Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þrjú stór útgerðarfélög hafa fjárfest fyrir milljarða í laxeldi

Síld­ar­vinnsl­an, Skinn­ey-Þinga­nes, Ís­fé­lag Vest­manna­eyja og Hólmi ehf., fyr­ir­tæki sem eig­end­ur út­gerð­ar­inn­ar Eskju eiga, hafa öll keypt hluti í hér­lend­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um á liðn­um ár­um. Þetta er til­tölu­lega ný­leg þró­un þar sem út­gerð­ar­fé­lög­in ís­lensku áttu lengi vel ekki hluta­fé í þess­um fyr­ir­tækj­um.

Þrjú stór útgerðarfélög hafa fjárfest fyrir milljarða í laxeldi
Fjárfestingar útgerða í laxeldi vekja athygli erlendis Fjárfestingar íslenskra útgerða í laxeldisfyrirtækjum hér á landi eru byrjaðar að vekja athygli erlendra fjölmiðla sem fjalla um sjávarútveg. Síðasta dæmið um þessa þróun eru kaup Ísfélags Guðbjargar Matthíasdóttur á hlutabréfum í Ice Fish Farm á Austfjörðum. Mynd: Bára Huld Beck

Að minnsta kosti fjögur útgerðartengd félög á Íslandi hafa fjárfest í laxeldisfyrirtækjum hér á landi á síðustu árum. Þessi þróun, að rótgróin útgerðarfélög sem veiða villtan fisk í sjó, kaupi sig inn í laxeldisfyrirtækin á Íslandi er orðin það áberandi að hún er byrjuð að vekja athygli erlendra fjölmiðla.

Einn þessara fjölmiðla er fagtímaritið Intrafish sem fjallar um kaup Ísfélagsins í Vestmannaeyjum á hlutabréfum í laxeldisfyrirtækinu Ice Fish Farm í gær undir fyrirsögninni: „Annað íslenskt útgerðarfélag fer inn í laxeldisgeirann með 60 millljón dollara viðskiptum í Ice Fish Farm. 

Vöxturinn ástæða kaupanna

 Ísfélagið mun eiga 16 prósenta hlut í Ice Fish Farm og verður næst stærsti hluthafinn á eftir norska laxeldisfyrirtækinu Masoval Ejendom. Fjárfesting Ísfélagsins, sem er í meirihlutaeigu Guðbjargar Matthíasdóttur, er upp á 8,6 milljarða króna.

„Við höfum í gegnum árin fylgst með þeim mikla vexti sem verið hefur í íslensku laxeldi“
Einar Sigurðsson,
varaformaður stjórnar Ísfélagsins

Í svörum Ísfélagsins um af hverju fyrirtækið ákveður að fjárfesta í laxeldi í sjókvíum núna kemur fram að fyrirtækið hafi fylgst með því hvernig framleiðslan í greininni hefur vaxið frá ári til árs, og að þetta væri ástæða kaupanna. Aukning á framleiðslu á eldislaxi í sjókvíum hefur verið 35 prósent á ári frá 2016 og nam 43 þúsund tonnum í fyrra. Í kauphallartilkynningu í Noregi þar sem fjallað var um viðskipti Ísfélagsins sagði Einar Sigurðsson, sonur Guðbjargar og varaformaður stjórnar Ísfélagsins um þetta:  „Við erum mjög ánægð að hefja þetta samstarf og að taka þetta skref inn í laxeldisiðnaðinn á Íslandi. Við erum með langa hefð í sjávarútvegi en við höfum í gegnum árin fylgst með þeim mikla vexti sem verið hefur í íslensku laxeldi og við teljum að vöxturinn verði jafn og stöðugur í mörg ár í viðbót og skapa mörg störf og verðmæti fyrir samfélögin í hinum dreifðu sjávarbyggðum. 

Samþjöppun á eignarhaldi

Útgerðarfélögin hafa komið inn í laxeldisgeirann með því að kaupa sig inn í norsku félögin sem eiga laxeldisfyrirtækin. Í dag, eftir sameiningar og stækkanir íslenskra laxeldisfyrirtækja, standa eftir þrjú stór laxeldisfyrirtæki hér á landi: Arnarlax á Bíldudal, Arctic Fish á Ísafirði og Ice Fish Farm sem rekur sjókvíar á Austfjörðum. Í fyrra stóð meira að segja til að eigandi Arnarlax, Salmar, eignaðist meirihluta í eiganda Arctic Fish en fallið var frá þeirri ráðstöfun vegna samkeppnissjónarmiða. Í staðinn kom stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi, Mowi, inn í hluthafahóp Arctic Fish. 

Mikil samþjöppun hefur því átt sér stað í eignarhaldi á íslenskum laxeldisfyrirtækjum en verðmætin á bak við þessi fyrirtæki eru þau framleiðsluleyfi á eldislaxi, kvótar, sem þau ráða yfir.  Undirliggjandi verðmætin í laxeldisfyrirtækjunum er því þau sömu og í útgerðarfélögunum sjálfum: Kvótar.  Íslenska ríkið hefur gefið laxeldisfyrirtækjunum þennan kvóta en yfirráð yfir honum eru nú föl á markaði fyrir milljarða króna. 

Arctic Fish hefur yfir að ráða 27 þúsund tonna framleiðslukvóta í laxeldi hér á landi en er ekki byrjað að framleiða allt þetta magn. Arnarlax á tæplega 24 þúsund tonna kvóta og Ice Fish Farm á leyfi til að framleiða tæplega 21 þúsund tonn en er ekki byrjað að framleiða allan þennan lax. Öll fyrirtækin eru að vinna að því að fá frekari framleiðslueyfi. Samtals er um að ræða 71.500 tonn af framleiðsluleyfum. 

Íslensk útgerðarfélög, og tengd félög, eru orðnir stórir hluthafar í öllum þessum þremur félögum.  Útgerðarfélögin sem um ræðir eru Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði, Síldarvinnslan á Neskaupsstað, Ísfélagið í Vestmannaeyjum og loks fyrirtækið Hólmi ehf. sem er eignarhaldsfélag eigenda Eskju á Eskifirði, Bjarkar Aðalsteinsdóttur og Þorsteins Kristjánssonar. Hómi var reyndar bara pínulítill hluthafi í Ice Fish Farm árið 2021, með tæp 0,2 prósent, og virðist ekki vera meðal hluthafa þar lengur. 

Fjárfestu fyrst Skinney-Þinganes var fyrsta útgerðarfélagið hér á landi sem fjárfesti í laxeldi í sjókvíum. Þetta var árið 2017 þegar félagið eignaðist rúmlega fimm prósenta hlut í Löxum fiskeldi.

Skinney reið fyrst á vaðið 

Á fyrstu rekstrarárum laxeldisfyrirtækjanna hér á landi, um og eftir efnahagshrunið árið 2008, gekk erfiðlega að fá fjárfesta að þeim. Eitt af fyrirtækjunum sem þá var í rekstri, Fjarðalax, var til dæmis til sölu hjá Straumi fjárfestingarbanka um skeið eftir að bankinn hafði yfirtekið félagið en erfiðlega gekk að finna nýja eigendur að því. Það gekk hins vegar á endanum og fyrirtækið sameinaðist síðar Arnarlaxi og er hluti af því fyrirtæki í dag.  Fjárfestingin í Fjarðalaxi skilaði þeim eigendum sem fjárfestu í því verkefni þegar áhugi á laxeldisfyrirtækjum var dæmur talsverðum hagnaði. Um var að ræða fyrirtækið Fiskisund ehf. sem er í eigu Einars Arnar Ólafssonar, Kára Guðjónssonar og Höllu Sigrúnar Hjartardóttur. 

Því var alls ekkert kapphlaup um að setja peninga í laxeldi í sjókvíum hér á landi fyrst enda höfðu fyrri tilraunir til að koma þessari framleiðsluaðferð á matfiski á koppinn runnið ítrekað út í sandinn hér á landi. Þetta áhugaleysi á laxeldi í sjókvíum átti einnig við um íslensk útgerðarfélög, jafnvel þó rekstur þeirra og laxeldisfyrirtækja sé skyldur: Verið er að vinna matfisk í og úr sjó, annars vegar með veiðum á villtum fiski og hins vegar með ræktun á eldisfiski. 

En svo árið 2017 gerðist það að útgerðin Skinney-Þinganes fjárfesti í rúmlega fimm prósenta hlut í fyrirtækinu Löxum fiskeldi á Austurlandi. Skinney bætti svo við sig hlutum á næstu árum og á dótturfélag þess, Krossey ehf., nú rúmlega 11 prósenta hlut í félaginu. 

Stærsta fjárfestingin hingað tilKaup Síldarvinnslunnar á ríflega þriðjungshlut í Arctic Fish á ísafirði í fyrra er stærsta fjárfesting íslensks útgerðarfélags í laxeldi hér á landi, hingað till. Gunnþór Ingvson er forstjóri Síldarvinnslunnar.

Tæpir 14 milljarðar fyrir hlutinn og 11 til Kýpur

Vegna þess að áhugi íslenskra fjárfesta á íslenskum laxeldisfyrirtækjum var ekki mikill fyrst um sinn gerðist það að erlend fyrirtæki, aðallega norsk  laxeldisfyrirtæki, komu inn sem ráðandi hluthafar í íslensku laxeldisfyrirtækin. Eitt af erlendu fyrirtækjunum var maltverskt félag í eigu pólsks fjárfestis sem verið hefur duglegur að setja fé í sjávarútveg í Evrópu á síðustu áratugum. Jerzy Malek heitir hann. 

Félag pólska fjárfestisins átti tæplega 29 prósent hlut í Arctic Fish á Ísafirði sem almenningshlutafélagið Síldarvinnslan, sem útgerðarfélagið Samherji er ráðandi hluthafi í, keypti af  honum í fyrrasumar. Samtals keypti Síldarvinnslan 34,2 prósenta hlut í Arctic Fish fyrir 13,7 milljarða króna en útgerðin keypti einnig hluti af stjórnendum Arctic Fish á þessum tíma. Um var að ræða stærstu fjárfestingu íslensks útgerðarfélags í sjókvíaeldisfyrirtæki hingað til. Af þeim tæplega 14 milljörðum sem Síldarvinnslan greiddi fyrir hlutinn runnu 11,5 milljarðar því til félags Jerzy Malek á Möltu. 

Sjókvíaeldi sagt heyra sögunni til

Viðskipti Síldarvinnslunnar voru áhugaverð meðal annars fyrir þær sakir að fyrirtæki sem Samherji á stóran hlut í hafi ákveðið að setja í sjókvíaeldi. Samherji hefur um árabil rekið landeldi á eldislaxi í Öxarfirði og hyggur á enn meira landeldi á Reykjanesi. Með þessari fjárfestingu var Samherjatengt félag í fyrsta skipti að fara inn í sjókvíaeldi. 

„Ef þessar líffræðilegu áskoranir halda áfram þá mun brátt verða hagkvæmara að framleiða lax í lokuðum kerfum á landi“
Atle Eide,
fyrrverandi stjórnarformaður Salmar AS

Ein ástæða fyrir því að þetta er áhugavert er að sumir af helstu forkólfum laxeldis í Noregi, meðal annars Atle Eide, fyrrverandi stjórnarformaður Salmar AS sem er meirihlutaeigandi Arnarlax, hafa lengi talað um það að sjókvíaeldi á eldislaxi sé ekki framtíðin. Atle Eide hefur sagt að árið 2030 muni laxeldi í sjókvíum líklega heyra sögunni til og aðrar lausnir, eins og til dæmis landeldi, munu hafa komið í staðinn. 

Atle Eide hefur sagt að þrátt fyrir að laxeldi í sjókvíum hafi hingað til verið ódýrari framleiðsluaðferð á eldislaxi þá kunni þetta að vera að breytast og að þetta sé önnur ástæða fyrir því af hverju sjókvíaeldi sé líklega á undanhaldi. Í grein í sjávarútvegblaðinu intrafish þann 8. mars sagði Eide til dæmis: „Framleiðslukostnaður á laxi hefur aukist á hverju ári frá 2010, nema árið 2012, þegar það var örlítis lækkun. Árið 2022, samkvæmt fyrra mati, mun þessi kostnaður ná nýjum hæðum. Ef þessar líffræðilegu áskoranir halda áfram þá mun brátt verða hagkvæmara að framleiða lax í lokuðum kerfum á landi. Á hinum stóru mörkuðum sem krefjast flutnings með flugi verður landeldi einnig umhverfisvænni framleiðsluaðferð.

Flest bendir því til þess að sjókvíaeldi á eldislaxi sé alls ekki komið til að vera sem framleiðsluaðferð til framtíðar. Samt eru Íslendingar að stórauka laxeldi sitt í sjókvíum og samtímis eru íslensk útgerðarfélög í meiri  mæli en áður farin að fjárfesta í þessum iðnaði. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Íslenskir eða erlendir auðmenn...? Skiftir það máli ? Er ekki meginatriðið að þetta sé skattlagt og kostnaður greiddur svo þjóðin sem á landið, vatnið, sjóinn og orkuna .... fái sanngjarnan hluta ? Íslendingar þurfa ekki að fjárstyrkja beint eða óbeint íslenska eða erlenda auðmenn og auðhringi eða fjármálafyrirtæki... þau eru fullfær um að bjarga sér... með eða án tilliti til laga og reglna.

    Ekki svo að segja að það sé ekki satt að íslenskir ráðamenn sólunda eigum og tekjum þjóðarinnar í vinavæðingu, hobbýisma og persónulegar áherslur fyrir sig og sína skjólstæðinga og stuðningsmenn... en það er bara allt önnur spilling.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
3
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár