„Ég er vongóð en jafnframt tortryggin,“ segir Nika og brosir hálfpartinn. „Ég veit ekki hvernig er hægt að samræma þessar tvær tilfinningar en þannig líður mér núna.“
Nika er ekki hennar rétta nafn. Vegna starfs síns vill hún ekki koma fram undir nafni. Nika er fyrrverandi blaðamaður og um þessar mundir rannsakar hún og safnar saman upplýsingum um glæpi Rússa í Úkraínu. Hún segir að hún vilji ekki að starfið skyggi á persónulega sögu sína.
„Starfs míns vegna hef ég alltaf verið mjög önnum kafin. Jafnvel fyrir 24. febrúar var margt sem þurfti að kortleggja og tengja saman vegna þess að rússnesk áhrif eru svo víðtæk í Úkraínu og reyndar Evrópu allri,“ útskýrir hún. „Núna er þetta eins og Harmageddon, heimsendir, í öllum skilningi orðsins.“
Nika er þrítug. Hún er með sítt dökkt hár, granna fingur og hreim þegar hún talar úkraínsku; það er hreimur þeirra sem eiga rússnesku að …
Athugasemdir