Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í rúm þrjú ár vitað af því að endurvinnslufyrirtækið Terra væri að urða plastmengaðan úrgang á náttúruminjasvæði, í trássi við lög. Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins sagði að henni væri ekki kunnugt um málið þegar Stundin hafði samband við hana í nýliðnum september í tilefni af uppljóstrun um málið.
Tölvupóstsamskipti sem Stundin fékk nýverið afhent í krafti upplýsingalaga leiða annað í ljós. Að framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins fékk strax haustið 2019 ábendingu um lögbrot Terra, án þess þó að grípa til aðgerða, eins og skylt er samkvæmt lögum.
Gögnin sýna enn fremur hvernig Terra hunsaði tilmæli um að stöðva hina ólöglegu plasturðun og sveik loforð um úrbætur.
Þrátt fyrir ítrekuð brot Terra og þá staðreynd að fyrirtækið hafi í þrjú ár dregið að hreinsa plastúrganginn af svæðinu, var lögreglu aldrei tilkynnt um málið. Hvorki heilbrigðiseftirlitið né Umhverfisstofnun ætla að …
Athugasemdir (1)