Hanna Gréta Pálsdóttir, keramikhönnuður og listgreinakennari, segist oftar en einu sinni hafa staðið á krossgötum í lífinu og kannski ekki alltaf verið á þeim stað sem hún hefði viljað vera á. Fyrir um tólf árum hafi hún ekki verið á góðum stað og ekki stolt af sjálfri sér.
„Ég var alltaf á hlaupum að vinna, einstæð móðir og var líka einmana kona sem var að leita að hamingjunni í skemmtanalífinu í bænum í þeim litla frítíma sem ég átti. Hamingjuna var ekki að finna þar eða í allri þessari vinnu sem ég var í á þeim tíma. Ég var í tveimur til fjórum störfum til að geta borgað alla reikninga sem fylgir því að reka heimili. Ég vann á þessum tíma á skemmtistað um helgar og stundum til klukkan átta á morgnana. Ég var alltaf þreytt og einmana. Öll þessi vinna og djammið gerði mig ekki hamingjusama. Ég vissi að …
Athugasemdir (4)