Einstæð kona, 62 árs gömul, sem er með óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum í Landsbankanum segir að afborganir af láninu hennar hafi hækkað úr tæplega 184 þúsund krónum í 275 þúsund frá því í maí í fyrra. Hækkunin nemur rúmlega 49 prósentum frá maí 2021 og fram í september 2022. Konan vill ekki koma fram undir nafni en hún vinnur við fjármálaráðgjöf og bókhald.
Konan er einn viðmælandunum í umfjöllun í síðasta tölublaði Stundarinnar um verðbólguna og vaxtahækkanir á húsnæðislánum í kjölfar stýrivaxtahækkana Seðlabanka Íslands.
Í maí 2021 var vaxtaprósentan á lánin 3,3 prósent en með vaxtahækkunum síðastliðið ár þá hefur lánið farið upp í að vera á 7 prósenta vöxtum miðað við nýju vaxtahækkanir Landsbankans. Lán …
Ef að þú ert með 10.000.000 lán og þú greiðir af því 50.000 á mánuði. Síðan hækka vextirnir og þú borgar 60.000 á mánuði.
Hver græðir þessar 10.000 kr. ?
A) bankinn.
B) Ríkið
C) bæði.