Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að embættisfærslur hans vegna sölu íslenska ríkisins á hlutabréfum íslenska ríkisins í Íslandsbanka í fyrra lúti ekki eftirliti fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Hann segir að Ríkisendurskoðun hafi þetta hlutverk og að stofnunin hafi nú þegar skilað skýrslu um Íslandsbankamálið.
Þetta kemur fram í svörum frá Bjarna við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingkonu Viðreisnar, um lagaheimildir fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. sem birt voru á vef Alþingis í gær. Þorbjörg spurði spurninganna í nóvember síðastliðnum.
„Þarna, í tilfelli þessarar sölu [á Íslandsbanka] skiptir annars vegar máli að eftirlitið virki og svo er það sjálfstæður punktur og breyta að ásýndin sé góð.“
Fjármáleftirlit Seðlabanka Íslands hefur haft aðkomu Íslandsbanka að sölunni á hlutabréfum íslenska ríkisins til rannsóknar og er niðurstöðu að vænta í …
Athugasemdir (1)