Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fjögur þúsund milljarða hagnaður

Skipa­fé­lag­ið A.P. Møller-Mærsk birti í síð­ustu viku upp­gjör sitt fyr­ir ár­ið 2022. Hagn­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins á sér ekki hlið­stæðu í Dan­mörku. Sér­stök skatta­lög gera að verk­um að Mærsk borg­ar sára­lít­inn skatt í heima­land­inu.

Fjögur þúsund milljarða hagnaður
Methagnaður Vincent Clerc framkvæmdastjóri Mærsk þegar hann kynnti niðurstöðu ársins 2023 fyrr í þessum mánuði. Mynd: AFP

Þótt mörg dönsk fyrirtæki hafi í gegnum árin verið rekin með miklum hagnaði hafa aldrei sést tölur sem komast í námunda við það sem sjá mátti í uppgjöri Mærsk (eins og fyrirtækið er yfirleitt kallað) fyrir árið 2022. Hagnaður síðasta árs var rúmir 200 milljarðar danskra króna. Það jafngildir um það bil 4 þúsund milljörðum íslenskum. Þegar danska útvarpið, DR, greindi frá ársuppgjörinu á síðu sinni var talað um 200 milljóna hagnað, og sömu villu mátti sjá á síðu eins af stóru dönsku dagblöðunum. Þetta var skömmu síðar leiðrétt í milljarða á báðum stöðum.  

Mærsk skipafélagið hefur lengi verið í hópi stærstu skipafélaga í heimi og mörg undanfarin ár, þangað til í fyrra, stærst þeirra allra. Á síðasta ári bættist nýtt skip í flota Mediterranian Shipping Company, MSC, og við það skaust það félag á topp listans. Svo litlu munar þó að ef Mærsk myndi kaupa lítið skip, langtum minna en félagið notar annars, yrði það aftur komið í toppsætið. Þetta má lesa í tímaritinu Alphaliner, sem flytur fréttir af flestu því sem viðkemur vöruflutningum á sjó. Að sögn talsmanns Mærsk er það ekki keppikefli að vera stærst „en við viljum gjarna vera best“.

 Upphafið

Árið 1904 þegar maður að nafni Peter Mærsk Møller, sem þá var 68 ára, ákvað ásamt syninum Arnold Peter Møller að stofna skipafélag hefur líklega hvorugan grunað að 100 árum síðar yrði félagið meðal þeirra stærstu á sínu sviði í heiminum. 

Peter Mærsk Møller hafði byrjað sem messagutti hjá föður sínum 14 ára gamall, en kunni ekki við sig á sjónum. Hann ákvað að læra rennismíði í Kaupmannahöfn, komst þar á samning en sá fljótlega að framtíð sín yrði ekki við rennibekkinn. Hann fór því aftur á sjóinn, réðst sem háseti á seglskipið Roda sem sigldi til Brasilíu og flutti kaffi til Danmerkur og fleiri landa. Peter Mærsk Møller fékk skipstjórnarréttindi 1855, aðeins 19 ára gamall. Nokkrum árum síðar varð hann skipstjóri, eða kafteinn eins og það var kallað, á litlu seglskipi. 1874 var hann ráðinn kafteinn á seglskipinu Valkyrjunni, sem þá var næst stærsta seglskipið í eigu Dana. Nokkrum árum síðar fékk hann réttindi til að stjórna gufuskipum sem þá voru að leysa seglskipin af hólmi. Árið 1886 keypti Peter Mærsk Møller ásamt félaga sínum gamalt gufuskip sem fékk nafnið Laura, með heimahöfn í Svendborg. Á skorsteini skipsins létu þeir félagar mála breiða bláa rönd og á hliðum skorsteinsins var máluð hvít sjö arma stjarna. Þessi stjarna varð síðar, og er enn, einkennistákn Mærsk skipafélagsins. Eftir að hafa verið kafteinn á Laura í 12 ár hætti Peter Mærsk Møller á sjónum. Hann var mikill áhugamaður um gufuskip og taldi þau standa seglskipunum framar, að öllu leyti.  

Gufuskipafélögin Svendborg og 1912

Þótt Peter Mærsk Møller hefði sagt skilið við sjómennskuna skömmu fyrir aldamótin 1900 hafði hann ekki lagt árar í bát. Hann hóf nú, ásamt syni sínum, Arnold Peter Møller, að undirbúa stofnun skipafélags. Árið 1904 stofnuðu feðgarnir Dampskibsselskabet Svendborg, tilgangur félagsins var að annast fragtflutninga. Reksturinn gekk vel en syninum fannst faðirinn full varkár og vilja fara of hægt í sakirnar. Arnold Peter Møller stofnaði því annað félag, það fékk heitið Dampskibsselskabet af 1912. Rekstur beggja félaganna gekk vel en sonurinn einbeitti sér ekki eingöngu að rekstri skipanna. Hann hafði háleitar hugmyndir og sá fyrir sér að tími gufuskipanna liði undir lok áður en langt um liði og vöruflutningar landa og heimsálfa á milli yrðu æ mikilvægari. Peter Mærsk Møller lést árið 1927 en hafði þá að mestu dregið sig út úr rekstri fyrirtækisins. Þess má geta að Ane eiginkona hans lést árið 1922, þau eignuðust 12 börn, 7 dætur og fimm syni.  

A.P. Møller og sonurinn Arnold Mærsk Mc-Kinney Møller

Í stuttum pistli sem þessum er engin leið að gera grein fyrir stórfyrirtækinu Mærsk eða Maersk eins og það er kallað utan danskra landsteina. Arnold Peter Møller (ætíð kallaður A.P. Møller) var forstjóri í áratugi en eftir síðari heimsstyrjöldina tók sonurinn Arnold Mærsk Mc-Kinney Møller (ætíð kallaður Mærsk Mc-Kinney Møller) æ meiri þátt í stjórnun fyrirtækisins. Eftir andlát A.P. Møller árið 1965 varð sonurinn og barnabarn stofnandans forstjóri fyrirtækisins og gegndi því starfi til ársins 1993. Hann sat þó áfram í stjórn fyrirtækjasamsteypunnar, sem þá hafði fengið nafnið A.P. Møller Gruppen og ennfremur í stjórn tveggja eignarhaldsfélaga innan samsteypunnar. Mærsk Mc-Kinney Møller lést í apríl 2012, tæplega 99 ára að aldri. Dóttir hans Ane Mærsk Mc-Kinney Uggla og synir hennar tveir sitja í stjórnum og stjórnunarstöðum innan A.P. Møller Gruppen.

Undir stjórn feðganna sem getið var um hér að framan varð A.P. Møller Gruppen að sannkölluðu risafyrirtæki, sem einbeitti sér ekki einungis að skipaútgerð og tengdum greinum. Skipaútgerðin hefur þó alla tíð verið grunnstoðin í rekstrinum.

Árið 2003 var nafni skipafélaganna tveggja, Svendborg og 1912, breytt og þau heita nú A.P. Møller – Mærsk A/S.

Rúmlega 700 skip og 90 þúsund starfsmenn

Mærsk er með rúmlega 700 skip í förum. Stærstur hluti þessara skipa eru svokölluð gámaskip en í flotanum eru líka annars konar skip. Nær allur flotinn samanstendur af mjög stórum skipum, þau stærstu rúmlega 400 metra löng og geta flutt 23 þúsund gáma. Enkennislitur skipanna er blár, kirfilega merkt Maersk Line á báðum hliðum og sjöarma stjarnan er enn einkennistákn fyrirtækisins. Hjá Mærsk samsteypunni starfa nú um 90 þúsund manns víða um heim, en höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Kaupmannahöfn.

Methagnaður en létt skattbyrði 

Eins og fram kom framar í þessum pistli gekk rekstur Mærsk vel í fyrra. Hagnaðurinn var meira en 200 milljarðar danskra króna, það jafngildir rúmum 4 þúsund milljörðum íslenskra króna.  Slíkur hagnaður hefur ekki áður sést í Danmörku og Vincent Clerc framkvæmdastjóri Mærsk sagði, þegar ársreikningurinn var kynntur, að bið yrði á að svona hagnaðartala sæist aftur. Hann sagði að gert væri ráð fyrir að hagnaður þessa árs yrði 76 milljarðar danskra króna „sem er svosem alveg viðunandi“.

Í tengslum við kynningu ársreikningsins kom fram að skattgreiðslur danskra skipafélaga eru hlutfallslega langtum lægri en annarra fyrirtækja í Danmörku. Almennt er fyrirtækjaskatturinn 22% en Mærsk borgar innan við 3% í skatt. Ástæða þessa er svokölluð tonnaregla, skipafélögin borga þá skatt sem miðast við stærð skipanna en ekki hagnað. Þessari reglu var ætlað að sjá til þess að dönsk skipafélög flyttu ekki úr landi. 

Í lokin má geta þess að Mærsk samsteypan ver árlega háum fjárhæðum í alls kyns styrki, ekki síst til menningarmála af ýmsu tagi. Þar kemur kannski Óperuhúsið í Kaupmannahöfn fyrst upp í hugann en það færði Mærsk Mc-Kinney Møller dönsku þjóðinni að gjöf árið 2005.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Hækkuðu hressilega í Covid ástandinu eins og íslensku skipafélögin 50-100% álag á gefin tilboð....(eimskip)
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
5
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
10
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár