaeldi. Samherji hefur um árabil rekið landeldi á eldislaxi í Öxarfirði og hyggur á enn meira landeldi á Reykjanesi. Með þessari fjárfestingu var Samherjatengt félag í fyrsta skipti að fara inn í sjókvíaeldi. 

„Ef þessar líffræðilegu áskoranir halda áfram þá mun brátt verða hagkvæmara að framleiða lax í lokuðum kerfum á landi“
Atle Eide,
fyrrverandi stjórnarformaður Salmar AS

Ein ástæða fyrir því að þetta er áhugavert er að sumir af helstu forkólfum laxeldis í Noregi, meðal annars Atle Eide, fyrrverandi stjórnarformaður Salmar AS sem er meirihlutaeigandi Arnarlax, hafa lengi talað um það að sjókvíaeldi á eldislaxi sé ekki framtíðin. Atle Eide hefur sagt að árið 2030 muni laxeldi í sjókvíum líklega heyra sögunni til og aðrar lausnir, eins og til dæmis landeldi, munu hafa komið í staðinn. 

Atle Eide hefur sagt að þrátt fyrir að laxeldi í sjókvíum hafi hingað til verið ódýrari framleiðsluaðferð á eldislaxi þá kunni þetta að vera að breytast og að þetta sé önnur ástæða fyrir því af hverju sjókvíaeldi sé líklega á undanhaldi. Í grein í sjávarútvegblaðinu intrafish þann 8. mars sagði Eide til dæmis: „Framleiðslukostnaður á laxi hefur aukist á hverju ári frá 2010, nema árið 2012, þegar það var örlítis lækkun. Árið 2022, samkvæmt fyrra mati, mun þessi kostnaður ná nýjum hæðum. Ef þessar líffræðilegu áskoranir halda áfram þá mun brátt verða hagkvæmara að framleiða lax í lokuðum kerfum á landi. Á hinum stóru mörkuðum sem krefjast flutnings með flugi verður landeldi einnig umhverfisvænni framleiðsluaðferð.

Flest bendir því til þess að sjókvíaeldi á eldislaxi sé alls ekki komið til að vera sem framleiðsluaðferð til framtíðar. Samt eru Íslendingar að stórauka laxeldi sitt í sjókvíum og samtímis eru íslensk útgerðarfélög í meiri  mæli en áður farin að fjárfesta í þessum iðnaði. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Íslenskir eða erlendir auðmenn...? Skiftir það máli ? Er ekki meginatriðið að þetta sé skattlagt og kostnaður greiddur svo þjóðin sem á landið, vatnið, sjóinn og orkuna .... fái sanngjarnan hluta ? Íslendingar þurfa ekki að fjárstyrkja beint eða óbeint íslenska eða erlenda auðmenn og auðhringi eða fjármálafyrirtæki... þau eru fullfær um að bjarga sér... með eða án tilliti til laga og reglna.

    Ekki svo að segja að það sé ekki satt að íslenskir ráðamenn sólunda eigum og tekjum þjóðarinnar í vinavæðingu, hobbýisma og persónulegar áherslur fyrir sig og sína skjólstæðinga og stuðningsmenn... en það er bara allt önnur spilling.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
6
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár