Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður laxeldisfyrirtækisins Arnarlax á Bíldudal, líkir mögulegum flótta norskra laxeldisfyrirtækja til Íslands við það hvernig íbúar Noregs flúðu ofríki og skattheimtu Haralds hárfagra á 9. öld og settust hér að og byggðu Ísland. Þetta gerir Kjartan, í gamansömum tón, við sjávarútvegsblaðið Intrafish í dag. Ástæðan er umfjöllun blaðsins um að norsk laxeldisfyritæki komi kannski í auknum mæli til Íslands og flýji þar með boðaðan 40 prósent auðlindaskatt á greinina. „Sagan er kannski að fara að endurtaka sig,“ er haft eftir Kjartani.
„Íslendingar eru reiðubúnir að gera það sem til þarf til að þróa iðnaðargreinar“
Skattheimtan leiðir til hruns á verði hlutabréfa
Tíðindin um þessa auknu skattheimtu hafa vakið sterk viðbrögð í Noregi en umræddur skattur á að bætast við 22 prósenta skatta sem laxeldisfyrirtækin greiddu fyrir. Samtals …
Athugasemdir (3)