Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Bjarni segist ekki lúta neinu eftirliti frá Seðlabankanum vegna Íslandsbankasölunnar

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra svar­aði spurn­ing­um Þor­bjarg­ar Sig­ríð­ar Gunn­laugs­dótt­ur um hvernig eft­ir­liti op­in­berra stofn­ana um embætt­is­færsl­ur hans er hátt­að. Spurn­ing­arn­ar snú­ast um mögu­leika stofn­ana til að rann­saka að­komu og ábyrgð fjár­mála­ráð­herra á söl­unni á hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka í fyrra.

Bjarni segist ekki lúta neinu eftirliti frá Seðlabankanum vegna Íslandsbankasölunnar
Ekki fjármálaeftirlitsins að rannsaka ráðuneyti og Bankasýsluna Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að það sé ekki fjármálaeftirls Seðlabanka Íslands að rannsaka aðkomu ráðuneytisins og Bankasýslu ríkisins á sölu hlutabréfa ríkisins. Mynd: Eyþór Árnason

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að embættisfærslur hans vegna sölu íslenska ríkisins á hlutabréfum íslenska ríkisins í Íslandsbanka í fyrra lúti ekki eftirliti fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Hann segir að Ríkisendurskoðun hafi þetta hlutverk og að stofnunin hafi nú þegar skilað skýrslu um Íslandsbankamálið.

Þetta kemur fram í svörum frá Bjarna við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingkonu Viðreisnar, um lagaheimildir fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. sem birt voru á vef Alþingis í gær. Þorbjörg spurði spurninganna í nóvember síðastliðnum. 

„Þarna, í tilfelli þessarar sölu [á Íslandsbanka] skiptir annars vegar máli að eftirlitið virki og svo er það sjálfstæður punktur og breyta að ásýndin sé góð.“
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir,
þingkona Viðreisnar

Fjármáleftirlit Seðlabanka Íslands hefur haft aðkomu Íslandsbanka að sölunni á hlutabréfum íslenska ríkisins til rannsóknar og er niðurstöðu að vænta í …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Ekkert sannar betur en einmitt svör Bjarna Ben, að rannsóknarnefnd Alþingis rannsaki aðkomu Bjarna Ben og Bankasýslunnar að Íslandsbanka-sölu-RÁNSINS á eignum almennings.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár