Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samherji þarf að borga skatt vegna aflandsfélags sem útgerðin sór af sér

Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji þarf að borga skatta á Ís­landi vegna launa­greiðslna til ís­lenskra starfs­manna sinna er­lend­is sem fengu greidd laun frá skatta­skjóls­fé­lag­inu Cape Cod FS. Sam­herji reyndi ít­rek­að að hafna tengsl­um sín­um við Cape Cod FS og sagði fjöl­miðla ill­gjarna. Nið­ur­staða sam­komu­lags Skatts­ins við Sam­herja sýn­ir hins veg­ar að skýr­ing­ar Sam­herja á tengsl­um sín­um við fé­lag­ið voru rang­ar.

Samherji þarf að borga skatt vegna aflandsfélags sem útgerðin sór af sér
Niðurstaða samkomulagsins og orð Samherja mismunandi Niðurstaða samkomulagsins sem Skatturinn gerði við Samherja er önnur en þær skýringar sem útgerðin hefur gefið á félaginu Cape Cod FS í skattaskjólinu Marshall-eyjum. Annað hvort er samkomulagið því rangt eða orð Samherja um félagið voru röng. Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Útgerðarfélagið Samherji þarf að greiða skatta upp á 60 milljónir króna auk vaxta vegna félags í skattaskjólinu Marshall-eyjum sem félagið sór ítrekað af sér að bera nokkra ábyrgð á. Um var að ræða félagið Cape Cod FS sem fjölmiðlar fjölluðu um í tengslum við opinberun Samherjaskjalanna í Namibíu árið 2019 þar sem þetta félag greiddi laun sjómanna sem unnu hjá Samherja erlendis. 

Þetta er niðurstaðan úr því samkomulagi sem Samherji hefur gert við Skattinn hér á landi vegna skattskila félagsins á árunum 2012 til 2018. Bæði Samherji og Morgunblaðið, sem Samherji var um árabil stór hluthafi í, stilltu samkomulaginu þannig upp að ekkert óeðlilegt hefði átt sér stað í skattskilum félagsins. Heildarendurgreiðslur Samherja á sköttum nema um og yfir hálfum milljarði króna. 

Niðurstaðan felur það í sér að Skatturinn lítur svo á að félagið á Marshall-eyjum hafi verið hluti af samstæðu Samherja og verið stýrt af útgerðinni og að skila hefði átt skattgreiðslum og tryggingagjaldi af þeim Íslendingum sem fengu laun sín greidd frá Cape Cod FS til Íslands. Þessi niðurstaða er ekki einkennileg þegar litið er til þess að það var Samherji sem bæði fjármagnaði félagið og stýrði bankareikningi þess í norska DNB-bankanum. 

Félagið á Marshall-eyjum var einungis eitt dæmi um notkun Samherja á skattaskjóli í viðskiptum sínum í Afríku. Samherji notaði einnig félag í skattaskjólinu Máritíus til að taka við þóknunum sem útgerðin greiddi sér frá Namibíu. Þessar þóknanir námu samtals 640 milljónum króna. Ekki liggur fyrir hvort samkomulag Samherja við Skattinn á Íslandi hafi einnig tekið til þessa félags.

„Að setja svona fram, það er tvennt sem kemur til greina, annaðhvort er það illvilji eða yfirsjón.“
Björgólfur Jóhannsson,
starfandi forstjóri Samherja, tjáir sig um umfjöllun fjölmiðla um Cape Cod FS.

Þarf að greiða skatt vegna félags sem það átti hvorki né stýrði

Þessi niðurstaða um starfsemi Cape Cod FS er allt önnur en Samherji hélt á lofti þegar Namibíumálið kom upp í lok árs 2019 og mánuðina þar á eftir. Samherji þrætti ítrekað fyrir að hafa átt eða stýrt Cape Cod FS á Marshall-eyjum: „Samherji á ekki og hefur aldrei átt Cape Cod FS og hefur aldrei falið öðrum að „leppa“ eignarhaldið á félaginu,“ sagði útgerðin meðal annars á vefsíðu sinni.  

Björgólfur Jóhannsson, sem starfaði um tíma sem forstjóri Samherja eftir að Namibíumálið kom upp, hélt því líka fram að umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um félagið væri byggð á illum vilja. Þetta sagði Björgólfur í stiklu sem Samherji lét framleiða um Cape Cod FS: „Að setja svona fram, það er tvennt sem kemur til greina, annaðhvort er það illvilji eða yfirsjón.“

Staðhæfingar Samherja þar sem útgerðin sór af sér Cape Cod FS voru svo einnig teknar upp í erlendum miðlum

Samherji hélt þessari söguskýringu á lofti þrátt fyrir að DNB-bankinn hefði sagt upp viðskiptum við Samherja meðal annars vegna notkunar félagsins á þessu skattaskjólsfélagi til að greiða laun starfsmanna sinna.  Norski bankinn var meðal annars gagnrýninn á millifærslur af reikningum Samherja til félagsins á Marshall-eyjum. 

Athygli vekur að Samherji sleppti því hins vegar að minnast á Cape Cod FS þegar félagið greindi frá uppgjörinu við Skattinn á vefsíðu sinni.

Morgunblaðið fjallaði hins vegar um þátt Cape Cod FS í samkomulaginu við Skattinn. Framsetning Morgunblaðsins á málinu bendir til að miðillinn hafi haft gögn um samkomulagið við skattinn undir höndum. Upplýsingarnar í frétt Morgunblaðsins voru hins vegar, af einhverjum ástæðum, frekar takmarkaðar þrátt fyrir að augljóst væri að blaðið væri með gögn undir höndum. 

Blaðið sagði að uppgjör Samherja við Skattinn væri tvíþætt og að í tilfelli Cape Cod FS snerist: „Ann­ars veg­ar er um að ræða endurálagn­ingu á staðgreiðslu op­in­berra gjalda og trygg­inga­gjalds vegna áhafna sem störfuðu sem verk­tak­ar á veg­um Cape Cod FS, sem þjón­ustaði fé­lög tengd Sam­herja um mönn­un, í ein­hverj­um til­vik­um Íslend­inga, á skip­um í rekstri sam­stæðunn­ar er­lend­is. Það er mat Skatts­ins að Sam­herji beri ábyrgð á skil­um á tekju­skatti og trygg­inga­gjaldi vegna þeirra Íslend­inga sem störfuðu á um­rædd­um skip­um, þrátt fyr­ir að þeir hafi starfað þar sem verk­tak­ar.“

Miðað við fyrri yfirlýsingar Samherja, og niðurstöðuna úr samkomulaginu við Skattinn, er ljóst að útgerðin hefur ekki sagt alveg satt og rétt frá um félagið Cape Cod FS og tengsl sín við það. Enda var það líka þannig að starfsmenn félagsins, meðal annars stýrðu bankareikningum félagsins á Marshall-eyjum. 

Sakaði fjölmiðla um illviljaBjörgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, sakaði fjölmiðla um illvilja út af umfjöllun um Cape Cod FS.

Norski bankinn vissi aldrei hver átti Cape Cod

Eignarhaldið á Cape Cod var sagt vera hjá starfsmannaleigu á Kýpur sem heitir JPC Ship Management þegar félagið stofnaði bankareikninga hjá DNB  árið 2010. JPC var hins vegar aldrei raunuverulega eigandi Cape Cod FS.

Norski bankinn fékk aldrei neina staðfestingu á eignarhaldi félagsins þrátt fyrir að Samherji hafi notað það í 8 ár til að flytja tæpa 10 milljarða króna í gegnum það og greiða stafsmönnum sínum laun.

Viðskipti Samherja við Cape Cod FS og JPC Ship Management, sem sagt var vera móðurfélag Cape Cod frá árinu 2015, gengu þannig fyrir sig að Samherji gerði samninga við starfsmannaleiguna um að hún myndi sjá Afríkuútgerðum Samherja fyrir starfsfólki, „Rússum“, sjómönnum frá Eystrasaltslöndunum, Úkraínu og Rússlandi aðallega. Starfsmenn Samherja í Afríku gerðu svo verktakasamninga við Cape Cod FS á Marshall-eyjum sem greiddi þeim launin fyrir vinnuna. 

Í peningaþvætttisfræðum eru slík félög, sem enginn virðist eiga eða stýra, kölluð  „rottuholur“ því þau framkvæma hluti sem enginn virðist bera ábyrgð á. 

Ráðlögðu sjómönnum að skrá sig erlendisSjómenn sem störfuðu hjá Sjólaskipum og Samherja í Afríku lentu í skattrannsóknum vegna þess að þeir héltu að þeir væru launþegar en útgerðirnar litu á þá sem verktaka. Fréttatíminn fjallaði meðal annars um mál þeirra árið 2016.

Fordæmi úr sögu Samherja og Sjólaskipa

Þetta fyrirkomulag með launagreiðslur til íslensku sjómannanna sem unnu hjá Samherja erlendis hefur áður verið umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Nokkrir af sjómönnum Samherja og Sjólaskipa - Samherji keypti útgerðina af Sjólaskipum 2007 - lentu í dómsmálum gegn íslenskum skattayfirvöldum vegna þess að skattur af launum þeirra var ekki greiddur til Íslands. Þetta voru meðal annars sjómenn sem unnu hjá Sjólaskipum og Samherja í Marokkó og Máritaníu. Samherji hélt því fram að starfsmennirnir hefðu verið verktakar en sjómennirnir héldu að þeir hefðu verið launþegar. Niðurstaðan var sú að enginn skattur var greiddur af launum þeirra neins staðar, hvorki í Afríku né á Íslandi. Skattayfirvöld enduðu á því að fella niður mál fjölda sjómanna sem lentu í þessu. 

Það fyrirkomulag sem vinna Cape Cod FS snerist um var því þekkt: Samherji taldi hagkvæmt að hafa verktaka í vinnu hjá sér sem fengu svo greidd laun í skattaskjóli. Þannig þurfti útgerðin ekki að greiða staðgreiðslu af launum eða launatengd gjöld. 

Eitt sem kannski þarf líka að hafa í huga í þessu samhengi er að Samherji hefur lengi litið á staðgreiðslu skatta og tryggingjalda af launum starfsmanna sem sínar skattgreiðslur, það er að segja skattgreiðslur Samherja. Þegar félagið hefur greint frá ársuppgjörum sínum hefur það yfirleitt spyrt þessum tveimur tölum saman eða þá haldið þeim aðskildum og nefnt skattgreiðslur af launum starfsmanna sérstaklega. Í umfjöllun á heimasíðu félagsins um uppgjör þess árið 2017 sagði til dæmis: „Samherji er áfram í hópi stærstu skattgreiðenda landsins og greiddu Samherji og starfsmenn um 5,1 milljarð til hins opinbera á Íslandi árið 2017.“

Þannig virðist sú hugsun hafa verið fyrir hendi hjá Samherja að með því að þurfa ekki að greiða staðgreiðslu af launum starfsmanna, meðal annars vegna þess að þeir voru skilgreindir sem verktakar sem fengu greidd laun úr skattaaskjóli, þá hafi fyrirtækið verið að spara sér verulega fjármuni. Þetta er sannarlega rétt mat hjá Samherja því fyrirtæki þarf auðvitað að borga minna ef það greiðir vertaka milljón í verktakalaun en ef það greiðir starfsmanni sömu upphæð plús launatengd gjöld. 

Skatturinn virðist hins vegar ekki hafa verið sammála Samherja um að útgerðin hafa mátt gera þetta svona. 

DNB og fjármálaeftirlit sögðu Cape Cod hluta af samstæðu Samherja

Eins og Stundin fjallaði um árið 2019 þá leit viðskiptabanki Samherja, DNB í Noregi, svo á að Cape Cod væri hluti af samstæðu Samherja enda var félagið fjármagnað af íslensku útgerðinni til að greiða laun starfsmanna hennar erlendis.

Um 9 milljarðar króna fóru frá Samherja til Cape Cod FS á árunum 2011 til 2018. Félög Samherja erlendis, meðal annars Esja Seafood og félög Samherja í Namibíu, fjármögnuðu Cape Cod, enda var félagið notað til að greiða laun sjómanna Samherja í Afríku á grundvelli samninga við starfsmannaleiguna JPC Ship Management. Félagið Esja Seafood, eitt helsta eignarhaldsfélag Samherja erlendis, millifærði til dæmis 324 sinnum inn á bankareikninga Cape Code FS, oft ansi háar fjárhæðir eða meira en milljón Bandaríkjadollara.

Norska fjármálaeftirlitið komst að sömu niðurstöðu í skýrslu sem það vann um DNB-bankann og slælegar varnir hans gegn peningaþvætti í fyrra. Norska Ríkisútvarpið orðaði það sem svo að fjármálaeftirlitið „húðfletti“ DNB-bankann vegna málsins.  „Bankinn virðist hafa haldið að viðskiptavinurinn væri hluti af Samherjasamstæðunni frá því að hann gerðist viðskiptavinur fram til 2017, án þess að þetta kæmi fram í nokkrum gögnum sem tengjast viðskiptasambandinu.“

Sekt upp á 6 milljarða króna

Norska fjármálaeftirlitið endaði á því að sekta DNB-bankann um 400 milljónir norskra króna eða um 6 milljarða króna vegna slælegs eftirlits hans með millifærslum viðskiptavinar síns, Samherja og tengdra félaga. Ástæða sektarinnar var sú að DNB-bankinn horfði í gegnum fingur sér með 9 milljarða króna millifærslur af reikningnum Samherja til félags í skattaskjóli sem einnig var viðskiptavinur bankans en DNB fékk aldrei neina staðfestingu á hver ætti.

Staðan er því sú að ef Samherji sagði satt og rétt frá um eðli Cape Cod FS, að útgerðin hefði ekki tengst félaginu og notað það með þeim hætti sem fjölmiðlar lýstu, þá byggir sá hluti samkomulags Skattssins við Samherja á misskilningi. Auk þess byggjast túlkanir og niðurstöður DNB-bankans og norska fjármálaeftirlitsins þá einnig á misskilningi.

Hinn möguleikinn er sá að Samherji hafi einfaldlega ekki sagt satt og rétt frá á sínum tíma um tilgang Cape Cod FS og tengsl útgerðarinnar við skattaskjólsfélagið. 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Ég velti því fyrir mér hvort sérstakur hafi óskað eftir upplýsingum um fjármál Samherjafyrirtækja hjá DNB og upplýsingum frá Kýpur... a.m.k. eru öngvar dómsbeiðnir sjáanlegar varðandi slíkt á hvorugum staðnum. Sem er frekar skrýtið því DNB var sektað fyrir slælegt eftirlit varðandi grunað peningarþvætti Samherja... sem Mellon Bank bandaríski vakti víst athygli á og Kýpversk yfirvöld sáu sig tilneydd til að reka yfirlögfræðing Samherja Örnu Mcluri sem ræðismann sinn án nokkurs fyrirvara og án skýringa. Fjársekt íslenska skattsins er auðvitað bara hlægileg upphæð enda var jú búið að ryðja Bryndísi út og innlima skattrannsóknarstjóraembættið undir "réttan" hatt. Það gleymist að Kýpversk yfirvöld geta blandað sér í leikinn því þetta voru jú fyrirtæki þarlend... þó svo þau væru offshore. Og það eru næg tengsl við USA til að DOJ blandi sér í málið enda segir sagan að þau hafi ræskt sig hressilega við norsarann. Svo Samherji er langt í frá hólpinn þó svo vinarvæðingin geri það sem hún getur... hérlendis.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Inga þakkar Samherja fyrir en telur að kvótakerfið hafi lagt landið í auðn
FréttirSamherjaskjölin

Inga þakk­ar Sam­herja fyr­ir en tel­ur að kvóta­kerf­ið hafi lagt land­ið í auðn

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist hafa slíðr­að sitt póli­tíska sverð þeg­ar hún söng á Fiski­deg­in­um mikla á Dal­vík um helg­ina. Hún skrif­ar þakk­ar­grein í Mogg­ann í dag og þakk­ar Sam­herja fyr­ir Fiski­dag­inn. Sam­kvæmt Ingu kom hún ekki fram á Fiski­deg­in­um sem stjórn­mála­mað­ur held­ur sem mann­eskja í sum­ar­fríi.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
5
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
9
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár