Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Bjarni segist ekki lúta neinu eftirliti frá Seðlabankanum vegna Íslandsbankasölunnar

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra svar­aði spurn­ing­um Þor­bjarg­ar Sig­ríð­ar Gunn­laugs­dótt­ur um hvernig eft­ir­liti op­in­berra stofn­ana um embætt­is­færsl­ur hans er hátt­að. Spurn­ing­arn­ar snú­ast um mögu­leika stofn­ana til að rann­saka að­komu og ábyrgð fjár­mála­ráð­herra á söl­unni á hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka í fyrra.

Bjarni segist ekki lúta neinu eftirliti frá Seðlabankanum vegna Íslandsbankasölunnar
Ekki fjármálaeftirlitsins að rannsaka ráðuneyti og Bankasýsluna Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að það sé ekki fjármálaeftirls Seðlabanka Íslands að rannsaka aðkomu ráðuneytisins og Bankasýslu ríkisins á sölu hlutabréfa ríkisins. Mynd: Eyþór Árnason

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að embættisfærslur hans vegna sölu íslenska ríkisins á hlutabréfum íslenska ríkisins í Íslandsbanka í fyrra lúti ekki eftirliti fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Hann segir að Ríkisendurskoðun hafi þetta hlutverk og að stofnunin hafi nú þegar skilað skýrslu um Íslandsbankamálið.

Þetta kemur fram í svörum frá Bjarna við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingkonu Viðreisnar, um lagaheimildir fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. sem birt voru á vef Alþingis í gær. Þorbjörg spurði spurninganna í nóvember síðastliðnum. 

„Þarna, í tilfelli þessarar sölu [á Íslandsbanka] skiptir annars vegar máli að eftirlitið virki og svo er það sjálfstæður punktur og breyta að ásýndin sé góð.“
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir,
þingkona Viðreisnar

Fjármáleftirlit Seðlabanka Íslands hefur haft aðkomu Íslandsbanka að sölunni á hlutabréfum íslenska ríkisins til rannsóknar og er niðurstöðu að vænta í …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Ekkert sannar betur en einmitt svör Bjarna Ben, að rannsóknarnefnd Alþingis rannsaki aðkomu Bjarna Ben og Bankasýslunnar að Íslandsbanka-sölu-RÁNSINS á eignum almennings.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Aðalsteinn Kjartansson
2
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Ísland vaknar
5
GreiningÓgnir Íslands

Ís­land vakn­ar

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir breyttu lands­lagi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í vik­unni til­lögu að mót­un varn­ar­stefnu sem mið­ar að því að greina ógn­ir og varn­ar­bún­að. Gagn­rýn­end­ur telja stjórn­völd hafa van­rækt varn­ar­mál­in og ekki lag­að stefn­una að breytt­um veru­leika. Pró­fess­or sagði fyr­ir þrem­ur ár­um: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætl­um við að sofa á verð­in­um?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
5
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár