Samskipti Úrvinnslusjóðs við sænska fyrirtækið Swerec varpa ljósi á það hvernig raunverulega er staðið að endurvinnslu á íslensku plasti. Um er að ræða samskipti Ólafs Kjartanssonar, framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs, og Leif Karlsonar, framkvæmdastjóra sænska endurvinnslufyrirtækisins Swerec, sem tók meðal annars við því plasti sem flokkað var á íslenskum heimilum, í gegnum viðskiptasamband þess við Úrvinnslusjóð.
Tölvupóstsamskiptin varpa ljósi á hvernig sænska fyrirtækið brenndi mun meira af íslenska plastinu en hefði þurft, eingöngu vegna þess að það var ódýrari kostur fyrir Úrvinnslusjóð og íslensk endurvinnslufyriræki. Auðveldlega hefði mátt endurvinna allt að þrefalt meira en þá var gert.
Þá sýna tölvupóstarnir að framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs fékk strax í júlí 2020 staðfestingu á því að töluvert magn af íslensku plasti væri geymt í vöruhúsi í Suður-Svíþjóð. Þrátt fyrir þessa vitneskju brugðust hvorki hann né stjórn Úrvinnslusjóðs við þeim upplýsingum fyrr en einu og hálfu ári síðar, og þá í kjölfar umfjöllunar Stundarinnar, í desember í …
Athugasemdir (1)